• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Daniel James

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 Newcastle United

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 21. febrúar, 2021 | 8 ummæli

Slæmar fréttir bárust í hádeginu fyrir leikinn þar sem tilkynt var að þrír úr þjálfarateyminu væru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Þeir ferðuðust ekki með liðinu til Ítalíu og því smitast á Englandi. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikurinn færi fram. Inn í teymið fyrir leikinn komu Mark Dempsey aðaliðs þjálfari og Nicky Butt þjálfari U-23 liðsins. Ekkert hefur verið tilkynt um líðann þeirra sem eru smitaðir né hverjir það eru. Lesa meira

Efnisorð: Bruno Fernandes Daniel James Marcus Rashford Newcastle United Shola Shoretire 8
Enska úrvalsdeildin

Real Sociedad 0:4 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. febrúar, 2021 | 3 ummæli

Liðið í dag er svona

26
Henderson
27
Telles
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
21
James
11
Greenwood

Varamenn: De Gea, Grant, Lindelöf, Tuanzebe, Shaw, Williams, Mata 83., Matic 60., Amad 83. , Martial 69., Shoretire

Lið Real Sociedad

Remiro
Monreal
Zubeldia
Normand
Zaldua
Merino
Illarramendi
Silva
Oyarzabal
Isak
Januzaj

Þessi leikur byrjaði af meira fjöri en flest allir leikir. Það komu þrjú færi á fyrstu 132 sekúndunum, fyrst átti Januzaj ágætt skot utan teigs, framhjá, United fór upp í sókn og Rashford var kominn allt í einu einn á móti markmanni en tókst að skjóta beint á hann og þá var komið að Real Sociedad að sækja og komast innfyrir en Dean Henderson varði skot Alexander Isak í horn. Lesa meira

Efnisorð: Amad Diallo Bruno Fernandes Daniel James Marcus Rashford 3
Djöflavarpið

Djöflavarpið 84. þáttur – Maradona, enginn betri

Magnús Þór skrifaði þann 26. nóvember, 2020 | 1 ummæli

Maggi, Björn, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru yfir leikina gegn WBA og Başakşehir. Fórum svo yfir fréttir um þrepaskiptinguna sem ræður því hvort lið fái að hleypa inn áhorfendum eða ekki. Einnig minntumst við Diego Maradona sem lést í vikunni og fórum að lokum yfir slúður vikunnar.

 

Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum: Lesa meira

Efnisorð: Alex Telles Bruno Fernandes Daniel James Diego Maradona Donny van de Beek Edinson Cavani Hakan Çalhanoğlu Istanbul Başakşehir Nemanja Matic Paul Pogba VAR West Bromwich Albion 1
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 4:1 Istanbul Başakşehir

Magnús Þór skrifaði þann 24. nóvember, 2020 | 2 ummæli

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór ágætlega af stað að hálfu Manchester United. Liðið var ekki endilega að spila stórkostlega en það virtist ágætt flæði á sóknarleik liðsins. Á 7. mínútu tók Alex Telles hornspyrnu sem Alexandru Epureanu miðvörður Başakşehir hreinsaði klaufalega úr teig gestanna og þar var Bruno Fernandes mættur og negldi boltanna í markið og markvörðurinn átti ekki séns á að verja. Nokkrum mínútum síðar virtist Marcus Rashford hafa tvöfaldað forystu United en við nánari athugun reyndist hann rangstæður. Á þessum kafli voru United menn orðnir beittir og greinilega með blóðbragð í munninum. Á 19. mínútu átti Telles aftur fyrirgjöf en í þetta skipti misreiknaði markvörðurinn boltann og Bruno Fernandes var aftur mættur og skoraði þægilega og United komið með tveggja marka forystu. Kortéri síðar var brotið á Marcus Rashford inni í teig og eftir VAR-skoðun var dæmd vítaspyrna á gestina og fékk Rashford leyfi frá Bruno til að framkvæma spyrnuna. Rashford tók nett Pogba aðhlaup að boltanum en skoraði svo örugglega og United leiddi í hálfleik 3:0. Lesa meira

Efnisorð: Alex Telles Bruno Fernandes Daniel James Marcus Rashford 2
Djöflavarpið

Djöflavarpið 78. þáttur – Tímabilið gert upp

Magnús Þór skrifaði þann 17. ágúst, 2020 | 10 ummæli

Maggi,Friðrik, Bjössi og Halldór settust niður og gerðu tímabilið hjá United. Meðal þess sem var rætt voru mestu vonbrigði, bestu og efnilegustu leikmennirnir, stjóranum gefin einkunn ásamt smá slúður umræðu.

Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Bruno Fernandes Daniel James David de Gea Dean Henderson Harry Maguire Jadon Sancho Marcus Rashford Mason Greenwood Ole Gunnar Solskjær Slúður Uppgjör Victor Lindelöf 10
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Chelsea 0:0 Manchester United
  • Elías um Chelsea 0:0 Manchester United
  • Einar Ingi Einarsson um Chelsea 0:0 Manchester United
  • Helgi P um Chelsea 0:0 Manchester United
  • gummi um Chelsea 0:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress