Evrópudeildin

Evrópuleikur í Rússlandi á morgun

Eftir hæðir og lægðir síðustu daga er komið að næsta leik, 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast á Olimp-2 vellinum í rússneska hafnarbænum Rostov-on-Don. Í beinni loftlínu eru 3.019 km á milli heimavalla Manchester United og FC Rostov. Þetta er ekki skemmtilegasta ferðalagið sem Manchester United hefði getað fengið en andstæðingurinn hefði getað verið mun erfiðari. Þó borgar sig ekki að vanmeta Rússana. Manchester United hefur líka sýnt það í vetur að auðveldur leikur á blaði þarf ekki að þýða að hann verði auðveldur þegar á grasið er komið. Lesa meira

Viðtöl

Fólk er fífl en þið eruð frábær

Fyrst voru það fyrirliðarnir okkar sem sátu fyrir svörum, síðan var það rokkarinn hárprúði Þráinn Árni sem svaraði nokkrum spurningum. Þar sem við fáum nú sjaldséð frí frá keppnisleik í miðri viku er tilvalið að birta viðtal við annan góðan rokkara. Heiðar Örn Kristjánsson er þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina Botnleðju. Botnleðja vann Músíktilraunir rétt um það bil tveimur mánuðum eftir kung-fu spark Cantona. Hvort Cantona hafi verið rokkurunum í Botnleðju einhvers konar hvatning látum við liggja á milli hluta. Heiðar Örn, sem einnig er í skemmtilegum hljómsveitum á borð við Pollapönk og Þröstur upp á Heiðar, er mikill stuðningsmaður Manchester United. Hann sendi okkur þessi svör fyrir nokkru síðan en það hefur bara verið svo mikið að gera hjá okkur í því að skrifa upphitanir og leikskýrslur að við höfum ekki séð okkur fært að birta þetta fyrr en núna. Sannkallað lúxusvandamál. En gefum Heiðari orðið. Lesa meira

Enska deildarbikarkeppnin

Manchester United 3:2 Southampton – deildarbikarmeistarar 2017

Eftir gríðarlega erfiðan úrslitaleik, þar sem Southampton mætti bæði vel stemmt og skipulagt inn í leikinn, náði Manchester United að landa sigri og vinna fyrsta bikarinn sem í boði var á þessu tímabili. Þar með varð José Mourinho fyrsti knattspyrnustjóri í sögu Manchester United sem vinnur titil á sínu fyrsta ári. Manchester United var á löngum köflum lakari aðilinn í leiknum en náði samt að seiglast í gegnum leikinn án þess að lenda undir. Að lokum voru það gæðin og hungrið í einum manni, Zlatan Ibrahimovic, sem skildu liðin að. Lesa meira

Enska deildarbikarkeppnin

Úrslitaleikur á Wembley

Það er komið að úrslitaleik um fyrsta bikar tímabilsins. Þangað er Manchester United mætt og stefnir að sjálfsögðu á sigur. En það verður ekki auðvelt. Southampton er sterkt lið sem er, ólíkt Manchester United, taplaust í þessari keppni á tímabilinu. Sigur skiptir miklu, það væri sterk yfirlýsing frá Mourinho og hans mönnum að vinna fyrsta bikar vetursins auk þess sem bikarsigrar geta gefið liðum aukið sjálfstraust fyrir framhaldið, bæði á þessu tímabili og því næsta. Lesa meira