• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Sheffield United 3:3 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 24. nóvember, 2019 | 20 ummæli

Á Bramall Lane þar sem heimamenn í Sheffield United tóku á móti okkar mönnum var hörkustuð fyrir leik dagsins og heimamenn greinilega í miklu stuði. Heimamenn buðu upp á glæsilega ljósasýningu og dúndrandi hávaða frá pöllunum, alveg hreint til fyrirmyndar. Byrjunarliðið hjá Ole Gunnar Solskjær kom nokkuð á óvart.

1
De Gea
4
Jones
5
Maguire
2
Lindelöf
53
Williams
17
Fred
21
James
15
Pereira
29
Wan-Bissaka
9
Martial
10
Rashford

Á bekknum voru þeir Grant, Mata, Lingard(’45), Garner, Greenwood(’73), Young og Tuanzebe(’85).

Lið heimamann er svohljóðandi:

Moore
O'Connell
Basham
Jagielka
Baldock
Stevens
Fleck
Lundstram
Norwood
McGoldrick
Mousset

Heimamenn fengu fyrstu hornspyrnu leiksins strax á þriðju mínútu en engin hætta skapaðist af þeirri spyrnu. Annars einkenndust fyrstu mínúturnar af misheppnuðum sendingum og bæði lið virtust enn vera að þreifa sig áfram og reyna að ná einhvers konar stjórn á leiknum fyrstu tíu mínúturnar.

Það átti eftir að breytast á 11. mínútu þegar Lundstram átti hörkuskot sem David de Gea mátti hafa sig allan við að verja en boltinn barst aftur til Sheffield manna. Þar náði McGoldrick að skalla boltann að marki af stuttu færi og aftur minnti spænski kötturinn í búrinu okkur á það að hann er einn sá allra besti í sínu fagi. Tvær frábærar vörslur en ákveðin hættumerki um hvað var í vændum.

Embed from Getty Images

Phil Jones var mjög ferskur framan af og gerði mikið af því sem hann er bestur í, þ.e.a.s. að kasta sér í hverja tæklinguna á fætur annarri og vann boltann fyrir okkur. Hans hlutverk í leiknum var greinilega að hlífa vörninni eftir bestu getu.

Það tókst hins vegar ekki nógu vel en Sheffield komst í hörku gott færi þegar löng sending barst inn á Lys Mousset sem gerði sér lítið fyrir og kjötaði Jones og komst einn inn í teig, renndi boltanum á Lundstram sem átti skot sem de Gea varði.

Hins vegar barst boltinn til John Fleck og þaðan í netið. 1-0 fyrir Sheffield verðskuldað miðað við gang leiksins. Sheffield búið að eiga 4 marktilraunir, allar á markið og United ekki átt skot.

Embed from Getty Images

Fljótlega áttu þeir annað færi eftir að Phil Jones gaf kjánalega aukaspyrnu út við hornfánann þar sem mikil hætta skapaðist en Fred náði að skalla í horn.

Fyrsta skot United leit dagsins ljós á 29. mínútu þegar Anthony Martial komst inn í teig en Simon Moore, þriðji markvörður Sheffield, átti ekki í nokkrum vandræðum með það. Næstu tíu mínútur einkenndust af baráttu en ekki miklum gæðu og eintómu miðjumoði.

 

Síðari hálfleikur

Lingard kom inn á í hálfleik fyrir Phil Jones enda var sá síðarnefndi hreint ekki búinn að eiga góðan dag að undanskildum fyrstu mínútunum. Strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks átti Rashford skot yfir markið en engu að síður mun betri byrjun en á þeim fyrri.

Strax í næstu sókn krækti Williams sér svo í fyrsta gula spjaldið þegar hann tók niður Lundstram þegar sá enski var að komast fram hjá honum. Reyndar tókst Lundstram að næla sér í eitt slík strax í kjölfarið þegar United var að komast í skyndisókn.

Embed from Getty Images

Þá fékk United annað kjaftshögg þegar Andreas Pereira tapaði enn einum boltanum og John Fleck átti frábæra sendingu á Mousset sem átti frábært skot í bláhornið og de Gea átti ekki nokkra möguleika. Staðan orðin 2-0.

Leikmenn Manchester United virtust aðeins taka við sér en engu að síður virtist vanta allt bit í liðið á síðasta þriðjungi vallarins. Harry Maguire átti til að mynda skot tilraun eftir að liðið hafði haldið boltanum í dágóðan tíma en ekki skapað neina hættu.

En slæmu sendingarnar og áhugaleysið var ekkert horfið. Menn voru ekkert á því að girða sig í brók og hækka tempóið í leiknum og reyna að jafna. Dútlið hélt áfram.

Embed from Getty Images

Þar til á 72. mínútu þegar Daniel James átti frábæra sendingu inn í teig þar sem einhverjum tókst að flikka boltanum áfram þar sem Brandon Williams stóð einn og óvaldaður og þrumaði boltanum í fjærhornið og skyndilega vaknaði mjög veik von í hjörtum stuðningsmanna Rauðu djöflanna.

Mikil pressa myndaðist í kjölfarið þar sem United var 70% með boltann það sem af var síðari hálfleiks og Mason Greenwood, sem var nýkominn inn á sem varamaður, átti eftir að láta til sín taka.

Eftir 70 mínútur af ömurlegum leik virtist sem leikmenn eigðu von. Sá ungi náði að stinga sér fram fyrir Phil Jagielka þegar Rashford kom með gullfallega fyrirgjöf og potaði boltanum inn og skyndilega staðan orðin jöfn, nokkuð sem engan mann óraði fyrir að myndi gerast.

Embed from Getty Images

Leiknum var ekki lokið, þvert á móti þá gáfu okkar menn í og tvíelfdust við að jafna. Skiptingarnar virtust hafa gert sitt. Eftir örfáar mínútur í viðbót fékk United annað tækifæri þegar Marcus Rashford komst í gráupplagt tækifæri eftir frábæra spilamennsku liðsins og hamraði boltann í netið og kom United yfir. 2-3 og það sló þögn á stuðningsmenn heimamanna.

Embed from Getty Images

Með sigrinum hefði United stungið sér í 5. sætið en heimamenn gáfust ekki upp og í uppbótartíma tókst varamanninum Oliver McBurnie, dýrasta leikmanni Sheffield frá upphafi, að koma boltanum yfir línuna og jafna fyrir heimamenn.

Embed from Getty Images

VAR-sjáin var auðvitað á sínum stað til að skoða hvort McBurnie hefði komið við boltann með höndinni í aðdraganda marksins en markið stóð og staðan orðin jöfn á ný. Stórkostleg skemmtun síðustu tuttugu mínúturnar en grautfúlt fyrir United að þurfa að sætta sig við jafntefli og í raun bæði lið þar sem Sheffield leiddi mestan hluta leiksins.

Leiknum lauk hins vegar með 3-3 jafntefli, United tókst að bjarga andlitinu eftir skömmustulega vonda byrjun þar sem de Gea var okkar besti maður. Hins vegar er jafntefli engin hörmung, sérstaklega úr því sem komið var.

Embed from Getty Images

En það er engu að síður augljós að Ole Gunnar Solskjær hefur verk að vinna því liðið er engan veginn sannfærandi og ef ekki væri fyrir stórkostlegan tíu mínútna kafla í leiknum hefði liðið ekki geta borið höfuðið hátt.

Næsti deildarleikur er gegn öðrum nýliðum þegar Aston Villa mætir á Old Trafford þar sem ekkert nema þrjú stig eru í boði. Glory, glory!

 

Efnisorð: Sheffield United 20

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Geiri says

    24. nóvember, 2019 at 16:23

    NovaTv dottið út hjá fleirum en bara mér?

    0
  2. 2

    gummi says

    24. nóvember, 2019 at 16:56

    Er Solskjær versti stjórinn í sögunni hjá United

    3
  3. 3

    Snjómaðurinn Ógurlegi says

    24. nóvember, 2019 at 17:00

    Phil Jones er svo dásamlega lélegur varnamaður :D

    1
  4. 4

    gummi says

    24. nóvember, 2019 at 17:06

    Miðað við þetta gengi okkar undir stjórn Solskjær þá er ótrúlegt að hann skuli vera en þá stjóri United

    2
  5. 5

    Bjarni Ellertsson says

    24. nóvember, 2019 at 17:07

    Lið með Fred, Jones, Pereira innanborðs er frekar veiklulegt lið. Afburða slakir svo ekki sé meira sagt.

    0
  6. 6

    Auðunn says

    24. nóvember, 2019 at 17:16

    Þessi fyrrihálfleikur er einn mesti viðbjóður sem ég hef séð.
    Þvílíka ömurlega frammistaðan…. Það ætti nú bara að reka þetta lið í hálfleik.
    Maður bara trúir ekki hversu ílla þetta lið getur spilað..

    2
  7. 7

    Alexander Hurra says

    24. nóvember, 2019 at 17:22

    Hef horft á svona 60% leikja í yfir 20 ár. Lídur eins og madur sè ad horfa á Barcelona og Hk
    Hef aldrei sed þad svartara.
    En Ole I trust 100%

    0
  8. 8

    Golli Giss says

    24. nóvember, 2019 at 18:11

    Jahérna. Voru menn eithvað að gera lítð úr liðinu. Þetta gæti breytt tímabylinu, þessi kafli. En leikurinn er ekki búinn.

    0
  9. 9

    Audunn says

    24. nóvember, 2019 at 18:22

    Ok gott að koma tilbaka eftir að hafa lent 2-0 undir en jafntefli gerir því miður ekkert fyrir okkur í þessari stöðu. Manchester United þarf að vinna leiki…
    Þetta er bara alls alls ekki nógu gott..

    4
  10. 10

    Georg says

    24. nóvember, 2019 at 18:26

    Vörðumst í 80 mín og fengum á okkur 3 mörk. Sóttum í 10 mín og skoruðum 3. Við erum betri í öðru þessarra og afhverju er það ekki nýtt betur…skil það ekki

    2
  11. 11

    Hjöri says

    24. nóvember, 2019 at 18:57

    Það er bara hending ef liðið nær báðum hálfleikjum góðum, og hefur svo verið nú síðustu ár. En að vera 2-0 undir þegar um 20 mín eru eftir, og komast síðan í 3-2 á 7 mínútna kafla finnst mér vera kraftaverk, og þetta getur liðið, en því miður þá jöfnuðu mótherjarnir í uppbótartíma. En nú spyr maður sig hvað veldur þessum kaflaskiptum hjá liðinu?

    1
  12. 12

    Elís says

    24. nóvember, 2019 at 19:46

    Skrítinn leikur.
    Liðið ömurlegt í 70 mín og áttu ekkert skilið úr leiknum.
    7 mín kafli og 3 mörk og allt í einu skiptu þessar 70 mín ekki svo miklu máli og heimamenn virkuðu bugaðir, þessi sigur hefði geta gefið svo mikið og verið algjör vítamínsprauta í jólatörnina en..
    Heimamenn jafna eftir að óli ákvað að ætla að halda þetta út í staðinn fyrir einfaldlega að halda áfram því sem var að virka.

    Þegar menn tala um 1 stig gegn þessu solid liði séu góð úrslit þá er Man utd liðið komið á skelfilegan stað(sem það er).
    Það má ekki gleyma þessari ógeðslegu framistöðu fyrstu 70 mín þar sem DeGea hélt liðinu í leiknum.

    Það sem ætti að gera:
    1. Reka Óla strax, hann er ekkert að fara neitt með þetta lið og framfarir liðsins eru engar.
    2. Ná í Poch og það strax áður en Bayern – Barca eða önnur stór lið ná í hann.

    Það sem verður gert:
    1. Haldið í Óla og talað um að gefa honum tíma. Liðið heldur áfram að spila jójó fótbolta og enda í 5-8.sæti og viti menn þá verður hann rekinn.
    2. Poch verður þá farinn á annað og Eddie Howie verður talinn vænlegur kostur

    Staðan á Man utd í dag er einfaldlega sú að liðið er 20 stigum á eftir Liverpool eftir 13.leiki í deild sem ætti ekki að gerast í neinum raunveruleika.
    Svo er verið að tala um að kaupa þennan og hinn. Hvaða heilvita stórstjarna vill koma og spila með Man utd í dag?

    5
  13. 13

    Danni says

    24. nóvember, 2019 at 19:49

    Fyrir mér voru það klárlega skiptingarnar sem voru vendipunkturinn hjá okkur. Vorum miklu betri í 442 (eftir að arfaslakur Pereira fór út af). Skiptingin að setja Tuanzebe inn á færði okkur automatískt aftar á völlinn og opnaði aftur fyrir Sheffield að komast inn í leikinn. Skiptinguna skildi ég svosem þar sem að Sheffield breytti um leikaðferð rétt áður og setti sóknarmann inn á. Best hefði verið ef við hefðum getað sett djúpan miðjumann inn á í þessari stöðu, en hann er bara ekki til í augnablikinu. Lélegur leikur hjá okkur (fyrir utan þennan 10-12 mínútna kafla) en svosem sterkt að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á móti liði sem virtist hafa allt með sér í þessum leik.

    7
  14. 14

    Björn Friðgeir says

    25. nóvember, 2019 at 09:12

    Nú duga Ole ekkert minna en þrír sigrar í næstu þremur deildarleikjum. Einfalt.

    4
  15. 15

    gummi says

    25. nóvember, 2019 at 11:15

    Við vitum öll að það er ekki að fara gerast

    2
  16. 16

    gummi says

    25. nóvember, 2019 at 12:57

    Við erum aðeins búinn vinna 4 leiki af 13 það ætti að vera nóg til að reka Solskjær

    1
  17. 17

    Herbert says

    25. nóvember, 2019 at 14:08

    Vandamálið er náttúrulega handónýtt miðja. Selja Pogba í janúar og kaupa tvo byrjunarliðsmenn á miðjuna. Einhverja sem vilja spila fyrir klúbbinn. Allir miðjumenn úr Newcastle samt afþakkaðir. Fred og Pereira eru aldrei að fara að spila með topp 4 klúbbi í stærstu deildum Evrópu. Það er bara alveg bókað mál. En Ole á allan þátt í því að hafa misst þetta í jafntefli. Þú skorar 3 mörk á 7 mínútum. Hallur áfram og náðu inn fjórða markinu! Finnst hann búinn að eiga alltof margar lélegar ákvarðanir undanfarið!

    4
  18. 18

    Hjöri says

    25. nóvember, 2019 at 14:27

    Halda menn virkilega að það bæti liðið að reka hvern stjórann á fætur öðrum? Oli er fjórði stjórinn frá því að gamli hætti, og hvað hefur liðið gert á því tímabili? Óskup lítið, og hvaða stjóri getur bætt liðið? Fyrrum stjóra Tottenham nefnir einhver, ekki hefur honum gengið það vel með liðið að hægt sé að hrópa húrra fyrir, hefur hann ekki verið að dóla með liðið í þetta 4-5-6 sæti þessi ár hjá liðinu. Ég er nú svo sem enginn fótboltaspekingur, en samt er tilfinning mín að þessir stjórar sem MU hefur verið að reka hafi ekki fengið nægan tíma til að byggja ja kanski framtíðar lið, en ég veit það ekki kanski bölvuð vitleysa í mér. En þetta eru svona mínar hugleiðingar. Góðar stundir.

    4
  19. 19

    Jón B says

    25. nóvember, 2019 at 14:36

    Ég er nokkuð viss um að í vor/sumar var tekin ákvörðun um að taka til í leikmannahópnum og helst að selja/lána menn sem voru ekki í framtíðarplönunum (farþegar á háum launum), t.d. Lukaku, Sanches og Smalling. Sama verður líklega gert næsta sumar.

    Solskjær og stjórnin áttuðu sig á því að þeir væru að veikja liðið fyrir þetta tímabil, en til langs tíma mun þetta vonandi verða til góðs. Því efast ég stórlega um að Solskjær verði rekinn á þessu tímabili. Solskjær hefur aldrei sagt annað en að þetta tímabil verði upp og niður og því miður verðum við bara að sætta okkur við það, s.s. búið að vera svoleiðis síðan SAF hætti. Það virðist líka vera komin stefna um að það sé ekki keyptur bara einhver, frekar séu keyptir leikmenn sem passa við leikstíl og hóp. Við erum búnir að brenna okkur á því undanfarin ár að kaupa ranga leikmenn. Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að ekki voru fleiri keyptir, þetta er víst raunveruleikinn og hann er ekki FIFA :).

    Ef Solskjær kaupir jafn vel í næstu gluggum og hann gerði í sumar þá held ég að við getum farið að horfa á bjartari tíma og verðum farnir að berjast um titla eftir 2-3 ár.

    Ég hef enga trú á því að góðir leikmenn vilji ekki koma til okkar, við erum Manchester United og það er STÓRT að spila fyrir það lið. Ef einhverjir fatta það ekki, þá er líka ágætt að fá þá ekki :)

    6
  20. 20

    Audunn says

    25. nóvember, 2019 at 15:24

    Það er hreint ótrúlegt að horfa á hversu lítill gæði eru virkilega í þessu liði þrátt fyrir ótrúlega eyðslu í leikmenn undanfarin ár.
    Miðjan í þessum leik gegn Sheffield var án gríns með lélegri miðjum í þessari deild.
    Svo er enn verið að rembast við að nota mann eins og Jones sem er svo lélegur að það er bara ekki hægt.
    Og ekki að það sé ný frétt. Það er búið að vera vitað í mörg mörg ár samt asnast og þrjóskast menn við það að nota hann.. það er fáránlegt.
    Henda þessu drasli á Hauganes, kannski að eitthvað lið í annarri deild gæti notað hann…. Bara kannski.
    En eitt tók ég eftir í þessum leik sem var mjög jákvætt og það var að ég sá fyrirliðann stjórna sínu liði inn á vellinum. Hann lét menn heyra það… Það hef ég ekki séð mjög mjög lengi enda Young ekki leiðtogi á velli frekar en Fagranesið.
    Ef Ole hefur ekki séð þetta líka og heldur sig ekki áfram við Maguire sem fyrirliða þá er eitthvað að..

    Já ég tek undir það að Ole verður að vinna næstu 3 leiki.. annars þarf hann að taka pokann sinn.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress