• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Astana 2:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. nóvember, 2019 | 11 ummæli

Það var ungt lið sem hóf leikinn. Ethan Laird, DiShon Bernard og Dylan Levitt léku sinn fyrsta leik fyrir Manchester United og meðalaldur útileikmanna var innan við 21 ár

13
Grant
23
Shaw
38
Tuanzebe
58
Bernard
41
Laird
63
Levitt
37
Garner
28
Gomes
14
Lingard
44
Chong
26
Greenwood

Varamenn: Kovar, Mengi, Taylor, Galbraith, Puigmal, Bughail-Mellor, Ramazani

Byrjaði mjög frísklega og ungu leikmennirnir sýndu að þeir voru óhræddir við að reyna að spila hratt upp og pressa á Astana. Fyrsta færið kom á fimmtu mínútu, Greenwood með skot beint á markmann. Pressan var næsta stöðug og Astana var komið að mestu inn í teig og á 10. mínútu kom markið. Reynsluboltinn og fyrirliðinn Jese Lingard fékk sendingu frá hinum gamla manninum úti á vellinum, Luke Shaw, lagði boltann fyrir sig og skaut utan teigs, boltinn fór aðeins í varnarmann og í markhornið fjær, mjög smekklegt mark!

Embed from Getty Images

United hélt áfram og átti leikinn að mestu, sérstaklega voru Laird og Chong frískir upp hægra megin.

Um miðjan hálfleikinn fór Astana samt aðeins að vinna betur og sækja á móti. Annars var fátt um markverða atburði, Rúnar Már fékk reyndar gult fyrir fara of seint í Jesse Lingard en Lingard hristi það þó á endanum af sér. Spilamennskan hjá unglingunum var ágæt, menn létu boltann ganga vel en gekk illa að finna glufur í vörn Astana. Að samaskapi var vörn United líka þétt þegar Astana reyndi að sækja.

Garner og Levitt voru allt í öllu á miðjunni, dreifðu spilinu vel og voru með nærfellt fullkomið sendingahlutfall.

Astana kom svo öllu frískara út í seinni hálfleik og sótti vel á. Di’Shon Bernard var heppinn að setja ekki boltann í eigið net þegar hann ætlaði að hreinsa en hrasaði og skaut í staðinn yfir. Það tók United um fimm mínútur þangað til liðið náði boltanum almennilega og liðið átti erfitt með að komast í sama gír og í fyrri hálfleik. Tahith Chong átti að skora á 54. mínútu eftir frábæran undirbúning Luke Shaw en í stað þess að renna boltanum í opið mark skaut hann yfir. Það var geysidýrt því Astana fór beint upp í sókn og Shomko fékk boltann inni í teig, skaut úr þröngu færi og skoraði framhjá Grant. Leit ekki vel út fyrir Chong sem hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning hjá United og ku vera að leita að betri samningi annars staðar.

Það versnaði síðan fyrir United, Astana kom upp í sókn og Rukovina fékk boltann óvaldaður uppi í teignum hægramegin, gaf fyrir og boltinn fór beint á kollinn á Bernard sem var að reyna að komast fyrir boltann og þaðan í netið. 2-1 fyrir Astana. Í þetta skiptið var þó ekki hægt að áfellast Bernard.

Chong hafði ekki átt mjög góðan leik þó að hann hafi átt spretti í fyrri hálfleik og D’Mani Bughail-Mellor kom inná fyrir hann. Eftir að hafa komist yfir bakkaði Astana mjög og leyfði United að halda boltanum. Þeir komust í hraðaupphlaup á 74. mínútu sem endaði með því að Rúnar Már fékk boltann einn við teiginn og átti að gera betur en að skjóta framhjá. United heppnir þar.

Embed from Getty Images

Hinu megin átti Angel Gomes síðan alveg prýðilega tilraun úr aukaspyrnu, sveigði boltann yfir vegginn en markvörðurinn var viðbúinn og sveif upp að slá til að slá boltann yfir. United reyndi að setja meiri pressu á Astana og aftur var markvörðurinn Eric hetja þeirra þegar Greenwood skaut úr teignum, viðstöðulaust eftir góða fyrirgjöf en Eric var kattliðugur að verja yfir.

Næsta skipting var Largie Ramazani að koma inná fyrir Garner til að setja meiri brodd í sóknina, það gekk ekki alveg eftir og næst var það Ethan Galbraith sem kom inná fyrir Gomes rétt fyrir leikslok.

United sótti síðustu mínúturnar en sköpuðu ekki frekari færi og tapið staðreynd.

Embed from Getty Images

Þetta hefði getað farið betur og erfitt að horfa ekki á klúðrið hjá Chong sem atvikið sem breytti leiknum. En það sem þessa leiks verður minnst fyrir er að sex leikmenn léku sinn fyrsta leik, og jafn margir nýliðar hafa ekki komið við sögu frá því að félagið lék sinn fyrsta leik. Af fjórtán leikmönnum voru ellefu úr unglingastarfinu og þó að öruggt sé að ekki allir þeirra munu eiga sér framtíð hjá United var þessi lekur gríðarlegt lexía fyrir þá alla og vonandi sjáum við þá fá tækifæri síðar.

11

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Rúnar Þór says

    28. nóvember, 2019 at 17:48

    Greyið Chong, hann hefur bara alls ekki nýtt tækifærin sem hann hefur fengið á þessu seasoni. Ef hann hefði skorað 2-0 þá væri game over.

    Á hann framtíð hjá United? Hann hefur allavega ekki gert sér neina greiða

    2
  2. 2

    Karl Garðars says

    28. nóvember, 2019 at 17:59

    Hvað var ég að horfa á..??😅

    1
  3. 3

    silli says

    28. nóvember, 2019 at 18:06

    Framtíðin er allavega björt!
    Við megum vera afar stolt af guttunum.. og Mér finnst frábært hjá Ole að henda þeim í nokkuð djúpa laug í leik sem skipti okkur engu máli.

    GGMU!!

    2
  4. 4

    Cantona no 7 says

    28. nóvember, 2019 at 18:40

    Skandall

    2
  5. 5

    Tryggvi says

    28. nóvember, 2019 at 22:51

    Gríðarlega öflug frammistaða gegn liði sem hafði tapað síðustu 6 evrópudeildarleikjum með markatölunni 1- 17.

    2
  6. 6

    Björn Friðgeir says

    29. nóvember, 2019 at 09:50

    Tryggvi: ég held þú hafir ekki alveg tekið eftir því hvernig liðinu var stillt upp.

    0
  7. 7

    Audunn says

    30. nóvember, 2019 at 15:38

    Það á ekki að skipta máli hvernig stórlið á borð við Manchester United er stillt upp gegn liði frá Kasakstan.
    Þessi ósigur er skandall fyrir klúbb á stærð við Manchester United.
    Algjör skandall…..
    Ole hlýtur að vera kominn út á mjög mjög hálan ís.
    Ég bara trúi því ekki að hann eigi inni marga sénsa hjá stjórn klúbbsins. Tölfræði Ole Gunnar er algjör hryllingur.

    6
  8. 8

    Sigurjon Arthur says

    1. desember, 2019 at 11:34

    Engin upphitun fyrir leik og ekkert podkast í langan tíma…..eruð þið drengir nokkuð að missa dampinn ?
    Kv,
    SAF

    1
  9. 9

    Ragnar says

    1. desember, 2019 at 12:41

    Er það skrítið þegar United er með skitu..jafn margir unnir leikir og Everton í 17 sæti eina ástæðan fyrir því að United er 11 sæti en ekki i fallsæti er DeGea

    1
  10. 10

    gummi says

    1. desember, 2019 at 14:18

    Ef við náum ekki í sigur í dag þá verður Solskjær að fara

    2
  11. 11

    Audunn says

    1. desember, 2019 at 15:37

    Jesús þetta byrjunarlið gegn Aston villa.. 😖😖
    Sér Ole Gunnar leikina eitthvað öðruvísi en allir aðrir í heiminum? Miðjan í síðasta leik gegn Sheffield United var viðbjóður en samt heldur hann sig við Periera og Fred.
    Er Matic meiddur líka?

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress