• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Crystal Palace

Magnús Þór skrifaði þann 21. maí, 2017 | 8 ummæli

Það var fallegt sumarveður í Manchesterborg í dag. Sólin skein og andrúmsloftið á Old Trafford var jákvætt. José Mourinho var búinn að gefa það út að rjóminn af yngri leikmönnum félagsins myndu fá tækifæri til að spila á þessum magnaða heimavelli. Gengið í deildinni í vetur var ekkert annað hörmung en samt var allt svo jákvætt eitthvað í dag.

Embed from Getty Images

Manchester United byrjaði þennan leik gríðarlega vel en þetta var yngsta byrjunarlið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ungu strákarnir voru staðráðnir í því að sýna hvað í þeim býr. Það tók ekki langan tíma fyrir United að brjóta ísinn en Josh Harrop skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United á 15.mínútu með nettum tilþrifum eftir geggjaða utanfótarsendingu frá Paul Pogba. Pogba skoraði svo sjálfur fjórum mínútum síðar eftir mistök hjá varnarmanni Crystal Palace. Virkilega gaman að horfa á þetta United lið í þessum leik sem var nokkurn veginn það sem gestirinir frá Lundúnum gerðu í dag. Demetri Mitchell heillaði mig mikið í dag en hann lék í vinstri bakverðinum.

Embed from Getty Images

Mourinho gerði tvær breytingar fyrir leikhlé en Anthony Martial og Michael Carrick leystu þá Jesse Lingard og Paul Pogba af hólmi sem munu greinilega leika gegn Ajax á miðvikudag og er vonandi Pogba verði í sama gírnum þá og hann var í dag. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 2:0 United í vil.

Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri en United hélt fullri stjórn á leiknum og satt best að segja þá hafði Palace ekki að neinu að keppa í dag og var það frekar augljóst. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað í seinni hálfleiknum sem Joel Pereira í markinu varði helvíti vel.

Embed from Getty Images

Á 87.mínútu var fyrirliðinn Wayne Rooney tekinn af velli og fékk standandi lófaklapp frá áhorfendum og er ansi líklegt að þetta hafi verið hans síðasti leikur á Old Trafford. Að minnsta kosti sem leikmaður Manchester United. Sá sem kom í hans stað var ungstirnið Angel Gomes sem varð yngsti leikmaður Manchester United frá árinu 1956 en þá lék David Gaskell sem er sá yngsti frá upphafi.

Embed from Getty Images

Lokatölur 2:0 fyrir Manchester United.

Embed from Getty Images

Embed from Getty Images

Embed from Getty Images

40
J.Pereira
35
Mitchell
4
Jones
3
Bailly
24
Fosu-Mensah
6
Pogba
38
Tuanzebe
10
Rooney
39
McTominay
14
Lingard
46
Harrop

Bekkur: O’Hara, Blind, Carrick (Pogba), Willock, Dearnley, Gomes (Rooney), Martial (Lingard).

Efnisorð: Angel Gomes Crystal Palace Joel Pereira Josh Harrop Leikskýrslur Paul Pogba Wayne Rooney 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Auðunn S says

    21. maí, 2017 at 14:37

    Langt síðan það hefur verið svona gaman að horfa á liðið.
    Ps. Darren Fletcher var að leggja upp mark fyrir J. Evans.

    9
  2. 2

    DMS says

    21. maí, 2017 at 14:45

    Ætli þetta þýði þá að Smalling og Blind byrji í vörninni gegn Ajax?

    1
  3. 3

    Karl Gardars says

    21. maí, 2017 at 17:25

    Mitchell, Pogba og Harrop báru af. Bailly, Jones og Lingard voru fínir en mér fannst miðjan ansi varnarsinnuð á köflum sem kom þó ekki að sök þegar færin eru nýtt.
    Góður leikur og allt jákvætt við þetta.

    3
  4. 4

    Auðunn says

    21. maí, 2017 at 23:03

    Verð fyrir vonbrigðum ef Blind spilar sem miðvörður gegn Ajax.
    Hann gæti lent í vandræðum með hraða sóknarmenn Ajax og svo er heill Jones alltaf miklu betri miðvörður.
    Sá ekki þennan leik og get því ekki tjáð mig nema um það sem ég sá í MOTD.
    Góð mörk og mikilvægt að vinna upp á móralinn og sjálfstraustið fyrir miðvikudaginn kemur.
    Tók eftir því að bæði Lineker og Shearer töluðu um að Mourinho væri orðin grumpy.
    Ætli það sé stemmning í UK þegar að honum kemur?
    Ekki gott fyrir United að The Special one sé að breytast í The Grumpy one.

    3
  5. 5

    Runar says

    21. maí, 2017 at 23:26

    Auðvita er The Special One grumpy.. maðurinn hefur meiri metnað en 6. sætið og ég er viss um að hann verði miklu betri næsta vetur

    1
  6. 6

    Auðunn says

    22. maí, 2017 at 08:45

    Það er gott og gilt að hafa metnað og vera ósáttur við stöðu mála í deildinni.
    Samt óþarfi að væla 5 x í viku yfir sömu hlutunum þegar er í besta jobbi í heimi.

    2
  7. 7

    Halldór Marteins says

    22. maí, 2017 at 12:56

    Fróðleiksmoli dagsins:

    Josh Harrop komst í gær í sérstakan hóp leikmanna í sögu félagsins, nefnilega leikmenn sem skoruðu í fyrsta leiknum sem þeir spiluðu fyrir aðalliðið.

    Eftir því sem ég kemst næst eru 108 leikmenn í þessum merka félagsskap. Liðið er líka á skemmtilegu rönni því í 12. skiptið í röð er leikmaður sem skorar í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í sigurliðinu, alveg síðan Wayne Rooney skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

    Þessir 12 síðustu til að skora í sínum fyrsta leik voru:
    Josh Harrop
    Zlatan Ibrahimovic
    Marcus Rashford
    Anthony Martial
    James Wilson
    Alexander Buttner
    Nick Powell
    Javier Hernandez
    Federico Macheda
    Henrik Larsson
    Kieran Lee
    Wayne Rooney

    Eins og sjá má á þessum lista er ekki sjálfgefið að þessum árangri fylgi gæfuríkur ferill hjá Manchester United. En þetta er allavega eins góð byrjun og hægt er að biðja um.

    Rashford og Wilson skoruðu báðir 2 mörk í sínum fyrsta leik, það hafði ekki gerst síðan Paul Scholes skoraði 2 í sínum fyrsta leik, gegn Port Vale í september 1994.

    Þá lít ég auðvitað framhjá afreki Wayne Rooney sem kom þarna í millitíðinni en hann er í afar sérstakri elítu þeirra leikmanna sem hafa skorað þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Aðeins tveir leikmenn eru í þeim flokki, Wayne Rooney og Charles Sagar. Sagar spilaði sinn fyrsta leik 2. september 1905 og skoraði þrennu gegn Bristol City. Hann spilaði bara 2 tímabil með Manchester United og skoraði 24 mörk í 33 leikjum.

    1
  8. 8

    Runar says

    22. maí, 2017 at 13:09

    Sammála Auðun, þetta væl í honum er orðið vel þreytt, en það er víst partur af Móra

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress