Þá er búið að gefa út leikjadagskrána fyrir ensku úrvalsdeildina tímabilið 2017/18. Að venju er skemmtilegt að rýna í hana og sjá hvernig þetta spilast fyrir liðin, ekki síst fyrir okkar lið. Því miður fær Manchester United ekki tækifæri á að verja Samfélagsskjöldin að þessu sinni en tímabilið hjá United hefst þriðjudaginn 8. ágúst í ofurbikar Evrópu, þar sem Manchester United mætir Real Madrid í Skopje í Makedóníu. Enska deildin hefst svo helgina eftir það. Leikjadagskráin hjá Manchester United er annars á þessa leið:
Leikjadagskrá