• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Loksins, loksins, Evrópudeildin. Astana á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. september, 2019 | 2 ummæli

Loksins kemur að United að fái aftur að taka þátt í hinni frábæru Evrópudeild sem liðið vann svo eftirminnilega vorið 2017. Við fögnum því með að taka á móti „Rúnari Má og félögum“ eða Astana FC eins og liðið heitir utan Íslands.

Astana eru meistarar síðustu fimm ára í Kasakstan en eru í þriðja sæti í deildinni í dag, fimm stigum á eftir efsta liðinu. Það getur þó staðið til bóta því liðið á tvo leiki til góða. Liðið er því sigurvant. Þetta er fjórða árið í röð sem liðið hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, árið þar áður var það í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það er því nóg af Evrópureynslu þarna. Það er þó ekki útivallarárangur sem hefur gert Astana gott, mun frekar sterkur heimavöllur, sem við tökum nánar fyrir þegar þar að kemur.

Það er reyndar ekki svo vitlaust að kalla liðið ‘og félaga’ enda enginn þarna utan Rúnars sem við könnumst við, liðið er að öðru leyti byggt á heimamönnum og nokkrum aðkomumönnum frá Austur Evrópu. Meira að segja svo þegar Andy Mitten þarf að skrifa um það, setur hann fókusinn á Rúnar Má, og stuðning hans við United.

Það er því til lítils að reyna að fjalla um lið Astana að einhverju viti. Hvað verður hjá United er þó öllu meira spennandi. Byrjunin hefur verið svona og svona hjá United en liðið er samt í fjórða sæti í deild. Nú er komið að nokku stóru prófi hjá Ole Gunnar og spurningin er:

Verður unglingunum treyst?

Innkaupin í sumar tókust vel, en voru í færra lagi miðað við væntingar og eitt af því sem hefur verið sagt er að þá gefist tækifæri til að láta hinn efnliega hóp unglinga fá tækifæri í alvöru leikjum í Evrópudeildinni og deildarbikarnum. Það verður því spennandi að sjá hverjir af Greenwood, Chong, Gomes og Garner verða í byrjunarliði í kvöld, eða hvort gamlingjar á borð við Matic og Mata verða þarna.

Fyrrnefndi hópurinn æfði allur með aðalliðinu í dag, og á blaðamannafundi í dag staðfesti Ole að Greenwood yrði í liðinu. Sömuleiðis að Fred og Tuanzebe myndu byrja og að Romero væri markvörðurinn í keppninni. Ég býst samt við að Mata verði í liðinu. Hann kemur þá amk með reynslu og yfirvegun. Pogba, Martial, Shaw og James voru allir fjarverandi á æfingunni og má því kannske búast við liðinu einhvern veginn svona.

22
Romero
18
Young
38
Tuanzebe
2
Lindelöf
29
Wan Bissaka
17
Fred
39
McTominay
44
Chong
8
Mata
15
Pereira
26
Greenwood

Leikurinn er kl 19:00 að íslenskum tíma

Efnisorð: Fred Mason Greenwood Rúnar Már Sigurjónsson Sergio Romero Upphitun 2

Reader Interactions

Comments

  1. Gunnar says

    19. september, 2019 at 09:07

    væri til í
    Romero
    Dalot + Tuanzebe + Jones +Rocho

    McTominany + Fred
    Lingaard
    Greenwood + Rashford + Chong

    halda áfram að þjálfa Rashford í að spila senterinn
    Reynsluhrygg með Romero-Jones-McTominany-Lingaard-Rashford

    Væri svo til í að sjá Gomes leysa Lingaard af eftir 55mín
    og Gardner inn fyrir McTomany eða Fred eftir 55

    ef allt gengur eins og í draumi….. Annars þyrfti að skipta inn aðalliðs mönnum ef þetta er í hættu þegar líður á leikinn….

    gh

  2. MSD says

    19. september, 2019 at 12:00

    Ég væri til í að sjá Gomes fá sénsinn líka. Hann gæti líka mögulega komið inn fyrir Mata þegar líður á leikinn. Langar að sjá hann í holunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress