• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Daníel Smári

Enska úrvalsdeildin

Aston Villa 3:1 Man Utd

Daníel Smári skrifaði þann 6. nóvember, 2022 | 4 ummæli

Manchester United gerði ekki góða ferð til Birmingham og tapaði verðskuldað 3-1 gegn spræku Aston Villa liði, sem að lék í fyrsta sinn undir Unai Emery. Stemningin og baráttan var öll heimamegin og því fór sem fór. Það var viðbúið að við myndum fá skelli og upplifa alvöru vaxtaverki undir Erik ten Hag á hans fyrsta tímabili og sú var raunin í dag.

Svona stillti Erik ten Hag liðinu upp: Lesa meira

4
Evrópudeildin

Omonia 2:3 Man Utd

Daníel Smári skrifaði þann 6. október, 2022 | 1 ummæli

Liðið svaraði fyrir skelfinguna á Etihad, en allt annað en sigur hefði verið gríðarleg vonbrigði.

Omonia Nicosia komst yfir á 34. mínútu með marki Karim Ansarifard. Varamaðurinn Marcus Rashford jafnaði á 53. mínútu og það var svo annar varamaður sem kom okkar mönnum yfir. Þar var að verki Anthony Martial á 63. mínútu. Sex mínútum fyrir leikslok virtist Rashford ætla að sigla þremur stigum þægilega í hús, en mínútu seinna hafði Nikolas Panayiotou minnkað muninn í 2-3 fyrir Omonia. Bæði fyrir þriðja mark United og eftir að Omonia klóraði í bakkann hefði liðið getað nýtt fjölmargar skyndisóknir margfalt betur, en mestu máli skipti að koma þremur stigum á töfluna. Lesa meira

1
Enska úrvalsdeildin

Man Utd 3:1 Arsenal

Daníel Smári skrifaði þann 4. september, 2022 | 12 ummæli

Manchester United heldur áfram að klifra upp töfluna eftir gríðarlega sætan sigur á toppliði Arsenal í dag. Leikur liðsins var ekki fulkominn í dag, en líkt og gegn Liverpool þá gáfu leikmenn ekki tommu eftir og börðust fyrir hvorn annan og merkið. Það eitt og sér er 110% bæting frá síðasta tímabili.

https://twitter.com/ManUtd/status/1566487921770860546?s=20&t=Fn6iLxmolumff2438p6QAA Lesa meira

12
Enska úrvalsdeildin

Skytturnar í heimsókn

Daníel Smári skrifaði þann 3. september, 2022 | 2 ummæli

Leikurinn: Manchester United – Arsenal

Hvar: Old Trafford, Manchester

Hvenær: Sunnudaginn 4. september – kl. 15:30

Fyrir um þremur vikum síðan leit undirritaður yfir leikjaprógrammið sem að framundan var hjá Manchester United og hreinlega hryllti sig. Framundan var heimaleikur við Liverpool og svo strembnir útileikir við Southampton og Leicester. Maður óttaðist það versta og það versta í þessu samhengi var botnsætið eftir 4-5 umferðir. En fótboltinn getur verið svo magnaður og óútreiknanlegur. Lesa meira

2
Enska úrvalsdeildin

Man Utd 3:0 Brentford

Daníel Smári skrifaði þann 2. maí, 2022 | 2 ummæli

Manchester United vann flottan 3-0 sigur á Brentford í síðasta heimaleik tímabilsins. Það var annar bragur á sóknarleik liðsins og naut Juan Mata sín í botn þar sem að Spánverjinn virtist ná vel saman við undrastrákinn Cristiano Ronaldo, sem að skoraði sitt 24. mark á tímabilinu í kvöld. Mörkin þrjú gerðu Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo og Raphael Varane, sem að gerði sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn. Lesa meira

2
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Interim pages omitted …
  • Page 9
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress