• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Everton og Wayne Rooney á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. september, 2017 | 4 ummæli

Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir.  Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.

Embed from Getty Images

Það hefði samt mátt búast við liði Ronald Koeman sterku í upphafi leiktíðar og þeir unnu Stoke í fyrsta leik. En það er ekki hægt að segja að leikjauppröðunin hafi verið góð við þá þvi næstu leikir voru jafntefli við Manchester City á útivelli, tap gegn Chelsea á Stamford Bridge og um síðustu helgi voru þeir rassskelltir af Tottenham á Goodison. Á fimmtudag fór liðið til Ítalíu og töpuðu þar 3-0 fyrir Atalanta. Og ofan á þessa erfiðu byrjun þurfa þeir nú að koma á Old Trafford og takast á við Lukaku og félaga hans. Það eru víst strax farnar að heyrast raddir sem vilja Koeman út en þegar horft er til andstæðinganna er erfitt að sjá hversu miklu betur liðinu hefði átt að ganga. En það eru víst ekki bara töpin heldur líka frammistaðan gegn Spurs og Atalantasem stuðar stuðningsmenn.

Embed from Getty Images

Það er því sært dýr sem mætir á Old Trafford á morgun og það er sýnd veiði en ekki gefin. Leikurinn gegn Stoke sýndi að United mun ekki fá allt upp í hendurnar í vetur. Meiðsli Pogba á þriðjudaginn bæta ekki úr skák þannig að þetta verður eftir allt saman alvöru prófsteinn á United liðið. Við sögðum það í sumar þegar Perišić var hvað mest í fréttum var eitt það helsta sem nefnt var að þar væri maður sem gæti komið inn í vinstri miðjustöðuna ef Pogba meiddist. Það varð ekkert af því og því verðum við að sjá til hvernig Mournho stillir upp.

Mín ágiskun er svona:

1
De Gea
36
Darmian
4
Jones
3
Bailly
18
Young
21
Herrera
31
Matić
11
Martial
27
Fellaini
8
Mata
9
Lukaku

Þrátt fyrir mistökin gegn Stoke halda Bailly og Jones stöðum sínum. Smalling mætti alveg fá að koma inn fyrir Jones samt. Tal Mourinho um Lindelöf sem miðjuvarnarmann er líklega ótímabært og ég býst við að Herrera fá loksins tækifærið. Marouane Fellaini á vel skilið sæti í byrjunarliði og það verður frekar Herrera sem dettur út en hann. Loks vil ég sjá Ashley Young halda áfram því sem hann byrjaði gegn Basel og taka bakvarðarstöðuna.

Lið Everton verður væntanlega með þrjá miðverði og vonandi verður pressa United nægileg til þess að þetta verði oftar 5-2-2-1 frekar en 3-4-2-1. Morgan Schneiderlin er búinn að vera slakur í haust og búist við að hann missi sæti sitt.

Pickford
Jagielka
Williams
Keane
Baines
Davies
Gueye
Martina
Rooney
Gylfi
Ramirez

Helsta hættan í þessu liði hlútur að vera Gylfi Sigurðsson og þau auðvitað fyrst og fremst úr föstum leikatriðum. Það myndi auðvitað engum koma á óvart ef Wayne Rooney ákvæði að spila eins og í gamla daga og gera United skráveifu. En United á að vera betra en Everton jafnvel án Paul Pogba og sigur á morgun er auðvitað skilyrðislaus krafa.

Ég er spenntur fyrir leiknum. Stoke kom okkur niður á jörðina eftir flotta byrjun og Basel var lítið meira en formsatriði. Á morgun er leikur sem við eigum að vinna en sem við vitum að getur reynst erfiður. Það eru sigrar í þannig leikjum sem sýna hvað í liði býr!

Efnisorð: Everton Gylfi Þór Sigurðsson Upphitun Wayne Rooney 4

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Keane says

    16. september, 2017 at 15:01

    👌

    0
  2. 2

    Bjarni says

    16. september, 2017 at 16:08

    Jæja góðir hálsar, city er mætt til leiks. Nú er bara að halda í við þá og sýna úr hverju við erum gerðir og vinna leikinn á morgun. Vona að Stoke leikurinn hafi verið góð áminning um að berjast þurfi fyrir stigunum eins og pistlahöfundur komst að orði.

    2
  3. 3

    Halldór Marteins says

    16. september, 2017 at 18:37

    Þetta er ansi merkilegt. United er í þetta góðri stöðu en þarf samt að vinna 5-0 á morgun til að fara á toppinn á markatölu.
    Þetta Manchester City lið er gjörsamlega ruglað sóknarlega séð.

    2
  4. 4

    Stefan says

    17. september, 2017 at 11:37

    Àfall að missa Pogba þetta lengi og alveg ótrúlegt að stór lið eins og United skuli ekki eiga betri miðjumenn en raunin er til að koma inn og taka sætið hans.
    Þetta mun kosta liðið gífurlega mikið þegar uppi er staðið.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress