• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Swansea

Kristófer Kristjánsson skrifaði þann 31. mars, 2018 | 6 ummæli

Páskarnir. Engin upphitun og síðbúin leikskýrsla en það verður að hafa það, leikurinn vannst allavega.

José Mourinho hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið, svo mikinn í raun að allir hættu að tala um frammistöðu leikmanna Manchester United í nokkrar vikur en í dag snerum við okkur aftur að fótboltanum, loksins.

1
de Gea
18
Young
2
Lindelöf
12
Smalling
25
Valencia
6
Pogba
31
Matic
7
Sánchez
14
Lingard
8
Mata
9
Lukaku

Varamenn: Bailly, Martial, Rashford, Herrera, Shaw, McTominay, Castro Pereira.

Leikurinn

Fyrri hálfleikurinn var einn sá skemmtilegasti á tímabilinu, okkar menn léku á als oddi og biðin eftir fyrsta markinu taldi einar fimm mínútur. Alexis Sánchez kom þá boltanum á stóra manninn, Romelu Lukaku, sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni, einn sá yngsti til að afreka það.

Forystan var svo tvöfölduð á 20. mínútu þegar Sílemaðurinn sjálfur þrumaði boltanum í nærhornið frá vítateigslínunni eftir sendingu frá Jesse Lingard. Gott dagsverk frá Sánchez í dag, eitt það besta frá honum í United treyju.

Passion ❤️ pic.twitter.com/XegneBDNGX

— Manchester United (@ManUtd) March 31, 2018

Það virtist alltaf stutt í þriðja markið og var þá helst Lingard að daðra við það í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. United menn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og var viðstöddum á Old Trafford vel skemmt en gestirnir frá Swansea stóðu okkar mönnum á sporði eftir hléið.

Juan Mata var ekki langt frá frábæru marki þegar hann lét vaða, viðstöðulaust eftir vipp-sendingu Paul Pogba en honum brást bogalistin og boltinn þaut yfir markið. Á hinum enda vallarins hafði David de Gea svo betur gegn Tammy Abraham en sá síðarnefndi fékk tvær álitlegar tilraunir til að skora með skömmu millibili.

Það tókst ekki að fylgja eftir frábærum síðari hálfleik en kannski ekki við öðru að búast eftir landsleikjahlé. Stigin urðu allavega þrjú og er það fyrir öllu.

Punktar eftir leik

Lukaku í 100 marka klúbbinn. Muniði þegar stuðningsmenn United voru síkvartandi yfir Belganum? Það vill enginn kannast við það í dag enda kappinn að ríða baggamuninn hjá liðinu þegar á reynir. Lukaku er nú einn 28 sem hafa skorað 100 í úrvalsdeildinni, sá fyrsti frá Belgíu og sá fimmti yngsti.

Romelu Lukaku has scored his 100th PL goal and is the 5th youngest player to reach that milestone

Youngest players to 100 PL goals
Michael Owen (23y 134d)
Robbie Fowler (23y 283d)
Wayne Rooney (24y 100d)
Harry Kane (24y 191d)
Romelu Lukaku (24y 322d)#MUFC #PL pic.twitter.com/5cP7IsqIhk

— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 31, 2018

Alexis Sánchez að vakna til lífsins? Sílemaðurinn hefur farið rólega af stað en hann sýndi, í rispum, hvers hann er megnugur í dag. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins og skoraði það næsta og fer vonandi að finna sitt allra besta form á næstu vikum.

Að duga eða drepast. Næsti leikur er nágrannaheimsókn á Etihad og nokkurs konar „lose, lose“ viðureign. Ef við vinnum þá frestum við hinu óumflýjanlega og ef við töpum þá tryggja hinir háværu Englandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á okkur. Það væri þó skömminni skárra að slá þeim fögnuði á frest.

6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Karl Garðars says

    31. mars, 2018 at 21:02

    Ég var farinn að halda að þið væruð búnir að loka sjoppunni og hefðuð gleymt að slökkva ljósin :)
    Rosalega var gott að klára þennan leik snemma og það með mörkum frá Romelu og Alexis. Mér fannst Lindelof eiga mjög fínan leik og auðvitað Matic sem var magnaður. Einnig voru Young, Mata og Lingard ásamt markaskorunum duglegir. De Gea átti að sjálfsögðu snilldar reflexa í annars rólegum leik.

    Spurning fyrir næsta djöflavarp: er Pogba fíllinn í stofunni eða jafnvel bara fíllinn í postulínsbúðinni?

    3
  2. 2

    Cantona no 7 says

    31. mars, 2018 at 22:54

    Öryggur sigur.
    Gott að Alexis náði að skora.
    Þá er að taka City næst.
    G G M U

    2
  3. 3

    Runólfur Trausti says

    1. apríl, 2018 at 10:47

    Ferðasaga ritstjóra dettur inn í vikunni. Förum í saumana á þessu öllu þá.

    2
  4. 4

    Rúnar P. says

    1. apríl, 2018 at 18:38

    Ég er ekki alveg að skilja þessi endalausu skrif um Alexis og hann sé ekki að finna sig? Gaurinn er ekki bara að skipa um lið og leikstíl heldur er hann að skipta um umhverfi og hoppa frá Norður London yfir til vestur Manchester þar sem er alltaf skýjað og rigning hefur örugglega þó nokkur áhrif á mann, þetta er eins og að flytja úr vesturbænum yfir á Ólafsvík eða álíka.

    1
  5. 5

    Karl Garðars says

    1. apríl, 2018 at 20:40

    Alexis verður einn af okkar albestu leikmönnum á næstu leiktíð (staðfest).
    Ef hann tapar tuðrunni þá er ekkert annað í stöðunni en að sækja hana aftur strax eins og hann gerði að mig minnir tvisvar í þessum leik.

    Hann er með ruddalega flott attitude þessi naggur og èg er að fíla það. Pogba mætti hætta að væla í dómaranum og taka sér Alexis til fyrirmyndar þegar hann tapar boltanum. Hann á þetta alveg til en notar það allt of sjaldan, svona eins og það vanti smá skap í hann.

    Úfff hvað þessi city leikur verður skuggalegur. Nú verða menn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og þeir sem mæta ekki bandvitlausir í þennan leik mega hreinlega fara fyrir mér. Þarna er ekki bara heiðurinn heldur mannorðið eins og það leggur sig að veði!!!

    1
  6. 6

    Björn Friðgeir says

    3. apríl, 2018 at 13:17

    Eitt sem ég fór að hugsa um þegar ég var að ræða við einn góðan nalla um fótbolta þá og nú.
    Eins og keyrslan er á leikmönnum nútildags þá sjá menn varla fótbolta frá nóvember og fram á vor. Allar æfingar snúast um recovery milli leikja. Nú þegar United er dottið úr md þá verður meiri tími í boltaæfingar og þá fer Alexis að koma betur inn í liðið. Eitt af þessum smáatriðum sem maður hugsar ekki út í og gerir pre-season enn mikilvægari.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress