• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United – Nottingham Forest: Fleiri bætast í hópinn

Zunderman skrifaði þann 7. desember, 2024 | 16 ummæli

Embed from Getty Images

Leny Yoro spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í 2-0 tapinu fyrir Arsenal á miðvikudag. Fleiri leikmenn snúa til baka fyrir leikinn gegn Nottingham Forest í dag.

Fyrst ber að nefna að Kobbie Mainoo og Lisandro Martinez snúa aftur úr leikbanni. Líklegt er að Martinez komi aftur inn í byrjunarliðið og verði vinstra megin í vörninni. Harry Maguire byrjaði sinn fyrsta leik í langan tíma, hann var í miðjunni og Mathijs de Light hægra megin.

Nouassir Mazraoui var vinstra megin í vikunni og fer væntanlega yfir til hægri. Tyrrell Malacia entist aftur einn hálfleik, væntanlega kemur Diego Dalot í hans stað. Amad Diallo hlýtur að vera búinn að eigna sér hægri kantbakvarðarstöðuna.

Til viðbótar er Victor Lindelöf farinn að geta æft aftur eftir meiðsli, en verður víst ekki með á morgun. Hann gæti mætt í Evrópuleikinn í vikunni. Jonny Evans er meiddur. Luke Shaw er þar með að verða einn eftir á meiðslalistanum. Ómögulegt virðist að segja til um hvernig byrja á miðju og frammi.

Hjá Forest virðast fair nýir leikmenn á meiðslalistanum. Danilo, Ibrahim Sangare og Andrew Omobamidele hafa verið frá í talsverðan tíma.

Forest er í sjöunda sæti ensku úrvaldeildarinnar fyrir leikinn með 22 stig en United í því þrettánda með 19 stig. United hefur betra markahlutfall og færi því upp fyrir Forest með sigri.

Á vesturströnd Bretlands hafa verið gefnar út rauðar viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar á morgun. Íþróttaleikjum í Wales hefur verið frestað. Gert er ráð fyrir leikir í Englandi fari fram á eðlilegan hátt, en það gæti samt orðið hvasst.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.

16

Reader Interactions

Comments

  1. Helgi P says

    7. desember, 2024 at 18:53

    Hvað er að ske með þessa vörn

  2. Helgi P says

    7. desember, 2024 at 19:20

    Við verðum bara gefa skít í deildina séta allt púður í evrópu keppnin og bikarkeppninar

  3. Nói says

    7. desember, 2024 at 19:27

    Fávita uppstilling á þessum aumingjum

  4. Gummi says

    7. desember, 2024 at 19:32

    Nú má fara blása þetta tímabil af þvílik hörmung sem er verið að bjóða okkur uppá

  5. Dór says

    7. desember, 2024 at 19:43

    Ég er að verða geiðveikur á þessu liði

  6. Masson says

    7. desember, 2024 at 20:19

    “ Nýr jakki en sama röddin “ sagði Bó.
    Velkominn í Ensku Úrvalsdeildina Amorim.

  7. Bobo says

    7. desember, 2024 at 20:32

    Maður gerir sér grein fyrir að allt sé enn í mótun hjá Amorim og kerfið er farið að virka ágætlega sóknarlega. Á móti er lekinn varnarlega hræðilegur.

    Þó kerfið hafi virkað vel í Portúgal þá á ég eftir að sjá þetta fúnkera í PL.

    Amorim fór í viðtal hjá Liverpool og West Ham en fékk ekki ráðningu m.a. vegna þess að menn voru ekki sannfærðir um að kerfið virkaði í PL.

  8. Tómas says

    7. desember, 2024 at 22:46

    Meira bullið hérna. Örfáir leikir búnir og strax farnar að koma uppgjafaraddir um kerfið og eitthvað. Hefur ekkert með kerfið að gera að við fáum á okkur mörk úr föstum leikatriðum. Ekkert að uppstillingunni. Þurfum að styðja þetta amk út næstu tvö tímabil.
    Maður sér strax plan og bætingu.
    Vorum óheppnir að tapa þessum leik. Áttum fleiri færi meira með boltann.

  9. Bobo says

    7. desember, 2024 at 23:25

    Tómas 8

    Já þegar ég horfði aftur á leikinn þá sé ég auðvitað að öll mörk Forest komu beint úr föstum leikatriðum.

    Þú ert glöggur

  10. Tómas says

    8. desember, 2024 at 08:27

    @Bobo

    3 af seinustu 5 mörkum eru úr föstum leikatriðum. Eitt á móti forrest voru einstaklingsmistök Bruno og Onana.
    Komdu frekar með leikgreiningu á hvernig kerfið leiddi til þessarra marka en að snúa útúr.
    Forrest átti 3 skot á markið og skoruðu 3 mörk.
    Utd stoppaði Arsenal út á vellinum en fengu 2 mörk á sig úr föstum leikatriðum.

  11. Bobo says

    8. desember, 2024 at 10:28

    sorry en þeir hafa fengið á sig 8 mörk undir Amorim þar af 3 úr föstum leikatriðum. Það eru 1,6 mörk að meðaltali í leik og inn í því eru leikir gegn Forest, Ipswich, Everton og Bodo. Ipswich og Everton höfðu skorað minna en mark í leik þegar þeir mættu MU og Forest rétt rúmlega eitt mark í leik.

    Undir ETH fékk liðið á sig 1,33 mörk amt

  12. Helgi P says

    8. desember, 2024 at 12:47

    Þurfum við ekki gefa Amorim nokkra glugga til að koma með sína leikmenn inn því þessi hópur sem er búið að setja saman er bara ekki góður

  13. Arni says

    8. desember, 2024 at 17:10

    Það er alltof mikið eftir að þessu tímabili andskotans djöfulsins rugl

  14. Tómas says

    8. desember, 2024 at 18:52

    @Bobo 5 leikja sample borið saman við sirka 100 leiki er ekki sambærilegt.
    Everton skoraði ekki á móti okkur, Ipswich eitt.
    Skoðaðu aftur avg goal eftir 50 leiki.
    Persónulega finnst mér skoruð mörk vera meira vandamál.

  15. Sir Roy Keane says

    10. desember, 2024 at 12:01

    Ég var spenntur að fara að horfa á þennan leik og hefðum átt að vinna hann. Var líka sammála uppstillingunni á byrjunarliðinu. Það byrjuðu 5 mjög ungir leikmenn inn á: Yoro, Manioo, Amad, Garra og Höjlund. Ugarte er líka bara 23 ára. Það eru ekki mörg lið sem geta státað sig af því.
    Var nokkuð viss um í hálfleik að við myndum klára þennan leik, en svo hrundi markvarslan og sjálfstraustið með í liðinu á nokkrum mín og þeir gáfust upp. Tvö gefins mörk með skelfilegri markvörslu.
    Tímabilið er þó ekki búið, það klárast í maí en ekki í desember. Það voru helst þessi eldri og reyndari sem stóðu sig ekki eða stigu nægjanlega upp.
    Það er nokkuð ljóst að Bruno er betri nær markinu í tíunni en áttunni, Maguire gæti verið að brjóta sér leið í byrjunarliðið og Yoro stóð sig vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu, smá Rio Ferdinand taktar í honum. Ugarte er líka að verða mikilvægari.
    Nenni ekki að eyða orku í neikvæðni, það er til nóg af því. Áfram gakk og það eru til margir ungir og efnilegir leikmenn í þessu liði. Og, já við munum vinna titla á næstu árum.

  16. Helgi P says

    12. desember, 2024 at 18:54

    Við þurfum klárlega að versla markmann í þetta lið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress