• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Leikskýrslur

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:2 Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 25. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Fyrsta heimaleiknum er lokið með sigri okkar manna á spræku Fulham liði. Þetta leit ekki vel út í byrjun þegar Damien Duff kom gestunum yfir á 3. mínútu. En markið var ákveðið spark í rassgatið fyrir heimamenn sem tóku öll völd á vellinum. Patrice Evra átti fyrirgjöf sem virkaði frekar misheppnuð en Robin van Persie afgreiddi hana glæsilega framhjá Mark Schwarzer. Eftir það róaðist leikurinn örlítið en United var samt meira með boltann. Shinji Kagawa skoraði svo auðvelt mark eftir mistök frá Schwarzer sem varði skot Tom Cleverley beint í fætur Japanans sem gat ekki annað en skorað. Bakvörðurinn Rafael var mjög duglegur í sóknarleiknum í dag skoraði svo mark sem var dæmt af vegna rangstæðu réttilega en tæpt. Skömmu seinna átti Ashley Young fyrirgjöf sem Rafael af öllum mönnum skallaði í markið og United komnir í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik. Lesa meira

Efnisorð: Fulham Leikskýrslur 1
Enska úrvalsdeildin

Everton 1:0 Manchester United

Magnús Þór skrifaði þann 21. ágúst, 2012 | 1 ummæli

Nú er fyrsta leik okkar manna á þessu tímabili lokið og ekki voru úrslitin neitt til að hrópa húrra yfir. Það var óþolandi að sjá að okkar menn höfðu engin ráð við Fellaini sem virðist alltaf eiga sína bestu leiki gegn okkur, það kom því ekki á óvart að hann skyldi skora gegn okkur. Everton áttu hættulegri færi en við vorum meira með boltann en virtumst alltaf eiga erfitt með að koma honum framhjá fyrsta manni hjá þeim. Nokkrir af okkar mönnum voru ekki uppá sitt besta í þessum leik, Nani sem er frábær oft á köflum en svo koma leikir þar sem hann tekur alltof margar rangar ákvarðanir með boltann, vantar meiri stöðugleika. Wayne Rooney átti ekki góðan leik, virkaði þreyttur og úr æfingu, reyndar man ég ekki eftir því að hann hafi átt góðan leik á Goodison Park og þessi leikur var svo sannarlega engin undantekning. Þessir tveir leikmenn ollu mér vonbrigðum í þessum leik þó svo að aðrir hafi líka verið undir getu. Michael Carrick sem að meðtöldum Antonio Valencia sem voru að spila úr stöðu voru ekki jafn beittir og á síðustu leiktíð. Lesa meira

Efnisorð: Everton Leikskýrslur 1
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 60
  • Go to page 61
  • Go to page 62

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Helgi P um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Hjöri um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Gummi um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag
  • Arni um Velkominn í enska boltann, hr. Ten Hag

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress