• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Kieran McKenna

Yngri liðin

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:3

Runólfur Trausti skrifaði þann 4. október, 2016 | Engin ummæli

Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.

Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.

  • James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
  • Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
  • Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
  • Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
  • Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.

U23 ára liðið

Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.

Eftir það unnu þeir Derby Derby 3-2 með tveimur mörkum frá Scott McTominay og Josh Harrop. Lesa meira

Efnisorð: Akademían Kieran McKenna u23 0
Yngri liðin

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:2

Runólfur Trausti skrifaði þann 7. september, 2016 | 3 ummæli

Síðan síðasti pistill um yngri liðin var birtur hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Leikmanna hreyfingar

Fyrst er að nefna þá leikmenn sem hafa yfirgefið U23 ára leikmannahóp félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaði þann 1. september. Þeir eru eftirfarandi:

  • Adnan Januzaj til Sunderland (lán)
  • Andreas Pereira til Granada á Spáni (lán)
  • James Wilson til Derby County (lán)
  • Cameron Borthwick-Jackson til Wolves (lán)
  • Joel Pereira til Belenense (lán)
  • Dean Henderson til Grimsby Town (lán)
  • Tyler Blackett til Reading (seldur)
  • Will Keane til Hull City (seldur)
  • James Weir til Hull City (seldur)

Við hér á Rauðu djöflunum munum svo fylgjast með hvernig þeim leikmönnum sem eru á láni farnast á nýjum vettvangi. Januzaj er til að mynda nú þegar búinn að spila fleiri leiki fyrir Sunderland en hann gerði fyrir Borussia Dortmund en hann var á láni þar í fyrra. Lesa meira

Efnisorð: Axel Tuanzebe Kieran McKenna Nicky Butt Regan Poole 3

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Theodór um Fyrsta lið vetrarins!
  • Snjómaðurinn ógurlegi um Fyrsta lið vetrarins!
  • Arni um Fyrsta lið vetrarins!

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress