• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Stoke án stjóra kemur í heimsókn

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 14. janúar, 2018 | 3 ummæli

Næstu mótherjar okkar verða Stoke en þeir sækja United heim í síðari deildarviðureign liðanna á mánudagskvöld klukkan átta. Fyrri leikurinn sem fór fram á bet365 vellinum endaði með 2-2 jafntefli þar sem Eric Maxim Choupo-Moting átti frábæran dag og sá til þess að United tapaði sínum fyrstu stigum í deildinni. Þessi leikur ásamt sterkum 1-0 sigri á Arsenal í annarri umferð virðast vera einu ljósu punktarnir á yfirstandandi leiktíð enda fór gengi liðsins snarlega versnandi og að lokum var Mark Hughes látinn taka pokann sinn eftir tæp fimm ár sem knattspyrnustjóri Stoke. Sparkið fékk hann eftir 2-1 ósigur gegn d-deildarliðinu Coventry City í FA bikarnum í síðustu viku sem var mikill skellur fyrir Stoke.

Liðið situr í 18. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 22 umferðum og hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni eða 47 talsins. Stoke hefur þurft að þola nokkur stór töp á leiktíðinni, til að mynda fengu þeir samanlagt 9 mörk á sig úr viðureignum sínum við Chelsea en Manchester City tókst að skora 7 mörk hjá þeim í einum og sama leiknum. Vörn Stoke hefur verið hriplek enda hafa þeir fengið 2,3 mörk á sig að meðaltali í leik í síðustu tíu leikjum. Það má því fastlega búast við öllu öðru en steindauðu markalausu jafntefli á Old Trafford á morgun.

United

Desember mánuður var ekki eins gjöfull eins og menn vonuðu og þrjú jafntefli í röð í kjölfar ósigurs á heimavelli gegn City skildi okkur eftir í 3. sæti í deildinni en á nýju ári hefur gengið batnað. 2-0 útisigur gegn Gylfa og félögum í Everton og sanngjarn baráttusigur gegn næstefsta liði Championship-deildarinnar gefur góð fyrirheit um það sem koma skal í janúar. Hópurinn hélt svo í  verðskuldað æfingaferðalag til Dubai þar sem batterýin voru hlaðin fyrir komandi verkefni.

Embed from Getty Images

Nú hefur liðið snúið aftur til Englands og ætti því að vera kjörið að mæta vængbrotnu og stjóralausu liði Stoke til að komast aftur í gírinn. Annars er svipaða sögu að segja með meiðsl leikmanna eins og hefur verið undanfarið. Eric Bailly er frá vegna ökklameiðsla, Antonio Valencia er að glíma við tognun, Michael Carrick er reyndar byrjaður að æfa en að öllum líkindum verður hann ekki klár í slaginn annað kvöld og Zlatan Ibrahimovic er að jafna sig á hnémeiðslum.

Svo er Ashley Young enn í banni eftir uppsöfnuð gul spjöld en góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Fellaini er klár í slaginn en hans hefur verið saknað líklega meira en nokkur sinni áður og fögnum við því að fá aftur hárprúða belgann okkar í hópinn.

Embed from Getty Images

Að öllum líkindum mun Mourinho stilla upp sterku liði gegn Stoke til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig frá fyrri leiknum. Tveir menn eiga líklegast sitt öruggt sæti í liðinu, Paul Pogba og David de Gea en Messi Lin… afsakið, Jesse Lingard á sitt sæti eflaust greypt í granít eftir frábæra frammistöðu upp á síðkastið. Hann er með 8 mörk og 2 stoðsendingar í síðustu tíu leikjum og verður að teljast mjög líklegur í uppstillingu Mourinho. Hann er næstmarkahæsti leikmaður United á tímabilinu með 11 mörk, jafnmörg og hann hafði skorað á öllum fyrri tímabilum sínum hjá United. Annars gæti liðið litið út svona á morgun.

1
de Gea
23
Shaw
12
Smalling
5
Rojo
2
Lindelöf
6
Pogba
31
Matic
11
Martial
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

Luke Shaw hefur verið flottur í undanförnum leikjum og á meðan Valencia og Young eru báðir úti er líklegt að Victor Lindelöf byrji í hægri bakvarðarstöðunni þar sem Matteo Darmian virðist ekki vera í náðinni. Martial gæti stolið byrjunarliðssætinu af Rashford þar sem sá franski hefur verið mun öflugri en sá enski en Mourinho gæti engu að síður róterað og þar sem Martial byrjaði Derby leikinn gæti röðin verið komin að Rashford.

Embed from Getty Images

Mótherjinn

Stoke hefur ekki ráðið til sín nýjan stjóra síðan Mark Hughes var vikið úr starfi. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig uppstilling þeirra verður en Eddie Niedzwiecki hefur tekið að sér að stýra skútunni þar til nýr stjóri verður ráðinn. Nýr stjóri þarf að takast á við miklar áskoranir en liðið er sem fyrr segir í fallsæti og með slökustu vörn Úrvalsdeildarinnar. Næstu leikir eftir United viðureignina eru svo gegn Huddersfield, Watford, Bournemouth og Brighton en úr þessum leikjum þarf Stoke einfaldlega nauðsynlega á stigum að halda ætli liðið að halda sér uppi í vor. Eddie fær þó verðugt verkefni á morgun og ekki hjálpar að Bruno Martins Indi, Erik Pieters, Glen Johnson og Ryan Shawcross eru allir tæpir og verða líklegast ekki með á morgun.

Butland
Wimmer
Zouma
Cameron
Bauer
Fletcher
Allen
Choupo-Moting
Shaqiri
Diouf
Crouch

Ef litið er til fyrri viðureigna liðanna í Úrvalsdeildinni sést að Manchester United hefur náð í 25 stig af 27 mögulegum á heimavelli gegn Stoke, aðeins hefur okkur mistekist einu sinni að sigra Stoke á Trafford en það var einmitt á síðustu leiktíð. Raunar hefur okkur gengið vel í öllum keppnum gegn Stoke á heimavelli, það eru komin 42 ár síðan Stoke sigraði United á útivelli og United taplausir í síðustu 17 leikjum. Þó hafa síðustu þrjár viðureignir liðanna í deildinni endað með jafntefli svo eigi skal afskrifa Stoke svo hratt.

Embed from Getty Images

United hefur ekki gengið neitt gífurlega vel heima með aðeins einn sigur úr síðustu fjórum leikjum í deildinni. Stoke hefur heldur aldrei tapað á mánudegi í Úrvalsdeildinni í átta leikjum (W3-D5-L0) en United hefur að sama skapi náð mjög góðum úrslitum á mánudögum aðeins tapað einu sinni (W21-D7-L1). Það er því nokkuð ljóst að það stefnir í markaleik á morgun, Mourinho kemur til með að reyna að halda okkar mönnum á sigurbraut enda ærin ástæða til þar sem baráttan um 2. sætið í deildinni er orðin gífurlega hörð og hvergi má gefa tommu eftir á meðan Stoke eru að berjast fyrir áframhaldandi veru sinni í deild þeirra bestu á Englandi.

Embed from Getty Images

Sú staða sem þeir eru komnir í, þ.e. fallbaráttan í 18. sæti með 20 stig að loknum 22. umferð og langversta markahlutfallið og flest mörk fengin á sig, er ekki mjög eftirsóknarverð. Einungis tvö af þeim tíu liðum sem hafa fengið á sig +47 mörk eftir fyrstu 22 leikina í Úrvalsdeildinni hafa náð að bjarga sér frá falli, Wigan 2009-2010 og Swansea í fyrra.

En Stoke hefur ekkert „get-out-of-relegation-freecard“ á borð við Gylfa Sigurðson svo það verður ærið verkefni fyrir stjórnina að finna nýjan stjóra sem getur stýrt liðinu frá falli. Sérstaklega í ljósi þess að þeir stjórar sem þekktir eru fyrir að bjarga liðum í fallhættu, menn eins og Sam Allardyce og Tony Pulis eru fráteknir og Gary Rowitt, sem var um skamman tíma orðaður við starfið, er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Derby.
Embed from Getty Images
Ég er í hátíðarskapi núna eftir jólin og áramótin og ætla ekkert að halda aftur af mér í gleðinni en ég spái því að þetta verði mjög fjörugur og skemmtilegur leikur þar sem við sjáum það besta frá mönnum á borð við Pogba, Lingard og Lukaku. Leikurinn verður opinn og skemmtilegur og ætti ekki nokkur United stuðningsmaður að láta leikinn fram hjá sér fara.

 

3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni says

    15. janúar, 2018 at 08:49

    Úrslitin í stórleik helgarinnar ættu að vera okkur hvatning til að sigra í kvöld og vonandi koma menn gíraðir og tilbúnir að sýna sitt allra besta. Vil sjá ákefðina og viljann eins og í byrjun móts í þeim leikjum sem eftir er og þá verðum við í góðum málum.

    2
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    15. janúar, 2018 at 11:29

    Og Stoke var að kynna Paul Lambert sem nýjan stjóra.
    Getur varla verið að hann hafi eitthvað með leikinn í kvöld að gera samt.

    1
  3. 3

    Cantona no 7 says

    15. janúar, 2018 at 18:11

    Skyldusigur.
    G G M U

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress