Enska bikarkeppnin

Derby County 1:3 Manchester United

Fyrri hálfleikur

Það var góð stemmning á Pride Park í kvöld og stuðningsfólk beggja liða var í góðu stuði. United byrjaði hálfleikinn töluvert betur en heimamenn en greinilegt var að Derby ætlaði að sitja til baka í leiknum og leyfa United að stjórna leiknum. Gestirnir frá Manchester voru frekar sprækir og langbesta liðið á vellinum fyrstu 35 mínútur leiksins og áttu nokkrar skemmtilega sóknir. Lesa meira

Enska bikarkeppnin

United heimsækir Derby County á Pride Park

Þá er komið að því að United fær örlítið frí frá deildarkeppninni þar sem fjórða umferð FA bikarkeppninnar verður spiluð á morgun. Það er nú ekki algengt að föstudagsleiki en ég persónulega er bara ágætlega hrifinn af því (#PabbaSkoðanir). Leikurinn á morgun verður spilaður kl 19:55 á 33 þús manna Pride Park þar sem United mætir Derby County FC.

Fyrir gullfiskana sem eru að lesa þá komust United áfram með 1-0 sigri á Sheffield United í hreint út sagt frábærum fótboltaleik (örlítil kaldhæðni hérna). Sá leikur stefndi í framlengingu þegar Dean Hammond, varnarmaður Sheffield United, ákvað á 93′ mínútu að renna sér í glórulausa tæklingu inn í vítateig sem felldi Memphis. Dómarinn gat ekki annað en dæmt víti og örugg vítaspyrna Rooney kom United áfram. Á sama tíma sigraði Derby Hartlepool á útivelli með tveimur mörkum gegn einu (Vídeó með brot af því besta úr þeim leik). Lesa meira

Enska bikarkeppnin

Manchester United 1:0 Sheffield United

Manchester United er komið áfram í 4. umferð FA bikarins eftir 1-0 sigur á Old Trafford í dag. Rennum yfir helstu atriði leiksins. Liðið í dag var svona skipað:

De Gea
B-Jackson
Blind
Smalling
Darmian
Schweinsteiger
Fellaini
Martial
Herrera
Mata
Rooney

Varamenn: Romero, McNair, Varela, Lingard (60), Pereira (78), Memphis (60), Keane.

Leikurinn var flautaður á klukkan 17:30. Á 45 mínútu flautaði dómarinn til háfleiks. Á 60 mínútu gerði Man Utd tvöfalda skiptingu þegar Memphis og Lingard komu inn fyrir Mata og Herrera. Á 78 mínútu kom svo Pereira inn fyrir Fellaini. Á 93 mínútu rennir Dean Hammond sér í glórulausa tæklingu á Memphis inn í teignum og úr því varð vítaspyrna sem Rooney skoraði örugglega úr. Leikurinn var svo flautaður af eftir 96 mínútur. Lesa meira