• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Swansea á morgun: Hvað gera Gylfalausir Svanir

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. ágúst, 2017 | 3 ummæli

Swansea - Manchester United

Í hádeginu morgun er það ferð til Wales sem er á dagskránni. Í fyrradag lauk einni af lengstu sölusögum sumarsins og þeirri sem Íslendingar fylgdust mest með þegar Swansea seldi sinn besta mann, Gylfa Sigurðsson, fyrir 45 milljónir punda til Everton. Þeir hafa augljóslega ekki náð að koma þeim peningum í lóg og verða því veikari en ella gegn United.

Gylfi hefur verið duglegur að skora gegn liðinu sem hann heldur með og um tíma gekk Swansea mjög vel gegn United, unnu þrjá leiki í röð 2014 og 2015 en síðan unnust tveir. Leikurinn í vor var hins vegar enn eitt jafnteflið á jafnteflisvetrinum mikla og það var auðvitað Gylfi sem skoraði mark Swansea.
Embed from Getty Images
Það er ekki bara Gylfi sem verður ekki í liði Swansea á morgun, heldur eru Fernando Llorente, Ki Sung-Yeung og Nathan Dyer líka frá vegna meiðsla. Það verður því 19 ára lánsmaðurinn frá Chelsea, Tammy Abraham sem verður fremsti maðurinn í víglínu Swansea. Eini maðurinn sem þeir hafa bætt við sig að ráði er Roque Mesa, 28 ára miðjumaður frá Spáni sem var ekki með í fyrsta leik Swansea, dræmu 0-0 jafntefli gegn Southampton á St Mary’s. Búast má við Swansea óbreyttu úr þeim leik, og því er þetta sams konar lið og rétt slapp við fall í fyrra, að Abraham frátöldum. Reyndar gekk Swansea þokkalega í síðustu upphitunarleikjunum, unnu B-deildarlið Birmingham 2-0 og síðan Sampdoria auðveldlega 4-0.

Fabiański
Olsson
Mawson
Fernández
Naughton
Carroll
Britton
Fer
Ayew
Routledge
Abraham

Það er óhætt að segja að brúnin hafi lyfst verulega á stuðningsmönnum United um síðustu helgi. Öruggur sigur, og flott spilamennska.

As requested – all the angles of @RomeluLukaku9's opener v West Ham! pic.twitter.com/7E6cWgbxhw

— Manchester United (@ManUtd) August 17, 2017

Nú er að halda verkefninu áfram og sýna að þetta hafi ekki verið tilviljun. Fyrstu sex leikir tímabilsins eru allir gegn liðum sem voru utan við efstu sex sætin á síðasta tímabili og því leikir sem, á pappír, eiga að vinnast. Það verður fljótt að fara loftið úr blöðrunni ef ekki gengur sem skyldi, og skemmst að minnast síðasta tímabils þegar fyrstu þrír leikirnir unnust vel en síðan kom tapið gegn City og strax í kjölfarið tap gegn Watford. Nú, og jafnvel þó allir þessir leikir í ágúst og september vinnist má alveg minnast á City sem unnu eins alla leiki í ágúst og september í fyrra, þar með talið United leikinn og farið að tala um þá sem ósigrandi, sem varð síðan síður en svo raunin.

Allt þetta er auðvitað bara til að koma okkur aðeins niður á jörðina eftir frábæran síðasta leik. Frammistaðan um síðustu helgi vinnur ekki leikinn á morgun og það er langur vetur framundan.

En: ef þetta lið hér spilar eins og það á að geta þá á ekki að vera vafi á því að liðið sigrar Swansea.

1
De Gea
17
Blind
4
Jones
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
31
Matić
19
Rashford
22
Mkhitaryan
8
Mata
9
Lukaku

Ég spái óbreyttu liði, það verður þannig gegn minni liðum að Ander Herrera verður á bekk en sóknarþunginn aukinn. Það eru engin meiðsli í gangi utan langtímameiðslanna og miðað við að Young og Shaw tóku vel á því í sex á móti sex æfingaleik á Old Trafford eftir leikinn um síðustu helgi er meira að segja að styttast í þá. Haustleikir þegar vika er á milli leikja og enginn meiddur að ráði eru góðir tímar.

Embed from Getty Images

Þessi leikur á morgun er samt strax gríðarmikilvægur. Fyrsti leikurinn sló tóninn og ef United nær svipaðri frammistöðu á morgun þá myndi það auka á sjálfstraust leikmanna og sýna að United sé í alvöru á leiðinni til baka. Það fær enginn að tala of digurbarkalega þegar ég heyri til um hvers má vænta í lok tímabils þó vel gangi núna, en hitt er jafn víst að ef töp og jafntefli fara að sýna sig eins og á síðasta tímabili þá verður erfitt að rífa liðið upp á ný. Sigurleikur gefur hins vegar þrjú stig og það er aldrei að vita hvaða máli þau skipta þegar upp er staðið. Það er enginn að fara að vanmeta Swansea, en alveg eins og að vinna West Ham örugglega á heimavelli í stað þess að gera jafntefli, þá eru leikir eins og leikurinn á morgun prófsteinn á lið sem ætlar sér að berjast um efstu sætin í deildinni.

Efnisorð: Swansea City Upphitun 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Björn Friðgeir says

    18. ágúst, 2017 at 12:45

    Blaðamannafundur í gangi, Mourinho segir að Shaw og Young muni spila með U23 liðinu á mánudaginn þarnæsta. Annars fátt, hann segist alveg sáttur þó ekki komi fleiri nýir

    6
  2. 2

    Halldór Marteins says

    18. ágúst, 2017 at 23:28

    Man ekki hvenær ég var síðast svona peppaður fyrir deildarleik. Vonandi nær liðið að byggja ofan á frammistöðuna frá því um síðustu helgi

    8
  3. 3

    einar__ says

    19. ágúst, 2017 at 09:45

    Nú verður vonandi Swansea grílan kveðin niður. Hálfgert bogey team fyrir United. Nú verður hefnt fyrir töpin *bæði* í deildinni fyrir Swansea í fyrra. 1-2 tap á Liberty og 1-2 tap á Old Trafford þökk sé Gylfa.

    Spái tæpum 0-1 sigri, Rashford með markið

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Helgi P um Crystal Palace 1:0 Manchester United
  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress