• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Swansea City 0:4 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. ágúst, 2017 | 11 ummæli

José Mourinho sá ekki frekar en stuðningsmenn United ástæðu til að breyta liðinu sem rústaði West Ham um síðustu helgi en það var Swansea sem sótti í byrjun. Fyrstu tilraunir þeirra voru stöðvaðar en á þriðju mínútu kom boltinn upp vinstra megin, Bailly hreinsaði beint í Ayew sem komst í gegn og alla leið inn í teig, De Gea fór út og bjóst við fyrirgjöf en Ayew vippaði boltanum framhjá honum og í slána. Stálheppnir þar United. Strax á næstu mínútu kom Lukaku í sókn, reyndi að renna boltanum á Rashford en vörnin blokkaði og viðstöðulaust skot Lukaku fór síðan framhjá.

Þrælspennandi byrjun á þessum leik, United tók flótlega öll völd og á 9. mínútu var komið að þeim að hitta slána, aukaspyrna Mata fór í öxlina á Phil Jones og í slána. Fremri miðlína United var eins og við var að búast mjög hreyfanleg, Rashford og Mkhitaryan birtust á köntunum til skiptis eftir því sem United reyndi að brjóta sér leið gegnum varnarvegg Swansea sem dró liðið alveg til baka þegar United var að sækja.

Embed from Getty Images

Það gekk samt ekki vel að komast gegnum 10 manna vörnina og Swansea reyndi alveg sitt til að sækja þegar þeim gafst tækifæri á. Paul Pogba fékk gult spjald um miðjan hálfleikinn fyrir groddalega tæklingu og mátti passa sig eftir það. Swansea fékk eiginlega hættulegra tækifæri en Unitd hafði fengið þegar Bartley skallaði framhjá eftir hornspyrnu, átti að gera betur þar. Ekki var það þó jafn gott og færið sem Markus Rashford fékk. Rashford fékk boltan af Swansea manni, óð inn í teig og reyndi að vippa yfir Fabianski en það fór bara beint á markmanninn. Afskaplega slakt það hjá Rashford.

United jók pressuna síðustu mínútur hálfleiksins og dældi inn fyrirgjöfum sem urðu sífellt hættulegri og ein slík gaf horn á síðustu mínútunni. Blind tók það frá vinstri, Pogba hamarskallaði boltann, Fabianski varði í slá og niður en Bailly var nógu vakandi til að fylgja á eftir og reka sólann í boltann og skora. Þó það hefði litið út fyrir það fór skallinn ekki inn þannig það var frábært hjá Bailly að fylgja svona vel á eftir. Frábær tímasetning fyrir Bailly að skora sitt fyrsta mark fyrir United.

Embed from Getty Images

United pressaði frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks en gekk sem fyrr ekkert of vel að skapa hættu. Stungusendingar inn á teiginn rötuðu á varnarmenn enda nóg´af þeim. Sóknir Swansea voru fáar en þegar þær komu voru þær fjarri því hættulausar. Jones og Bailly voru góðir en samt fékk til að mynda Abraham tækifæri á fríum skalla sem fór yfir, heppnir þar.

Swansea bætti í og voru hreinlega um tíma að sækja meira. Mourinho brást við með tvöfaldri skiptingu á 74. mínútu, Martial og Fellaini komu inná fyrir Rashford og Mata. Rashford hefur átt betri leiki, fann ekki samherja nógu oft og átti að skora þegar hann komst innfyrir í fyrri hálfleik.

En United hélt áfram að berja á vörn Swasnsea. United pressaði vel þegar liðið missti boltann og Martial gerði mjög vel að vinna boltann áfram á miðjunni, böðlaðist áfram, var næstum dottinn en þá var Mkhitaryan við hliðina á honum og fann Lukaku óvaldaðan í teignum með einfaldri sendingu. Lukaku gerði engin mistök og hamraði boltann í netið.

Embed from Getty Images

Leikurinn var síðan varla byrjaður aftur þegar United vann boltann á eigin vallarhelmingi, sóttu hratt og það endaði á að Mkhitaryan renndi inn á Pogba sem vippaði einfaldlega yfir Fabianski sem kom út og var kominn í jörðina.

Og þetta var ekki búið því United skoraði þriðja markið á fjórum mínútum. Swansea sótti, United hreinsaði, Lukaku tók botann á kassann, gaf fram og boltinn fór á Martial sem sótti hratt fram, inn í teig, gabbaði Mawson og skoraði með fallegu skoti.

Embed from Getty Images

Mkhitaryan fór útaf fyrir Herrera og United kláraði leikinn á rólegu nótunum.

Leikurinn breyttist þannig úr því að vera spennandi og taugatrekkjandi yfir í aðra völtun. Lokatölurnar eru ef til vill ferkar ósanngjarnar fyrir Swansea sem áttu færin til að skora og héldu United í skefjum í næstum 45 mínútur í fyrri hálfleik og næstum 80 í þeim seinni. En þetta var frábær sigur fyrir United, gáfust aldrei upp, og kláruðu þetta á endanum. Tveir leikir, tveir 4-0 sigrar í leikjum sem voru jafnteflisleikir í fyrra. Ekki hægt að biðja um meira

Mkhitaryan átti tvær glæsilegar stoðsendingar, Lukaku var gríðarsterkur og Pogba-Matic miðjan er frábær.

En það var hraðinn í liðinu sem kláraði þennan leik, frábært að sjá og United er að spila verulega skemmtilega þegar sá gállinn er á þeim!

Liðið var sem fyrr segir óbreytt

1
De Gea
17
Shaw
4
Jones
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
31
Matić
11
Martial
8
Mata
22
Mkhitaryan
9
Lukaku

en lið Swansea leit svona út

Fabianski
Mawson
Bartley
Fernández
Olsson
Carroll
Roque Mesa
Fer
Naughton
Ayew
Abraham
Efnisorð: Eric Bailly Henrikh Mkhitaryan Leikskýrslur Paul Pogba Romelu Lukaku 11

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    SHS says

    19. ágúst, 2017 at 11:48

    Veit einhver afhverju þessir velsku fæðingarhálfvitar baula á elsku Rashford okkar?

    1
  2. 2

    Sverrir says

    19. ágúst, 2017 at 12:32

    Var einmitt að pæla það sama. Finnst samt vanta smá bit í þetta.

    0
  3. 3

    EgillG says

    19. ágúst, 2017 at 13:15

    Leikur sem við höfðum misst í 1-1 í fyrra er slátrað núna. GGMU!!

    3
  4. 4

    Snorkur says

    19. ágúst, 2017 at 13:24

    Gæti nú alveg vanist þessum lokatölum ;)

    9
  5. 5

    Viðar says

    19. ágúst, 2017 at 13:35

    Þeir voru að baula á Rashford því hann tók netta dýfu þegar Swansea mætti United á Old Trafford á síðustu leiktíð

    Annars ekki leiðinlegt að vinna aftur 4-0!

    2
  6. 6

    Ívar Örn says

    19. ágúst, 2017 at 13:46

    Stuðningsmenn Swansea eru greinilega langræknir þar sem mér skilst að baulið hafi verið fyrir vítið sem hann fiskaði gegn þeim í nóvember í fyrra

    2
  7. 7

    Rúnar Þór says

    19. ágúst, 2017 at 13:47

    Ég er orðinn ógeðslega pirraður á Rashford. Hann bara neitar að nota vinstri. Hann fær fullt af færum þar sem allt er galopið vinstri fótur vinstra horn (t.d. í dag og á móti WH) en hann klúðrar því með að nota hægri í hitt hornið, böggar mig

    Martial á að byrja vinstra meginn í næsta leik (staðfest) búinn að skora í báðum og er bara betri á vinstri kantinum en Rashford sem er bestur sem framherji

    4
  8. 8

    Cantona no 7 says

    20. ágúst, 2017 at 01:17

    Snilld

    GG MU

    0
  9. 9

    Robbi Mich says

    20. ágúst, 2017 at 07:12

    Byrjar vel. 8-0 eftir tvo leiki. Svona á þetta að vera og heldur vonandi áfram. Sakna samt Herrera og vonandi fær Martial að byrja bráðlega.

    6
  10. 10

    Bjarni says

    20. ágúst, 2017 at 10:10

    Það munu allir fá séns í vetur og menn þurfa að vera klárir þegar kallið kemur. Þannig vinnum við leikina, á breiddinni. Liðið lítur vel út en hvernig bregst það við að lenda undir, það kemur fyrr eða síðar í ljós. Áfram með smjörið.

    1
  11. 11

    Björn Friðgeir says

    20. ágúst, 2017 at 13:58

    Það væri kraftaverk ef liðið færi meiðslalaust í gegnum veturinn, þannig að það er bara frábært að við séum með trausta menn á bekknum. Það verða líka nægir leikir til að rótera.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress