Manchester United gerði 0-0 jafntefli við Leeds í hrútleiðinlegum leik sem var fyrsti æfingaleikurinn sumarið 2025. Spilað var í Stokkhólmi. Þetta voru helstu punktarnir úr leiknum.
Ratcliffe, Wilcox og Berrada sagðir plotta í veiði á Vopnafirði
Æðstu stjórnendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru sagðir hafa dvalið í vikunni á Vopnafirði og notað tímann til að ræða framtíðaráform félagsins. Þeir eru þar í boði Jims Ratcliffe sem undanfarin áratug hefur safnað jörðum í kringum laxveiðiár á svæðinu.
Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
Manchester United komst í gærkvöldi í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 5-4 sigur á Lyon og 7-6 samanlagt. Leikurinn innihélt góðan hálfleik, slæman kafla, algjört klúður og ótrúlega endurkomu.
Real Sociedad 1 – Manchester United 1
Evrópudeildin er orðin síðasti möguleiki Manchester United á að ná einhverju út úr tímabilinu. Liðið spilaði ágætlega lungann úr leiknum gegn Sociedad í kvöld en fékk á sig svekkjandi jöfnunarmark og slapp loks með skrekkinn.
Manchester United 3 – Ipswich 2
Það er undarlegt að skrifa sum orðin – en Manchester United vann í kvöld mikilvægan sigur á Ipswich í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Vel útfærð föst leikatriði og viljastyrkur Bruno Fernandes gerðu gæfumuninn.