Það má segja að á morgun verði krísufundur á Old Trafford. Tvö lið sem eru hnífjöfn í deildinni, hafa 7 stig eftir 2 sigra, eitt jafntefli og tvö töp mætast. Munurinn er sá að Spurs er me fjögur mörk í plús en markatala United er á núllinu. Það hefur gustað um báða stjóra og Ange Postecoglu er farinn að sjá, líkt og Erik ten Hag, köll eftir að hann fái að taka pokann sinn. Ólíkt Ten Hag hefur hann átt betri tíð síðustu vikuna, 3-1 sigur á Brentford um síðustu helgi og 3-0 sigur á Qarabağ í Evrópudeildinni hafa létt skap Tottenham manna á meðan að jafnteflin gegn Palace og Twente hafa ekkert gert til að gleðja United stuðningsmenn
FC Twente kemur á Old Trafford á morgun
Fyrirsagnirnar fyrir leikinn á morgun snúast um Erik ten Hag og Twente enda varði hann 23 árum hjá félaginu sem leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og þjálfari. Þegar leikmaður er svo náinn félaginu er eðlilegt að þegar bikar er í húsi beri tilfinningarnar menn ofurliði.
https://www.twitter.com/UtdFaithfuls/status/1838611719880335490
I would have preferred to play against somebody else. It’s not nice to hurt something you love.
Manchester United 0:3 Liverpool
Varamenn: Bayindir, Collyer (46.m), Wheatley, Evans, Antony, Amad (69.m), Eriksen (86.m), Maguire(69.m), Heaton
Lið Liverpool: Alisson; Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil van Dijk, Andrew Robertson; Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister; Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai, Luis Diaz; Diogo Jota
United sótti vel fyrstu mínútur leiksins en fékk ekkert úr því nema eitt horn. Liverpool kom síðan til baka, sótti vel á og á 7. mínútu kom sending framhjá Mazraoui, Diaz var smá klaufskur en kom samt með fyrirgjöfina sem fór aftan við Salah sem setti þó fót í boltann þannig hann fór út á Trent Alexander-Arnold sem var galopinn og skoraði. En til allra lukku var Salah hárfínt fyrir innan þegar sendingi kom og markið dæmt af.
Liðið gegn Sheffield United
Liðið er komið, Rashford meiddur
Varamenn: Bayindir, Amass, Jackson, Ogunneye, Amad, Amrabat, Forson, McTominay, Wheatley.
Manchester United 3:3 Coventry City (7-5 v.)
United, liðið sem gerir hið einfalda flókið, hið auðvelda erfitt, og hið erfiða ómögulegt
Liðið sem Ten Hag stillti upp leit svona út
Varamenn: Bayindir, Eriksen (72.), Amad (90+4.), Antony(66.), Forson (103.), Amass, Ogunney, Jackson, Wheatley.
Willy Kambwala er meiddur og því allar líkur á að Casemiro frekar en McTominay fari í miðvörðinn. Það er vonandi að framherjar Coventry séu ekki of fljótir
United setti í gír frá upphafi, pressaði Coventry alla leið inn í teig og þegar Coventry hreinsaði unnu þeir boltann sem endaði á langri sendingu fram, skalli Bruno og Garnacho var kominn í færi en hitti ekki boltann og hann lak útaf. Þetta var áfram mynstur leiksins. Stök gagnsókn Coventry sem sjaldnast náði teignum en Unitedliðið sló upp tjaldbúðum við vítateig Coventy og vantaði bara að stilla upp í góða Kaíró til að þetta yrði eins og í handboltaleik.