• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Þorsteinn Hjálmsson

Enska úrvalsdeildin

Watford kemur í heimsókn á Old Trafford

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 25. febrúar, 2022 | Engin ummæli

Á morgun mæta okkar menn Watford. Hefst leikurinn kl. 15:00 líkt og fjórir aðrir leikir í Ensku úrvalsdeildinni. Fer leikurinn fram á Old Trafford og mun Kevin Friend vera með flautuna.

Fyrri viðureign liðana á tímabilinu reyndist banabit Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra United. Hræðileg frammistaða í 4-1 tapi gegn liði í bullandi fallbaráttu. Kristallaðist þessi frammistaða sennilega í brottvísun á fyrirliða liðsins, Harry Maguire og að Donny hafi skorað eina mark United, en hann var hreinlega ekki nægilega góður til þess að Ragnick gæfi honum traustið. Lesa meira

Efnisorð: Watford 0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:2 Arsenal

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 2. desember, 2021 | 6 ummæli

Flottur 3-2 sigur á Arsenal leit dagsins ljós í síðasta leik Michael Carrick að sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Michael Carrick eða Ralf Rangnick eða hver svo sem það var stillti upp í hið klassíska 4-2-3-1 leikkerfið í leiknum í kvöld. Eina sem hægt væri að telja sem óvænt í liðsvalinu miðað við þá uppstillingu var koma Diogo Dalot inn í hægri bakvarðarstöðuna, en svo virðist vera að Wan-Bissaka sé meiddur þar sem hann var ekki einu sinni á bekknum. Fyrsti byrjunarliðs leikur Dalot í ensku úrvalsdeildinni síðan í október 2019. Lesa meira

Efnisorð: Arsenal Bruno Fernandes Cristiano Ronaldo Fred Michael Carrick 6
Enska úrvalsdeildin

Upphaf Ralf Rangnick hjá Manchester United

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 1. desember, 2021 | 2 ummæli

Jæja, þá er komið að því! Nýr stjóri tekinn við Manchester United og fyrsti leikur undir hans stjórn er annað kvöld gegn Arsenal, næstum því… Því miður lítur út fyrir að nýi knattspyrnustjóri United Ralf Rangnick verði ekki á hliðarlínunni gegn Arsenal þar sem Brexit takmarkanir koma í veg fyrir það. Vinnu-VISA Þjóðverjans verður líklegast ekki komið í gegn í tæka tíð og gæti dregist eitthvað á langinn, því miður. Því er allt útlit fyrir að Michael Carrick fái að vera í jakkafötunum og heilsa Artete, stjóra Arsenal fyrir leik á morgun sem hefst kl. 20:15 að íslenskum tíma. Rangnick mun þó sennilega fá því ráðið hvernig liðinu verður stillt upp og mun sennilega fjarstýra liðinu á einhvern hátt. Lesa meira

Efnisorð: Arsenal Ralf Rangnick 2
Enska úrvalsdeildin

Djöfulleg heimsókn til rebba á morgun

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 15. október, 2021 | Engin ummæli

Klukkan 14:00 á morgun mætir United á King Power Stadium í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Leicester. Eftir fjóra heimaleiki í röð er komið að útileik hjá okkar mönnum. Spennandi verður að sjá hvernig liðið mætir til leiks eftir “langt” landsleikjahlé, mörgum til mikillar ama. Eins og fyrr segir mætum við Leicester sem hafa ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabils þrátt fyrir að vera búnir að landa fyrsta titlinum sem var í boði á tímabilinu í hús, Samfélagsskildinum. Lesa meira

Efnisorð: Leicester City 0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Everton

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 2. október, 2021 | 16 ummæli

Sennilega sanngjarnt 1-1 jafntefli í fjörugum leik í dag þar sem United komst yfir. En ekki góð úrslit fyrir okkar menn þar sem töpuð stig gegn minni liðum eru dýrkeypt í þeirri baráttu sem er framundan á tímabilinu á toppi deildarinnar.

Það má segja að Ole Gunnar hafi stillt upp óvæntu liði fram á við í dag. Ronaldo og Pogba fóru á bekkinn. Cavani kom inn í framlínuna og mjög svo óvæntur Martial fékk að byrja. Shaw hefur náð sér af meiðslunum og var settur strax inn í liðið á kostnað Telles. Öryggisteppið var svo mætt á miðjuna, McFred. Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Everton Ole Gunnar Solskjær 16
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Interim pages omitted …
  • Page 6
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress