Leikjadagskrá Slúður

Heitasta slúðrið og leikjadagskrá næsta tímabils

Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:

Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi[footnote]Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar[/footnote]]:

  • Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
  • Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
  • Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
  • Jólatörnin er hin sæmilegasta.
  • Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.

Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur. Lesa meira

Félagaskipti Pistlar Slúður

Sami innkaupalistinn í fimm ár

Í grein Miguel Delaney um komandi stjóra Manchester United segir hann að Mourinho muni fá meiri völd yfir leikmannakaupum en hann hefur nokkru sinni haft. Í greininni segir.

Mourinho wants two defenders, a commanding central midfielder, a fast winger to facilitate attacking football and a mobile striker

Þetta eru fimm leikmenn. Bókstaflega hálft lið. Og það sorglega? Þetta er sami innkaupalisti og hefur verið á borði United stjóra í fimm ár. Lesa meira

Æfingaleikir Slúður

Framtíð Louis van Gaal + United fer til Kína

Við höfum ansi athyglisverða sögu að segja ykkur, lesendur góðir. Þannig vill til að maður sem einn okkar þekkir ágætlega sat ráðstefnu í Basel um helgina og þar sat við hliðina á honum maður einn hollenskur. Byrjuðu þeir að tala saman og fljótlega barst talið að Manchester United. Sagðist þá sessunautur okkar manns vera góðvinur Louis van Gaal til 40 ára.

Ræddu þeir um stöðu mála hjá United og Hollendingurinn sagði að Louis van Gaal hafi sagt sér eftirfarandi: Lesa meira

Félagaskipti Opin umræða Slúður

Lokadagur félagaskiptagluggans

23.00 Lok, lok og læs.

21.40 Munið það sem við sögðum um Omar Elabdellaoui áðan? Gleymið þið því, hann er ekki á leiðinni samkvæmt þessum blaðamanni BBC.

Omar Elabdellaoui's agent has told me he is not joining Man Utd in this window. #mufc

— Saj Chowdhury (@SajChowdhury) February 1, 2016 Lesa meira