• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Úlfar í leikhús draumanna

Magnús Þór skrifaði þann 21. september, 2018 | Engin ummæli

Minni á Djöflavarp vikunnar frá því gærkvöldi.

Eftir þrjá ágæta útisigra í röð er loksins komið að heimaleik. Liðið sem mætir á Old Trafford er Wolverhampton Wanderers sem er held ég eina liðið sem er reglulega þýtt yfir á íslensku en yfirleitt er liðið kallað Úlfarnir. Þessir Úlfar enduðu einmitt í 1. sæti Championship deildarinnar sem er við hæfi þar sem að liðið er talsvert betra en Cardiff og Fulham sem fylgdu Úlfunum upp í úrvalsdeild. Liðið hefur farið þokkalega af stað en liðið hefur gert jafntefli við Everton og Man City, tapað fyrir Leicester og unnið 1:0 sigra gegn West Ham og Burnley ásamt því að sigra Sheffield Wednesday í Carabao bikarnum. Úlfarnir eru í 9.sæti deildarinnar  stigi á eftir United sem er í 8.sæti.

Embed from Getty Images

Úlfarnir eru með flottan hóp en sérstaklega flotta menn á miðjunni hjá sér en þar stjórna þeir Rubin Neves og Joao Moutinho spilinu ef mikilli list. Markvörður liðsins er einnig hörkugóður en það er enn einn Portúgalinn sem er á mála hjá liðinu, Rui Patricio sem kom frítt liðsins í sumar eftir að hafa rift samningi sínum við Sporting frá Lissabon. Mögulegur veikur hlekkur er framherjinn Raul Jimenez sem er ekki sá allra duglegasti að nýta færin sín og vonum við að hann haldi því áfram á morgun.

Embed from Getty Images

United hefur verið á góðri leið frá leiknum gegn Tottenham þó svo að  andstæðingarnir hafi kannski ekki verið þeir allra bestu. En þessi svokölluðu minni lið þarf líka að vinna og það hefur hreinlega ekki alltaf verið raunin  frá því að Sir Alex hætti með liðið. Liðið er núna búið að spila þrjá útileiki í röð og vinna þá alla og vinna sanngjarnt. Það virðist vera góður andi yfir liðinu og mórallinn í lagi sem reyndar er oft raunin þegar leikir eru að vinnast. En það er ekki útlit fyrir það að stjórinn hafi tapað klefanum amk ekki ennþá.

Líklegt byrjunarlið

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
25
Valencia
27
Fellaini
11
Martial
6
Pogba
17
Fred
14
Lingard
9
Lukaku
Efnisorð: Enska úrvalsdeildin Upphitun Wolves 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress