Enska úrvalsdeildin

Middlesbrough 1:3 Manchester United

 

José Mourinho hafði varað okkur við því fyrir þennan leik að við mættum búast við að þreyta hefði mikil áhrif á spilamennsku Manchester United. Jafnvel gekk hann svo langt að segja að hann myndi telja jafntefli góð úrslit úr leiknum miðað við þreytuna í leikmannahópnum eftir mikið álag síðustu vikur. Eftir laugardagsleikina var ljóst að Manchester United myndi örugglega færast úr 6. sætinu. Sigur kæmi liðinu upp í 5. sætið en jafntefli eða tap þýddi 7. sætið. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United heimsækir Middlesbrough

Síðasti leikur Manchester United fyrir landsleikjahlé vorsins verður útileikur gegn Middlesbrough í hádeginu á sunnudegi. Síðasti fimmtudagur var mjög ólíkur fyrir þessi félög, á meðan Manchester United komst áfram í fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar þá rak Middlesbrough stjóra sinn, Aitor Karanka. Middlesbrough er ekki fyrsta félagið af þeim neðstu sem grípur til þessa ráðs til að reyna að hressa upp á spilamennsku síns liðs. Stundum virkar það hvetjandi á leikmenn, ekki síst í fyrsta leik eftir breytingar. Vonum að það taki Middlesbrough í það minnsta 90 mínútur að hressast. Lesa meira