• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

United fær Southampton í heimsókn

Magnús Þór skrifaði þann 29. desember, 2017 | 2 ummæli

Eftir hreint útsagt ömurlega törn þar sem liðið var slegið út úr Carabao-bikarnum og kæruleysislega leikna viðureignir gegn Leicester og Burnley í úrvalsdeildinni er komið að heimsókn frá Southampton. Gestirnir hafa langt frá því verið að brillera í vetur og sitja í 14.sæti deildarinnar og aðeins 3 stigum frá fallsæti. Nokkuð  öruggt er að hin rándýrir Virgil van Dijk verði utan hóps enda er hann aðeins 2,5 degi frá þvi að verða leikmaður Liverpool. Annar leikmaður sem verður pottþétt ekki með er framherjinn Charlie Austin en hann er að afplána 3 leikja bann ásamt því að glíma við meiðsli. Þá er hægri bakvörðurinn Cedric Soares fjarri góðu gamni og svo er landsliðsmaðurinn Ryan Bertrand spurningarmerki.

Af leikmönnum Manchester United þá er spurning með Anthony Martial og Matteo Darmian sem eru tæpir en hinn síðarnefndi ætti nú varla að vera með hvort sem er. Aðrir sem eru frá eru þeir Marouane Fellaini, Eric Bailly og Antonio Valencia ásamt Michael Carrick.

Þessi jólatörn hjá ensku liðunum er ekkert grín og aldrei virðast stjórar Manchester United kvarta undan henni en það er önnur saga. Mourinho upplýsti um það á blaðamannafundi að þrátt fyrir þreytu hjá Romelu Lukaku þá hefði hann ekki efni á að gefa honum frí þannig að búast má við því að sjá hann byrja þennan leik. Ólíklegt er að við munum sjá Lukaku byrja ásamt Zlatan Ibrahimovic og er það von undirritaðs að það verði ekki raunin og ummæli stjórans bentu heldur ekki til þess að það myndi gerast í þessum leik. Fleiri punkta frá blaðamannafundinum er hægt að finna hér.

Líklegt byrjunarlið

1
De Gea
23
Shaw
4
Jones
2
Lindelöf
18
Young
6
Pogba
31
Matic
8
Mata
19
Rashford
14
Lingard
9
Lukaku
Efnisorð: Upphitun 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar Þór says

    29. desember, 2017 at 17:54

    Eruð þið hættir í podköstunum? Mjög langt síðan seinast, er ekki kominn tími til? :)

    3
  2. 2

    Magnús Þór says

    29. desember, 2017 at 18:14

    @Rúnar Þór: Eina sem ég get sagt þér er að fylgjast vel með mjög fljótt eftir áramótin.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress