Enska bikarkeppnin

BIKARMEISTARAR: Manchester United 2:1 Crystal Palace

Lið United hafði verið spáð fyrir leikinn, Cameron Borthwick-Jackson komst ekki í hóp en Marcos Rojo byrjaði í stað hans

1
De Gea
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
25
Valencia
31
Fellaini
16
Carrick
9
Martial
10
Rooney
8
Mata
39
Rashford

Varamenn: Romero, Darmian, Jones, Schneiderlin, Herrera, Young, Lingard

Lið Palace er með einni breytingu frá því sem spáð var, James McArthur í stað Puncheon

13
Hennessey
23
Souaré
27
Delaney
6
Dann
2
Ward
18
McArthur
15
Jedinak
7
Cabayé
11
Zaha
10
Bolasie
21
Wickham

Varamenn: Speroni, Kelly, Mariappa, Sako, Puncheon, Gayle, Adebayor.

Þessi fyrsti bikarúrslitaleikur United í níu ár byrjaði með.því að United hélt boltanum, engum á óvart, fyrsta hornið kom á sjöttu mínútu en ekkert varð úr því. United pressaði síðan nokkuð áfram, fékk horn og fleira, en fékk ekki færi að ráði. Lesa meira

Enska bikarkeppnin

Bikarúrslit á Wembley

Loksins er komið að því. Dagurinn þegar við reynum að gleyma öllu veseni vetrarins, setjum allar vangaveltur um ráðningarmál og leikmannakaup til hliðar, þó ekki nema næsta sólarhringinn eða svo (já, þrátt fyrir fyrirsagnir í morgun) og einbeitum okkur að því að styðja okkar menn til sigurs í tólfta skipti í ensku bikarkeppninni.

Við fórum yfir ellefu sæta sigra á miðvikudaginn, og þó að mörg, ef ekki öll, okkar mundu, ef beitt er ísköldu mati 21. aldar knattspyrnu, frekar vilja vinna Wenger bikarinn og komast í Meistaradeildina þá munu öll okkar fagna vel og innilega annað kvöld ef þetta tímabil endar með því að við jöfnum Arsenal í fjölda bikarsigra. Á morgun skiljum við eftir vonbrigðin, þau eru hvort sem er að baki, og vonumst eftir indælum sigri í elstu knattspyrnukeppni heims. Lesa meira

Enska bikarkeppnin

Manchester United 2:1 Everton

Við erum komnir í úrslit í FA bikarnum! Vá, þetta var frábær leikur í dag og fyllilega verðskuldaður sigur hjá okkur mönnum. Þurftu reyndar að hafa fullmikið fyrir honum að mínu mati, svona miðað við yfirburðina í fyrri hálfleik, en það er það bara allt í lagi því svona sigrar eru hvort sem er alltaf sætari en einhver öruggur 3-0 sigur, erum við ekki bara sammála um það? Lesa meira