Enska úrvalsdeildin

Leikmaður ársins

Lokahóf Manchester United var haldið í gærkvöldi, að venju fyrir lok tímabilsins.

Unglingaliðsleikmaður ársins var valinn Angel Gomes. Kemur engum á óvart, er skærasta stjarnan í unglingaliðinu þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Lenti í meiðslum undir lok tímabilsins en ég þori að veðja að við sjáum hann í meistaraflokkshóp á næsta ári, í það minnsta einu sinni Lesa meira

Evrópudeildin

Manchester United 2:1 Anderlecht

Manchester United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Framlengingu þurfti til í seinni leiknum en að lokum náði Manchester United 2-1 sigri. Dregið verður í undanúrslitin klukkan 11:00 á morgun.

Liðið sem hóf leikinn fyrir Manchester United var svona:

20
Romero
23
Shaw
5
Rojo
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
16
Carrick
19
Rashford
22
Mkhitaryan
14
Lingard
9
Ibrahimovic

Varamenn: De Gea, Blind (23′), Herrera, Fellaini (60′), Young, Martial (91′), Rooney.

Byrjunarlið gestanna frá Belgíu var þannig skipað: Lesa meira

Evrópudeildin

Rostov 1:1 Manchester United

Fyrir leikinn talaði ég um að ég myndi glaður þiggja steindautt, markalaust jafntefli ef það þýddi að allir leikmenn kæmust meiðslalausir frá þessum leik. Aðstæðurnar voru vægast sagt ömurlegar og varla boðlegar fyrir leik í svona keppni. Enda fór það svo að leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs. En Manchester United náði útivallarmarki og komst meiðslalaust frá leiknum eftir því sem við best vitum. Það verður að teljast gott í ljósi aðstæðna. Lesa meira