• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Everton

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Everton

ellioman skrifaði þann 10. febrúar, 2013 | 14 ummæli

12 stig!! Það verður nú ekki sagt annað en að það var alveg yndislegt að horfa liðið ná tólf stiga forskoti á City með tvö núll sigri á Everton í dag. Og það skemmir ekki fyrir að næsti deildarleikur United er gegn QPR á meðan City neyðist til að taka á móti Chelsea.

Ferguson stillti liðinu upp svona:

De Gea

Rafael Vidic Evans Evra

Valencia Jones Cleverley Giggs

Rooney van Persie Lesa meira

Efnisorð: Everton Leikskýrslur 14
Enska úrvalsdeildin

Liðið gegn Everton

Björn Friðgeir skrifaði þann 10. febrúar, 2013 | 11 ummæli

Liðið er svona:

De Gea

Rafael Vidic Evans Evra

Valencia Jones Cleverley Giggs

Rooney van Persie

Varamenn: Amos, Anderson, Smalling, Hernandez, Carrick, Nani, Welbeck

Jones settur í destroyer stöðu á miðjunni til að taka á Fellaini án efa. Ekkert gefið eftir í framlínunni eða vörninni, Rio kemur inn á móti Real. Carrick á bekknum ef þarf, en vonandi verður þetta þannig að hægt verður að taka menn útaf til að hvíla. 12 stigin verða að verða að veruleika! Koma svo Lesa meira

Efnisorð: Everton Liðsuppstilling 11
Enska úrvalsdeildin

Everton á Old Trafford

ellioman skrifaði þann 9. febrúar, 2013 | 18 ummæli

Déjà vu? Það var það fyrsta sem ég hugsaði er ég sá United sigra Fulham 1:0 um síðustu helgi og ná 9 stiga forskoti á City, sem gerði 2:2 jafntefli gegn Liverpool. Af hverju Déjà vu spyrjið þið kannski? Nú vegna þess að næsti leikur er gegn Everton á Old Trafford!

Fyrir þá sem eru búnir að gleyma, á síðasta tímabili var United með 6 stiga forskot á City þegar Everton kom í heimsókn á Old Trafford. United leiddi leikinn 4-2 (með mörkum frá Rooney (2), Welbeck og Nani) og tuttugu mínútur eftir á leikklukkunni. Sigurinn og þrjú stig nánast komin í hús. En svo gerist það. Á þriggja mínútu kafla nær Everton að gera hið ómögulega, þeir skora tvö mörk og stela sigrinum af United. Það þýddi að munurinn á milli United og City fór niður í 3 stig sem var sérstaklega slæmt þar sem City var með betri markatölu og United átti eftir að spila á Etihad. Flestir eru sammála um að þarna hafi verið vendipunkturinn á síðasta tímabili er City náði titlinum af United. Ef einhver hefur svo áhuga að sjá það helsta úr þessum hörmungarleik, þá er hér eitt jútúb vídeó sem reddar því. Lesa meira

Efnisorð: Everton Upphitun 18
Enska úrvalsdeildin

Everton 1:0 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 21. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Nú er fyrsta leik okkar manna á þessu tímabili lokið og ekki voru úrslitin neitt til að hrópa húrra yfir. Það var óþolandi að sjá að okkar menn höfðu engin ráð við Fellaini sem virðist alltaf eiga sína bestu leiki gegn okkur, það kom því ekki á óvart að hann skyldi skora gegn okkur. Everton áttu hættulegri færi en við vorum meira með boltann en virtumst alltaf eiga erfitt með að koma honum framhjá fyrsta manni hjá þeim. Nokkrir af okkar mönnum voru ekki uppá sitt besta í þessum leik, Nani sem er frábær oft á köflum en svo koma leikir þar sem hann tekur alltof margar rangar ákvarðanir með boltann, vantar meiri stöðugleika. Wayne Rooney átti ekki góðan leik, virkaði þreyttur og úr æfingu, reyndar man ég ekki eftir því að hann hafi átt góðan leik á Goodison Park og þessi leikur var svo sannarlega engin undantekning. Þessir tveir leikmenn ollu mér vonbrigðum í þessum leik þó svo að aðrir hafi líka verið undir getu. Michael Carrick sem að meðtöldum Antonio Valencia sem voru að spila úr stöðu voru ekki jafn beittir og á síðustu leiktíð. Lesa meira

Efnisorð: Everton Leikskýrslur 1
Enska úrvalsdeildin

Byrjunarliðið gegn Everton

Sigurjón skrifaði þann 20. ágúst, 2012 | Engin ummæli

Jæja, fyrsti leikur tímabilsins, gegn Everton, að fara í gang eftir rúman klukkutíma og liðið er auðvitað klárt. Kíkjum á:

De Gea

Valencia Carrick Vidic Evra

Scholes Cleverley

Nani Kagawa Welbeck

Rooney

Stærstu fréttirnar eru þær að Ferguson velur Welbeck framyfir Van Persie. Það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart, það er ekki óvenjulegt að glænýir menn byrji á bekknum. Hinsvegar, þegar við erum að tala um menn af þeirri stærðargráðu sem Van Persie er þá bjóst maður nú við því að sjá hann frammi með Rooney. Eins og flestir vita er varnarlínan hjá okkur frekar lömuð þessa dagana þannig að Valencia er í hægri bakverði og Carrick frontar svo vörnina með Vidic (sem er frábært að sjá aftur í liðinu!). Þar sem Carrick er dottinn í vörn þá falla Shcoles og Cleverley aðeins aftar á völlinn, og síðan eru Nani, Kagawa og Welbeck þar sem við könnumst við þá. Lesa meira

Efnisorð: Everton Liðsuppstilling 0
  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 5
  • Page 6
  • Page 7

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress