• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Wolverhampton Wanderers

Magnús Þór skrifaði þann 22. september, 2018 | 16 ummæli

Auðvitað þarf þetta fjandans lið alltaf að taka tvö skref áfram og eitt afturábak. Eftir fyrri hálfleik sem var skítsæmilegur leiddi United 1:0 eftir mark frá Fred sem Pogba lagði upp með frábærri sendingu. Úlfarnir voru samt liðið sem fékk færin og kom því mark United svolítið gegn gangi leiksins. En við kvörtum ekki ekkert yfir því.

Seinni hálfleikurinn fór svo sem ágætlega af stað en innst inni vissi maður hálfpartinn að United myndi klúðra þessu einhvern veginn því að liðið er gjörsamlega ófært um að eiga góðan seinni hálfleik. Það mark kom vissulega Moutinho sem var alveg óvaldaður setti boltann viðstöðulaust í samskeytin, alveg óverjandi fyrir De Gea. Mourinho gerði þrjár skiptingar í seinni hálfleiknum en þeir Martial, Mata og Andreas Pereira kom inn fyrir Fred, Alexis og Jesse Lingard. United fór í háu sendingarnar framávið síðustu mínúturnar en það skilaði engum árangri og áttu gestirnir betri færi til að vinna leikinn með skyndisóknum en De Gea bjargaði í rauninni stiginu í dag.

Alltof margir leikmenn voru lélegir í dag.

  • Alexis Sánchez er gjörsamlega engan veginn að finna sig í þessu liði og voru það vonbrigði að hann skyldi byrja í dag.
  • Antontio Valencia er líklega næstbesti hægri bakvörður liðsins en það kemur nákvæmlega ekkert útúr honum né hægri kantinum. Held að það sé kominn tími til að gefa Dalot slatta af leikjum.
  • Paul Pogba sýndi flotta takta í leiknum og nokkrar flottar sendingar en var fulloft kærulaus þegar kom að varnarleiknum.
  • Romelu Lukaku var einfaldlega slakur í dag.
  • Juan Mata virðist vera gjörsamlega búinn. Það er ekki skrýtið að hann sé orðinn fastamaður á bekknum.

Það skal samt taka fram að þetta Wolves lið er fantagott og klárlega langbesta liðið af þeim sem komu upp í vor og líklega topp eitt af topp 10 liðum deildarinnar hingað til.

Byrjunarliðið gegn Úlfunum:

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
12
Smalling
25
Valencia
27
Fellaini
7
Alexis
17
Fred
6
Pogba
14
Lingard
9
Lukaku

bekkur: Romero, Bailly, Young, Andreas, Mata, McTominay, Martial

Næst á dagskrá er leikur gegn Derby County í Carabao bikarnum á þriðjudagskvöldi kl. 19

Efnisorð: Enska úrvalsdeildin Leikskýrsla Wolves 16

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Turninn Pallister says

    22. september, 2018 at 14:47

    Munurinn á sendingum og fyrirgjöfum hjá Valencia og Shaw er æpandi.
    Nánast engin ógn frá hægri samanborið við vinstri.

    3
  2. 2

    gummi says

    22. september, 2018 at 15:23

    Ekki get ég skilið hvernig Alexis sé fasta maður í þessu liði

    12
  3. 3

    johann says

    22. september, 2018 at 15:44

    Man.utd er bara orðið miðlungslið..og með neikvæðann stjòra

    13
  4. 4

    gummi says

    22. september, 2018 at 15:59

    Við erum að fara enda svona 30 stigum á eftir Liverpool sem er hálf ógeðslegt að hugsa útí það

    11
  5. 5

    Sindri says

    22. september, 2018 at 16:03

    Þvílíkur aulaskapur að missa þetta niður í jafntefli. Pogba missir boltann alltof auðveldlega í markinu hjá Wolves þó hann hafi verið einn bestu manna vallarins.
    Að mínu mati eigum við að reyna að losna við Sanchez í janúar, spurning hvort Kínverjar séu tilbúnir að borga honum þessi aaaaaaalltof háu laun sem hann er á. Fá inn alvöru hægri kantmann finnst Sanchez getur ekki spilað þar.

    4
  6. 6

    Ingvar says

    22. september, 2018 at 16:03

    Hægt og fyrirsjáanlegt, áttu ekki meira en stig skilið úr þessum leik. Alexis enn og aftur týndur afspyrnu slakur, Lingard hefur ekki sýnt heldur afhverju hann byrjar svona oft. Ótrúlegt hvað það er mikið ójafnvægi og óstöðugleiki á þessu liði.

    5
  7. 7

    jón says

    22. september, 2018 at 16:34

    munurinn á United og Liverpool og City er að Liverpool og City eru bara með lang bestu stjórana í boltanum í dag og við erum með Móra djöfull sem gerir ekkert annað en að væla og væla

    16
  8. 8

    Audunn says

    22. september, 2018 at 17:13

    United getur bara þakkað De Gea eitt stig í dag. Svo lélegt var United á heimavelli gegn Wolves.
    Tvö skref áfram og eitt aftur á bak? Really Magnús?
    Það er frekar hálft skref áfram og fimm aftur á bak. Þannig er United bara undir núverandi stjóra.
    Miðverða parið er lélegt. Framherja parið lélegt. Valencia glataður og enn verri fyrirliði.
    Það er engin samvinna hjá miðjumönnum. Liðið er hægt og all over the place eins og Bretinn segir.
    Það er engin leikskilningur á milli manna. Taktíkin er glötuð sem enginn skilur. Sendingar, hlaup, fyrirgjafir ofl er lélegt, óvandað og ílla tímasett.
    Það er enginn leikmaður United sem treystir öðrum liðsfélaga og það er enginn leikmaður liðsins sem hefur gaman að því að spila fyrir liðið. Það sést miljón km í burtu.
    Skiptingar og liðs val stjórans er í algjöru rugli og síðast en ekki síst er liðið lélegt.
    Það eru engar framfarir og engin skref áfram. Stjóri United er að vinna eitt mesta skemmdarverk á þessum klúbbi ever.

    20
  9. 9

    Auðunn says

    22. september, 2018 at 17:21

    Og það sem er líka orðið frekar merkilegt er að öll lið sem United mætir eru allt í einu orðin bara gòð lið.
    Wolves, Young Boys, Watford og Brighton eru ekki góð lið.
    Eða við skulum segja að þau eiga ekki að vera góð lið á mælikvarða Man.Utd þòtt þau séu orðin það.
    Þetta eru ekki góð lið í dag á mælikvarða Liverpool, City, Bayern Munich, Barcelona, Juve, Chelsea osfr þótt þau séu góð á mælikvarða United.
    Það segir allt sem segja þarf um United undir stjórn Mourinho.

    18
  10. 10

    toggi says

    22. september, 2018 at 18:00

    við eigum ekki sjéns í deidina og það eru bara búnir 6 leikir og hvað á svo Alexis að fá marga sjénsa í þessu liði

    4
  11. 11

    Alli Freyr says

    22. september, 2018 at 18:09

    Við skulum líka átta okkur á öðru sem er orðið staðreynd.
    Liðið er ekki fyrsta val þegar kemur að því að sýna beint frá leikjum sem er breyting og leikir liðsins eru nànast alltaf undantekningarlaust síðastir á dagskrá í MOTD.
    Þetta eru skelfilegar staðreyndir sem segja allt sem þarf að segja hvar liðið er satt í dag.
    Liðið er óspennandi og leiðinlegt. Það er bara einn maður sem ber ábyrgð á því.
    Eitthvað sem eigendur liðsins geta ekki unað enda kostar það fjármuni með dræmari tekjum.

    3
  12. 12

    Bjarni says

    22. september, 2018 at 19:39

    Engar afsakanir, liðið fékk nákvæmlega það sem það lagði í leikinn. Punktur. Margir leikmenn eru lélegir og verða ekki betri úr þessu og ættu ekki að vera nefndir á nafn í sömu andrá og liðið.

    2
  13. 13

    Kristján says

    22. september, 2018 at 22:56

    Hef aldrei skrifað hér áður en ég bara verð…
    Ég er mikill Liverpool maður og hef alveg upplifað margt…
    En ég bara verð að segja fyrir mitt leyti að mér fannst frábært í fyrstu hvað móri var að skemma liðið ykkar en í dag finnst mér það sorglegt.
    Fyrir mig sem Poolarar þá vantar mig baráttu milli okkar liða..
    Baráttan milli M og L gerir veturinn skemmtilegri þar sem ég á marga góða vini sem halda með Man U ..
    Finnst bara ekkert varið í að vera í baráttu við þau lið sem eru að berjast á toppnum …
    Ekki það að af reynslu síðustu ára þá er ég ekkert að fara fram úr mér í væntingum haha ..
    En segi það alveg frá hjartanu að ég vona að ykkar klúbbur fari að hugsa um annan stjóra .. stjóra sem spilar sóknarbolta .. veit alveg hvernig það er að upplifa erfiða tíma ár eftir ár
    Man U og Liverpool í toppbaráttu við hvort annað er það skemmtilegasta sem til er ..
    Ég er alls ekki að hlakka yfir gengi ykkar manna og vona innilega að okkar lið fari að berjast á sama stað .. á toppnum .

    19
  14. 14

    jón says

    23. september, 2018 at 17:54

    nú verður bara stjórnin að fara hugsa um að skipta um stjóra því það sjá það allir að þetta er að fara enda mjög illa þetta tímabil með þennan trúð sem stjóra

    5
  15. 15

    Hjöri says

    23. september, 2018 at 23:17

    Leikmenn Úlfana leika fyrir liðið, en leikmenn Utd fyrir peningana þannig er nú það.

    5
  16. 16

    toggi says

    24. september, 2018 at 10:09

    þetta er bara ömurleg staða sem við erum í við verðum bara reka Móra ég held að það er ekkert annað hægt í stöðunni

    4

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress