• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Zorya Luhansk í heimsókn á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. september, 2016 | 1 ummæli

manchester-united-zorya-luhanskAnnar leikur United í Evrópudeildinni verður á morgun þegar úkraínska liðið Zorya Luhansk kemur í heimsókn. Zorya, eða Dögun, er frá Luhansk austast í Úkraínu þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum og eru því útlagar í dag, þurfa að spila heimaleiki sína fjarri Luhansk.

Liðið er ekki það sigursælasta í Úkraínu enda bæði Dinamo Kyiv og Shakhtar Donetsk frægari og betri. Þetta er þó þriðja árið í röð sem þeir eru í Evrópudeildinni, en í fyrsta skiptið sem liðið kemst í riðlakeppnina. Liðið er að standa sig ágætlega núna, eru í öðru sæti í deildinni eftir níu leiki, á eftir Shakhtar en undan Dinamo. Í fyrsta leiknum í Evrópudeildinni gerðu þeir 1-1 jafntefli á „heimavelli“ í Odessa. Simon Kjær jafnaði leikinn fyrir Fenerbahçe á 95. mínútu. Leikmenn Zorya eru flestir lítt þekktir og enginn umfram annan sem þarf að taka eftir. Eftir streð United í Evrópukeppnum undanfarin ár er þó fjarri því að það þýði að leikurinn á morgun verði auðunninn fyrir United.

Embed from Getty Images

Eftir opna æfingu United í morgun og fréttamannafund Mourinho er ljóst að það er keppt að sigri. Zlatan byrjar en annars er meira vitað hverjir eru frá. Phil Jones er enn meiddur og Luke Shaw missti af æfingunni vegna veikinda. Rooney er að auki að glíma við bakmeiðsli og verður ekki með, en flestar fréttir fyrst í dag gerðu ráð fyrir að Rooney spilaði á morgun en ekki um helgina. Einn er sá leikmaður United sem þekkir Zorya betur en aðrir  Henrikh Mkhitaryan spilaði gegn þeim á árum sínum hjá Shakhtar og þekkir leikmenn þeirra, en hann verður i besta falli á bekknum.

Ég ætla því að spá sterku liði þó einhverjar breytingar verði. Erfiðast finnst mér að spá miðjunni en vona hreinlega að Pogba fái að hvíla

1
De Gea
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
24
Fosu-Mensah
16
Carrick
21
Herrera
11
Martial
8
Mata
18
Young
9
Ibrahimović

Leikurinn á morgun hefst kl 19:05

1

Reader Interactions

Comments

  1. Bjarni says

    29. september, 2016 at 16:46

    Heimta mörk og sigur, over and out.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress