• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

West Ham United 0 : 0 Manchester United

Runólfur Trausti skrifaði þann 10. maí, 2018 | 6 ummæli

Í gærkvöldi bárust þær fréttir að Sir Alex Ferguson væri kominn af gjörgæslu. Gleðifregnir fyrir alla knattspyrnuunnendur en fjölskylda hans óskar þó enn eftir því að hann fái frið á meðan endurhæfingu stendur til að ná sér að fullu.

Sir Alex no longer needs intensive care and will continue rehabilitation as an inpatient.

His family have been overwhelmed by the level of support and good wishes but continue to request privacy as this will be vital during this next stage of recovery. pic.twitter.com/7AFFspsaj7

— Manchester United (@ManUtd) May 9, 2018

En að leik dagsins sem var markalaus og frekar tíðindalítill. José Mourinho kom öllum á óvart þegar hann stillti upp í 3-5-2 leikkerfi með þá Alexis Sanchez og Jesse Lingard fremsta á meðan bæði Anthony Martial og Marcus Rashford sátu á varamannbekknum. Liðið var eftirfarandi:

De Gea
Jones
Smalling
Lindelöf
Shaw
Pogba
McTominay
Herrera
Valencia
Lingard
Alexis

Varamenn: Sergio Romero, Eric Bailly, Daley Blind, Ashley Young, Juan Mata, Anthony Martial og Marcus Rashford.

Leikurinn

Í allri hreinskilni þá var fyrri hálfleikurinn ekki mikið fyrir augað þó hann hafi verið sköminni skárri en hörmungar frammistaðan gegn Brighton & Hove Albion í síðustu umferð. Það verður þó að segjast að liðið byrjaði leikinn frekar hægt eins og svo oft áður. Þó svo að leikmenn hafi tekið við sér þegar líða fór á hálfleikinn þá mættu þeir Adrian í hörkustuði í marki heimamanna. Hann varði meðal annars vel frá Luke Shaw, já þeim Luke Shaw – hann var einstaklega óvænt í byrjunarliði dagsins, og Jesse Lingard.

Embed from Getty Images

Shaw var einnig mættur að taka hornspyrnur en það virðist sem Mourinho sé að reyna finna sinn innri Van Gaal þessa dagana. Líkt og svo oft hjá Van Gaal var staðan svo markalaus í hálfleik þrátt fyrir ágætis leik. Eftir Brighton leikinn bjóst maður samt við meiru og því verður að viðurkennast að frammistaða United í fyrri hálfleik var vonbrigði.

Lingard var áfram sprækasti leikmaður United í upphafi síðari hálfleiks en ekkert bólaði á sóknarþenkjandi skiptingum þó að liðið væri með nóg af valmöguleikum á varamannabekknum.Staðan því enn markalaus þegar klukkutími var liðinn af leiknum en skömmu síðar fékk Chris Smalling gullið tækifæri til að koma Manchester United yfir en skalli hans fór framhjá markinu. Smalling virðist bara skora þegar United er undir og þarf nauðsynlega á marki að halda.

🚫 Still no way past this man

West Ham 0-0 Man Utd (60 mins) #WHUMUN pic.twitter.com/yXfkqP4j47

— Premier League (@premierleague) May 10, 2018

Paul Pogba var svo næstum búinn að koma endurtaka leikinn frá því þegar Wayne Rooney skoraði frá miðju gegn Adrian en Pogba átti þá skot lengst utan af velli sem fór rétt framhjá markinu. Á 74. mínútu gerði Mourinho svo loks skiptingu en Marcus Rashford kom þá inn á fyrir Jesse Lingard sem hafði verið manna sprækastur í leiknum en það virtist sem Lingard hefði fengið högg og var það eflaust varúðarráðstöfun að taka hann út af frekar en að láta hann klára leikinn.

Surrounded. #WHUMUN pic.twitter.com/SHxSgbVgEF

— Premier League (@premierleague) May 10, 2018

Undir lok leiks hefði Mark Noble með réttu átt að fjúka út af en þar sem Jon Moss er Gunga með stóru G þá fékk fyrirliði West Ham að hanga inn á. Eflaust spilar inn í að hann var að rífast í Paul Pogba sem var nánast lagður í einelti í leiknum.

Er, what you trying to do here? https://t.co/wQmPKp3DN6

— Scott Patterson (@R_o_M) May 10, 2018

Þetta hafði vissulega ekki áhrif á niðurstöðu leiksins en markalaust jafntefli var niðurstaðan og hefur okkar mönnum nú mistekist að finna netmöskvana í þremur af síðustu sex leikjum. Þar af hafa tveir tapast 0-1. Það sem er óeðlilegt við þetta er að í hinum þremur leikjunum skorar United liðið sjö mörk [gegn Manchester City, Tottenham Hotspur og Arsenal].

Hugsanir eftir leik

Það er ef til vill óþarfi að taka of mikið saman úr þessum leik. Það er eins og bæði þjálfari og leikmenn sjái leikinn gegn Chelsea sem eina leikinn sem er eftir á tímabilinu. Leikmenn virðast vera passa sig að meiða sig ekki fyrir þann leik eða HM og almennt virðist bara eins og flestum sé drullu sama hvað gerist inn á vellinum.

Manchester United hefur einfaldlega Liverpool-að yfir sig undanfarið en á meðan liðið vinnur stærri liðin þá hreinlega nenna þeir þessu ekki gegn liðunum í neðri helming töflunnar og það er til skammar. Svo má setja stór spurningamerki við byrjunarliðið undanfarið og upplegg en að gefa ekki Martial og Rashford frekari sénsa þegar Lukaku er meiddur er skammarlegt.

Maður vonar bara að menn hristi af sér slenið og mæti tilbúnir til leiks gegn Chelsea í úrslitum FA bikarsins þann 19. maí því ef sá leikur tapast þá er nokkuð ljóst að stuðningsmenn Manchester United munu hvorki gefa José Mourinho né leikmönnum félagsins mikla þolinmæði á næstu leiktíð.

Efnisorð: Adrian West Ham United 6

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Jón Oddur says

    10. maí, 2018 at 21:52

    Talandi um þolinmæði fyrir næstu leiktíð – það er hætt við að þolinmæði eða hollusta manna eins og Rashford og Martial verði í lágmarki.

    1
  2. 2

    Halldór Marteins says

    10. maí, 2018 at 22:07

    Erum að sjá það á langflestum liðum í deildinni að tímabilið er að enda. Allir eru þreyttir núna og það er erfiðara að ná upp spilamennsku, við getum alveg séð það með því að líta yfir úrslit og spilamennsku fleiri liða en Manchester United af þessum efstu upp á síðkastið.

    En það hafðist að tryggja 2. sætið, 1 stig var nóg til þess. Ekki það, 2. sætið var nánast aldrei í hættu í allan vetur hjá Manchester United. Liðið sem gerði hörðustu atlöguna að því sæti var ekki Liverpool og ekki Tottenham heldur Chelsea, sem náði að taka 2. sætið í eina umferð um áramótin áður en spilamennskan þeirra hrundi.

    Þannig að þrátt fyrir að það megi gera athugasemdir við ýmislegt hjá United á þessu tímabili, séstaklega þá kannski skemmtanagildið í mörgum leikjum, þá er liðið einfaldlega næstbesta fótboltalið á Englandi þetta tímabilið. Miðað við frammistöðu allra liða þá verðskuldar United þetta sæti, það er bara þannig.

    Lokaleikurinn í deildinni verður forvitnilegur, aðallega fyrir það hverjir fá sénsinn til að spila þann leik með fyrirliðanum okkar sem er að kveðja. Og svo er ekkert verra að slútta tímabilinu á úrslitaleik.

    2
  3. 3

    Karl Garðars says

    10. maí, 2018 at 23:55

    Það er litlu við þetta að bæta.
    2. Sætið hafðist og FA bikar skilur á milli ágætis tímabils eða ekki.
    Tiltekt í sumar og almennileg atlaga að titlinum og Meistaradeild á næsta seasoni er lágmarkskrafa.

    2
  4. 4

    Heiðar says

    11. maí, 2018 at 03:02

    Það sama og Karl Garðars sagði. Móri fær ekki meira en þrjú tímabil til að búa til meistaralið. Ekki á Old Trafford. Mestar áhyggjur hef ég að því að við séum með meistaralið í höndunum núna en það sé bara ekki að fúnkera. Þessi hópur er fjandakornið ekki slakari en hópurinn hjá Leicester sem vann fyrir tveimur árum!
    Einhver tiltekt verður í sumar og nýjir leikmenn koma í staðinn en það er ekki allt. Þeir verða að hafa hjartað til að spila með rauðu djöflunum óháð öllu öðru. Það er ekki að ástæðulausu að leikmenn eins og Angel di Maria fittuðu ekki í United…

    1
  5. 5

    Björn Friðgeir says

    11. maí, 2018 at 13:14

    Sagt það áður segi það aftur. Bikarsigur og annað sætið viðunandi í ár.

    Verður það ekki næsta ár

    3
  6. 6

    Robbi Mich says

    12. maí, 2018 at 10:58

    Fór allt í einu að velta fyrir mér hvort að dagar Martial séu taldir í Manchester. Hann er einu marki frá því að Utd þurfi að borga Monaco 10 eða 15 millj evra og etv vill liðið ekki taka áhættuna með því að tefla honum fram og þurfa þá að rífa upp veskið þegar hann er hvort eð er á leiðinni burt.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Elis um Fyrsta lið vetrarins!
  • Theodór um Fyrsta lið vetrarins!
  • Snjómaðurinn ógurlegi um Fyrsta lið vetrarins!
  • Arni um Fyrsta lið vetrarins!

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress