• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United tekur á móti nýliðum Fulham

Magnús Þór skrifaði þann 7. desember, 2018 | 1 ummæli

Nýr dagur, ný áskorun. Eftir líflegan leik gegn Arsenal sem endaði 2:2 er röðin komin að Fulham. Gestirnir frá Lundúnum hafa verið ákveðin vonbrigði í deildinni hingað til en félagið eyddi talsverðum fjármunum í nýja leikmenn en árangurinn hefur ekki verið eftir því. Slavisa Jokanovic sem kom liðinu upp í úrvalsdeildina var látinn fara fyrir nokkru og hefur Ítalinn geðþekki Claudio Ranieri tekið við liðinu.

Embed from Getty Images

Manchester United situr í dag í 8.sæti deildarinnar með 23 stig og Fulham í því 20 með 9 stig. Sem þýðir einfaldlega að United er nær falli en deildartitli eins og staðan er í dag. Auðvitað er meiðslakrísa að hrjá varnarmenn United sem gerist á hverju einasta tímabili og orðið vel þreytt ástand. Svo eru lykilmenn alls ekki að standa sig en þeir Paul Pogba og Romelu Lukaku ásamt Nemanja Matic „fremstir“ með jafningja. Liðið spilar reyndar ekkert mikið betur þegar þeir eru ekki með. Meira að segja David de Gea hefur verið að gera mistök af og til en hann hefur lengi falið vanhæfni varnarmanna liðsins með ótrúlegum vörslum og átti nokkrar góðar gegn Arsenal. Svo mun ástæðan fyrir fjarveru Fred úr liðinu einfaldlega vera sú að vörnin er ekki nógu stöðug.

Embed from Getty Images

Það er ekki auðvelt að ætla að spá fyrir byrjunarliði hjá Manchester United því ómögulegt er að vita hvað Mourinho er að hugsa þessa dagana og kæmi það engan veginn á óvart að hann myndi stilla liðinu upp með 5 varnarmenn eins og gegn Arsenal. Það segir kannski allt um þetta tímabil að þessi leikur á morgun getur farið á hvaða veg sem er. En hann á að vinnast örugglega og ef það gerist ekki þá er það einfaldlega vonbrigði sama hvað stjórinn bullar eftir leik.

Efnisorð: Fulham Upphitun 1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    7. desember, 2018 at 20:13

    Enginn leikur vinnst örugglega þegar utd mætir til leiks þetta misserið. Menn allt of hræddir að fá á sig mark og drullast svo til að spila fótbolta þegar allt er komið í óefni. Nær væri að fækka í vörninni og hafa meirhluta leikmanna í pressu um allan völl gegn frekar slöku liði. Hins vegar ef andstæðingurinn nær að komast að okkar vítateig þá myndast sjálkrafa panikk ástand sem veldur rofi milli heilahvelanna hjá leikmönnum og ákvarðanatökur verða tilviljunarkenndar. Eftir leik sjúga þeir svo þumalinn í áfergju. Nú er staðan þannig hjá mér að við þurfum bara að skora fleiri mörk en andstæðingurinn þá tek ég gleði mína aftur. Slétt sama um hvað við fáum á okkur mörg mörk.
    GGMU

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Bob um United 1 : 2 City
  • Arni um United 1 : 2 City
  • Helgi P um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City
  • Egill um United 1 : 2 City

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress