Enska úrvalsdeildin

Middlesbrough 1:3 Manchester United

 

José Mourinho hafði varað okkur við því fyrir þennan leik að við mættum búast við að þreyta hefði mikil áhrif á spilamennsku Manchester United. Jafnvel gekk hann svo langt að segja að hann myndi telja jafntefli góð úrslit úr leiknum miðað við þreytuna í leikmannahópnum eftir mikið álag síðustu vikur. Eftir laugardagsleikina var ljóst að Manchester United myndi örugglega færast úr 6. sætinu. Sigur kæmi liðinu upp í 5. sætið en jafntefli eða tap þýddi 7. sætið. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United heimsækir Middlesbrough

Síðasti leikur Manchester United fyrir landsleikjahlé vorsins verður útileikur gegn Middlesbrough í hádeginu á sunnudegi. Síðasti fimmtudagur var mjög ólíkur fyrir þessi félög, á meðan Manchester United komst áfram í fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar þá rak Middlesbrough stjóra sinn, Aitor Karanka. Middlesbrough er ekki fyrsta félagið af þeim neðstu sem grípur til þessa ráðs til að reyna að hressa upp á spilamennsku síns liðs. Stundum virkar það hvetjandi á leikmenn, ekki síst í fyrsta leik eftir breytingar. Vonum að það taki Middlesbrough í það minnsta 90 mínútur að hressast. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 AFC Bournemouth

Í dag tóku Manchester United á móti Bournemouth í fyrsta leik 27. umferðar. Fyrir leikinn var United í sjötta sæti og Bournemouth í því fjórtánda.

Með sigri á Bournemouth myndi United tryggja sé það að komast upp eitt sæti þar sem liðin tvö í sætunum fyrir ofan, Liverpool og Arsenal, myndu mætast síðar sama dag. Það var því til mikils að spila hjá okkar mönnum.

Mourinho talaði um að hann myndi núna fara nýta hópinn vel og stóð hann við þau orð með því að gera fjórar breytingar á liðinu. Luke Shaw fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma, Jones kom inn í vörnina og Carrick ásamt Wayne Rooney fóru á miðjuna. Liðið sem Mourinho ákvað að stilla upp í dag leit svona út: Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Bournemouth kemur í heimsókn

Eftir frækinn sigur gegn Southampton síðustu helgi í úrslitum EFL bikarsins þá fengu okkar menn heila sex daga án þess að spila leik. Jaðrar það við þriggja mánaða sumarfrí fyrir liðið enda hefur það spilað tvo leiki á viku síðan nýja árið gekk í garð, svona nánast.

Eftir ævintýrið síðustu helgi þar sem Zlatan fór enn einu sinni fyrir liðinu þá tekur alvaran í deildinni við en Manchester United hefur ekki spilað deildarleik síðan 11. febrúar en þá sigraði liðið Watford 2-0. Af þeim sjö leikjum sem liðið spilaði í febrúar þá vann það sex þeirra og gerði eitt jafntefli, 0-0 við Hull City. Að sama skapi fékk það ekki mark á sig í deildinni, vonandi heldur það áfram á morgun. Lesa meira