Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Enska úrvalsdeildin