Leikmenn Pistlar

Andreas Pereira – Leikmaður til að fylgjast með

View image | gettyimages.com

Andreas Pereira kom til Manchester United 15 ára gamall frá PSV árið 2011. Þá var hann belgískur unglingalandsliðsmaður. Reyndar skrifaði hann ekki undir samning fyrr en í janúar 2012 vegna reglna um alþjóðleg félagaskipti. Hann lék sinn fyrsta U-18 leik gegn Sheffield Wednesday í apríl það ár. Pereira lék allt í allt 3 leiki það tímabilið.

Tímabilið á eftir lék hann 20 leiki og skoraði 5 mörk. Nokkur tækifæri komu frá varaliðinu eða U-21 liðinu eins og það heitir núna. Pereir skrifaði svo undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í janúar 2013. Lesa meira

Landsleikir Leikmenn Slúður

Eitt og annað

Það eina sem er að frétta er að það er eiginlega ekkert að frétta.

*uppfært* Og þó. Þetta var að gerast:

Dani Alves hefur verið sterklega orðaður við United á undanförnum vikum en nú er ljóst að af því verður ekki. Einhverjir munu anda léttar en þarna er þó á ferðinni góður leikmaður sem vissulega hefði styrkt United. Miðað við sögusagnir sem hafa verið í gangi frá því í janúar er alveg á krystaltæru að félagið er að leita sér að nýjum hægri bakverði. Nú er spurningin hvort að menn snúi sér aftur að Nathaniel Clyne? Hann hefur verið sterklega orðaður við United í allan vetur en áhuginn á víst að hafa kólnað, ef til vill vegna þess að menn töldu sig geta nælt í Alves?   Lesa meira

Yngri liðin

Markasúpa

Úr því að við erum ekki upptekin við að horfa á Meistaradeildina er ágætt að hræra hér smá markasúpu.

U21 liðið spilaði við Blackburn í kvöld og stillti upp sterku liði  Lindegaard, Janko, Thorpe, J. Evans, Vermijl, Herrera, Pearson, Harrop, Pereira, W. Keane, Januzaj.

Skemmst er frá að segja að United vann 5-0 með mörkum frá Will Keane, Herrera, Pereira og tveimur frá Joe Rothwell og hér koma mörkin: Lesa meira