Enska bikarkeppnin

Derby County 1:3 Manchester United

Fyrri hálfleikur

Það var góð stemmning á Pride Park í kvöld og stuðningsfólk beggja liða var í góðu stuði. United byrjaði hálfleikinn töluvert betur en heimamenn en greinilegt var að Derby ætlaði að sitja til baka í leiknum og leyfa United að stjórna leiknum. Gestirnir frá Manchester voru frekar sprækir og langbesta liðið á vellinum fyrstu 35 mínútur leiksins og áttu nokkrar skemmtilega sóknir. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:1 Swansea City

Loksins! Loksins kemur sigur. Loksins skorar Wayne Rooney og loksins stýrir Louis van Gaal United til sigurs gegn Swansea.

Embed from Getty Images

Hollendingurinn sitjandi er búinn að vera undir magnaðri pressu undanfarinn mánuð og það er alveg ljóst að ekkert annað en sigur kæmi til greina í dag. Byrjunarliðið í dag var líklega eins nálægt sterkasta liði og United kemst þessa dagana.

Byrjunarliðin

1
De Gea
17
Blind
12
Smalling
5
Jones
18
Young
28
Schneiderlin
31
Bastian
9
Martial
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Bekkur; Romero, Darmian (Jones), McNair (Young), Carrick (Schweinsteiger), Pereira, Fellaini, Memphis. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Swansea heimsækir Leikhús draumanna

Þessi nýliðni desember mánuður var sá versti í sögu Manchester United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. En nú er komið nýtt ár og nýju ári fylgja ný tækifæri. Sem betur fer meiðslalistinn búinn að styttast töluvert. Nú eru fjórir leikmenn á honum en það eru þeir Marcus Rojo, Jesse Lingard, Luke Shaw og Antonio Valencia og þar af bara Valencia og Shaw sem eiga við langtímameiðsli að stríða. Lesa meira