• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Manchester United 1:0 Astana

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. september, 2019 | 12 ummæli

Lið Manchester United var vægast sagt spennandi þegar kom að sókninni, Mason Greenwood 17 ára, Tahith Chong og Angel Gomes 19 ára og Marcus Rashford 21 árs, allir úr unglingastarfinu, Að auki fékk Axel Tuanzebe sinn fyrsta byrjunarleik sem miðvörður eftir að hafa verið að mestu á láni síðustu ár.

Sergio Romero
16
Rojo
4
Jones
38
Tuanzebe
20
Dalot
31
Matić
17
Fred
44
Chong
28
Gomes
26
Greenwood
10
Rashford

Varamenn: Grant, Maguire, Young 83.m, Garner, Mata 67.m., McTominay, Lingard 67.m.

Lið Astana:

Eric
Shomko
Tomasevic
Postnikov
Rukavina
Tomasov
Simunuvic
Maewski
Rúnar Már
Murtazayev
Rotrarlu

Þó að athyglin væri á ungu drengjunum, var það Fred sem var að fá sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði síðan í apríl sem var fyrstur til að láta ljós sitt skína, strax á þriðju mínútu átti hann þrumuskot í slá af löngu færi eftir mjög nett spil. United hélt áfram eftir þessa góðu byrjun og pressaði á Astana, vann horn eftir horn og unglingarnir voru mjög frískir. Rashford fékk frábært færi á 12. mínútu þegar boltinn kom til hans eftir horn, um 2 metra frá stöng, en boltinn kom á vinstri fótinn og Eric varði mjög vel.

Rétt um þremur mínútum síðan spilaði united sig í gegn, og Mason Greenwood átti skotið en rétt framhjá fjær stöng.

Það leit samt ekki vel út rétt eftir það þegar Astana komst upp vinstra megin en það endaði með því að Phil Jones kom að og tæklaði gríðarvel skotið.

Það var bara tímabundinn léttir á pressunni, United hélt áfram að sækja og sækja. Fred var sem klettur á miðjunni, Rashford átti aftur dauðafæri eftir að hafa stungið sér skemmtilega milli tveggja varnarmanna til að taka á móti frábærri sendingu frá Marcos Rojo, en viðstöðulaust skotið fór beint á Eric.

Pressa United leiddi til þess að þetta var orðinn hálfgerður handboltaleikur, allt lið Astana var komið upp að vítateig og sóknir United brotnuðu á henni með ýmsum hætti. Dalot var frískur hægra megin en vörnin náði alltaf að hreinsa fyrirgjafir hans frá.

Síðasta færi hálfleiksins kom í hlut Marcus Rashford en enn á ný varði Eric frá honum.

Fyrri hálfleikur endaði þannig markalaus þrátt fyrir nær stanslausa sókn United, en liðði hefði mátt nýta færin aðeins betur, og eins hefði verið gott að sjá eins og eina fyrirgjöf frá Diogo Dalot takast.

Mörgum þótti Angel Gomes standa sig vel í fyrri hálfleiknum en staðreyndin var sú að hann fékk boltann alltof sjaldan á hættusvæði

Half Time — Manchester United have near-enough completely neglected passing into the white circle marked below. This is where Greenwood and Gomes have been in space for a quick turn. Rather, both Matić and Fred have opted for horizontal passes to the wings. pic.twitter.com/HSeoxWnpwj

— UtdArena. (@utdarena) September 19, 2019

Strax í upphafi seinni hálfleiks fékk hann loksins boltann í teignum, sneri sig í gegnum vörnina, gaf út í vinstri hluta teigsins, Marcos Rojo gaf frábæran lágan bolta fyrir en hvorki Greenwood né Chong náðu til hans, þó það hefði nægt til að stýra boltanum inn.

Ole haði gert breytingu, Chong færði sig yfir á hægri kantinn, Rashford fór út til vinstri og Greenwood fór í framherjann.

Annars var þetta sama og í fyrri hálfleik, United var í stöðugri sókn og Astana því sem næst í skotgröfum við teiginn. Marcus Rashford reyndi sig enn við aukaspyrnu en náði ekki að sveigja boltann nóg niður og yfir fór hann. Næst þegar United fékk aukaspyrnu á góðum stað, nokkuð utan teigs, fyrir miðju marki tók Fred hana hins vegar og hann hitti á markið en Eric varði frábærlega.

En uppúr því fór Astana að færa sig upp á skaftið og koma með nokkrar góðar sóknir. Ole gerði þá breytingu og Juan Mata og Jesse Lingard komu inn á fyrir Gomes og Chong. Chong hafði ekki átt góðan leik, en Gomes var skárri, hafði hins vegar ekki náð að setja mark sitt á leikinn.

United náði aftur upp pressunni og loksins kom markið. Og þá var það einstaklingsframtak frá Mason Greenwood. Hann fékk boltann utarlega í teignum hægra meginn, fór til vinstri og fintaði varnarmann upp úr skónum þegar hann færði boltann aftur til hægri og smellti góðu skoti milli fóta Eric. Frábært fyrsta mark fyrir United hjá Greenwood og staðan 1-0 á 73. mínútu.

Embed from Getty Images

Síðasta skiptingin var svo bakvarðaskipting, Young inn fyrir Rojo.

Diogo Dalot hafði átt allt of margar slakar fyrirgjafir í leiknum og kórónaði það svo með að brenna af dauðafæri. Lingard skaut af löngufæri, Erik varði í stöng og boltinn barst til Dalot sem átti bara eftir að skjóta í opið markið en hitti boltann mjög illa og skaut í jörð og framhjá. Hrikalega slakt.

Leikurinn rann síðan sitt skeið, Astana reyndi svolítið og sótti en það gaf lítið.

Þetta var skyldusigur en reyndist afskaplega erfitt að landa honum. Þetta fer í reynslubankann hjá ungu leikmönnunum, Greenwood gerði sitt, og Axel Tuanzebe var traustur í vörninni. Fred var bara þokkalega frískur og miðað við hvað Matic var hægur og slakur ætti Fred að vera kominn á undan honum í röðinni.

Nú er það West Ham á sunnudaginn og vonandi að einhverjir af meiddu mönnunum verði komnir til baka

Efnisorð: Mason Greenwood 12

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Theodór says

    19. september, 2019 at 18:01

    Geggjuð framlína, tökum þetta öruggt 4-0, greenwood með tvö og chong & mata með sitthvort!

    0
  2. 2

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2019 at 18:15

    Jæja, djarft spilað, drengir á móti fullorðnum karlmönnum. Fáum loks að sjá úr hverju þeir eru gerðir, þetta hljómar spennandi en gæti alveg eins snúist í andhverfu sína. Vonandi ekki, ég ætla að njóta þess að sjá þessa gutta spreyta sig og spila fygir merkið.
    GGMU

    2
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2019 at 19:24

    Lítur vel út en Rashford þarf að nýta færin annars missir hann níuna, það er klárt. Nía sem skorar ekki er alls engin nía.

    4
  4. 4

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2019 at 20:25

    Fullreynt með ungviðið, Chong og Gomes ekki líkamlega né andlega tilbúnir í heilan leik. Rashford tekur ekki betri aukaspyrnur en Jones og svo væri Solli búinn að setja 3 í svona leik.

    0
  5. 5

    Silli says

    19. september, 2019 at 21:41

    Ég er mjög sáttur við kvöldið.
    Ole stilti upp flestum unglingunum sínum (okkar), í bland við örfáa reynslubolta og menn sem fá alla jafna ekki mikinn spilatíma.. já og Rashford.
    Þegar ég sá liðsuppstilinguna fyrir leik, þá rann upp fyrir mér að Evrópudeildin er nákvæmlega rétta mótið fyrir okkur núna. OGS og hans (okkar) menn eru að mínu mati að stíga hárrétt skref í átt að upprisu stórveldisins, og á fullkomlega réttum forsendum. Það tekur tíma, en gvöð minn góður hve framtíðin er björt!
    Við vinnum alveg örugglega enga merkilegar dollur þetta árið, ef nokkrar… Mér er bara alveg sama- Loksins er Manchester United aftur Manchester United!

    5
  6. 6

    Silli says

    19. september, 2019 at 21:58

    @Bjarni.
    „In August 1995, Match of the Day pundit Alan Hansen criticised then-Manchester United manager Sir Alex Ferguson with a comment that went down in football folklore.

    Hansen was speaking after Ferguson’s young side lost 3-1 to Aston Villa on the opening day of the 1995-96 season“.

    😊

    2
  7. 7

    Hjöri says

    19. september, 2019 at 22:00

    Sá bara seinni hálfleikinn, og þvílíkur göngubolti, og 5 skot á markið og náðist að pota einu þeirra inn.

    0
  8. 8

    MSD says

    19. september, 2019 at 22:37

    Það vantar svo sárlega meira creativity á miðjuna. Við munum alltaf ströggla í vetur gegn liðum sem bakka og þétta vörnina fyrir framan eigin teig. Að því sögðu þá hefði þessi leikur eflaust endað öðruvísi ef eitthvað af þessum færum í upphafi leiks hefði endað inni. Getum þakkað Greenwood fyrir flott einstaklingsframtak þarna í teignum og geggjað finish. Rashford var duglegur að koma sér í færin en fjandinn hafi það, hann þarf að bæta sig í finishing. Diego Dalot lookaði helvíti ryðgaður og náði varla einni fyrirgjöf á samherja, toppaði það svo með dauðafærisklúðrinu í lokin. Matic er orðinn eins og hægur traktor og stimplar sig alltaf enn meira úr liðinu finnst mér. Chong fannst mér ekki komast í takt við leikinn og Gomez átti ágætan fyrri hálfleik en fylgdi því ekki eftir í seinni. Freddi kom mér á óvart, átti ágætis leik.

    Heimaleikir í þessari riðlakeppni eiga alltaf að vera 3 stig sama hvað – það er bara þannig. Það hefði verið vont að byrja keppnina á feilspori gegn svona liði og það hefði sett auka pressu og neikvæðni á Solskjær. Takk Greenwood!

    2
  9. 9

    Sindri says

    19. september, 2019 at 23:22

    Frábært að byrja með algjört varalið og vinna samt. Þó að þetta hafi verið Astana, sem endaði í 3. sæti í K-riðils í fyrra og náði aðeins í tvö stig á útivelli.
    .
    Munum vonandi ekki róta liðinu alveg jafn mikið (þó dass) í þessari keppni í framhaldi.
    .
    Ef að Fred er að átta sig á lífinu og Fransmennirnir tveir ná sér fyrir sunnudag, er ástæða til að hlakka til helgarinnar og vetrarins.

    1
  10. 10

    Óskar G Óskarsson says

    19. september, 2019 at 23:57

    Hræðilegur leikur ! Og chong og gomes eiga langt i land með að vera tilbúnir i aðalliðið.
    Og við höfum ekki einu sinni efni a að senda þá á lán.
    Við hendum leikmönnum fra okkur sem eru með margra ára reynslu i evrópu til að spila gomes sem er 60 kg með skólatösku.
    Þetta mun ekki enda vel fyrir solskjaer, þvi miður

    0
  11. 11

    Björn Friðgeir says

    20. september, 2019 at 10:08

    Það er rétt að minna á að það voru Schmeichel og Cantona, með smá hjálp frá Keane sem unnu titilinn 1996. Það var hins vegar frábær reynsla fyrir guttana.

    Ég hlakka til að sjá þessa sömu leikmenn gegn Rochdale í næstu viku, þetta fer í reynslubankann. (að vísu býst ég við að Chong þurfi smá meiri tíma í u23)

    4
  12. 12

    guðmundur Helgi says

    21. september, 2019 at 22:47

    Angel Gomes er frabær leikmaður og hrein unun að horfa a hann spila, verður einn af stjornum deildarinnar fyrr en siðar.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tòmas um Brentford 4:0 Manchester United
  • Helgi P um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • zorro um Brentford 4:0 Manchester United
  • Danni um Brentford 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress