• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Úrslitin ráðast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Halldór Marteins skrifaði þann 12. mars, 2018 | Engin ummæli

Eftir markalausan fyrri leik í viðureign Manchester United og Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er komið að úrslitastundu. Manchester United verður að vinna þennan leik, það er ekkert annað sem gildir. Sevilla nægir jafntefli ef það koma mörk í leikinn og verði áfram markalaust til lengdar þá endar þetta í vítaspyrnukeppni.

Dómarinn í þessum leik verður Hollendingurinn Danny Makkelie og það verður flautað til leiks kl. 19:45 annað kvöld.

Manchester United

Frá því Manchester United og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í frekar tíðindalitlum leik á Spáni hefur United unnið 3 leiki í deildinni, skorað 7 mörk og fengið 4 á sig. Þetta hafa verið endurkomusigrar gegn Chelsea og Crystal Palace og mjög sterkur sigur gegn erkifjendunum í Liverpool um síðustu helgi. Liðið er langt komið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti í deildinni og fær um næstu helgi tækifæri til að komast lengra í enska bikarnum. Það er ýmislegt öflugt í gangi hjá liðinu.

Manchester United vann alla 3 heimaleiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, með markatölunni 7-1. United hefur líka unnið 17 af 20 heimaleikjum sínum á tímabilinu.

Mourinho var á blaðamannafundi í dag þar sem hann notaði m.a. tækifæri til að skjóta fast til baka á Frank De Boer eftir að Hollendingurinn sagði að það væri synd að Rashford væri hjá liðið sem Mourinho stýrði frekar en liði sem væri duglegra að spila ungum leikmönnum. Þrátt fyrir að Rashford hafi í raun tekið þátt í fleiri leikjum en nokkur annar leikmaður Manchester United eftir að Mourinho tók við stjórn liðsins.

Fyrr í dag var æfing hjá United. Þá tóku blaðamenn eftir því að Pogba var ekki á æfingunni, ekki frekar en Jones, Rojo, Herrera eða Blind. Mourinho sagði þó á blaðamannafundinum að Pogba hefði sannarlega æft í dag, bara eftir að blaðamenn yfirgáfu svæðið. Hann gat þó ekki svarað því hvort Frakkinn yrði tilbúinn í slaginn fyrir leikinn á morgun. En Martial verður þó tilbúinn. Það er vel séð og gott að liðið sé að fá mikilvæga menn eins og Martial og Fellaini úr meiðslum. Zlatan Ibrahimovic æfði líka með liðinu í dag.

Möguleg uppstilling hjá United á morgun:

1
De Gea
18
Young
12
Smalling
3
Bailly
25
Valencia
31
Matic
39
McTominay
11
Martial
7
Alexis
8
Mata
9
Lukaku

Jesse Lingard er einu gulu spjaldi frá leikbanni.

Annars mætti fyrirliði liðsins, Michael Carrick, líka á blaðamannafund dagsins. Hann staðfesti þar það sem Mourinho hafði áður greint frá, að þetta væri hans síðasta tímabil sem leikmaður. Hvílíkur fengur sem hann hefur verið fyrir Manchester United, hann er einn af þessum leikmönnum sem bætti alltaf samherja sína inná vellinum.

Q: Jose said it's going to be your last season as a player?@Carras16: "Yes. There comes a time when, as much as you like or don't like it, your body tells you it's time to stop playing. It's something you have to accept." #MUFC

— Manchester United (@ManUtd) March 12, 2018

Það er spurning hvort það að Carrick hafi tekið þennan blaðamannafund þýði að hann fái rullu í leiknum á morgun?

Sevilla

Sevilla tilkynnti í gær hópinn sem ferðaðist til Manchester:

Here is our squad that will travel to face @ManUtd in the @ChampionsLeague#vamosmisevilla #UCL pic.twitter.com/oP3rPeZUFi

— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) March 11, 2018

Eins og sjá má þá er enginn Jesús Navas þarna, hann meiddist á kálfa og missir því af þessum leik. Hann átti fínan leik í Seville svo það er spurning hvort þetta muni ekki veikja spænska liðið eitthvað.

Frá því Sevilla fékk Manchester United í heimsókn þá hefur liðið tapað á heimavelli gegn Atletico Madrid, unnið Malaga á heimavelli og Athletic Bilbao á útivelli áður en það tapaði nú um síðustu helgi á heimavelli gegn Valencia. Í þessum 4 leikjum hefur Sevilla skorað 5 mörk en fengið á sig 7.

Sevilla vann engan leik á útivelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Það náði í 2-2 jafntefli á Anfield, tapaði 5-1 gegn Spartak Moscow og gerði svo 1-1 jafntefli við Maribor.

Fyrir utan Navas eru Sébastien Corchia og Miguel Layún meiddir. En það er búist við að Sevilla stilli upp einhverju í þessa áttina:

Rico
Escudero
Lenglet
Kjaer
Mercado
Banega
N'Zonzi
Correa
Vázquez
Sarabia
Muriel

Sergio Escudero, Éver Banega og Gabriel Mercado eru allir einu gulu spjaldi frá leikbanni.

8-liða úrslitin

Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn næsta, klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Við vonum að sjálfsögðu að Manchester United verði þar eitt af liðunum í pottinum.

Efnisorð: Old Trafford Sevilla Upphitun 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Þorleifur um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Tony um Lokaleikur á morgun: Til hvers?
  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress