• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Colchester mætir á Old Trafford

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 17. desember, 2019 | Engin ummæli

Eftir bragðdauft jafntefli í deildinni við vængbrotið lið Everton er komið að leik í miðri viku gegn Colchester United. Leikurinn var merkilegur í alla aðra staði en fyrir úrslitin þar sem United náði þeim merka áfanga að spila 4000 leiki í röð þar sem uppalinn leikmaður er í hópnum.

Leikurinn á morgun er hins vegar merkilegur fyrir allt aðrar sakir. Þetta verður einungis í þriðja sinn sem liðin mætast en fyrsta viðureign liðanna fór fram 20. febrúar 1979. Þá mættust liðin í 5. umferð FA bikarsins en síðan þá hafa liðin einungis mæst einu sinni en það var 8. nóvember 1983 í deildabikarnum. Í báðum leikjunum hélt United hreinu og vann leikinn.

Embed from Getty Images

Á morgun mætast liðin í deildarbikarnum eða Carabao-bikarnum eins og hann heitir í dag, en um átta liða úrslit er að ræða. United sigraði Chelsea í síðustu umferð með glæsilegu aukaspyrnumarki frá Marcus Rashford.

Colchester hóf keppnina á að leggja Swindon Town 3-0 í fyrstu umferðinni og fylgdu því eftir með því að leggja bæði Crystal Palace (4-5) og Tottenham (4-3) í vítaspyrnumkeppnum eftir markalaus jafntefli. Í síðustu umferð sigruðu þeir Crawley town 3-1 og eru því vel að því komnir að vera komnir í átta liða úrslit.

Embed from Getty Images

Colchester sitja í 9. sæti í d-deildinni á Englandi en eins og áhugamenn um enska boltann vita þá getur allt gerst í bikarleikjum, sérstaklega þegar stóru liðin ætla sér að hvíla leikmenn eins og má fastlega gera ráð fyrir að Solskjær muni gera í þessum leik.

Liðið verður að öllum líkindum ekki ósvipað og í leiknum gegn AZ Alkmaar, þar sem sá norski gerði 9 breytingar milli leikja. Auðvitað eru svona leikir oft notaðir til að gefa yngri leikmönnunum tækifæri en Ole Gunnar hefur verið óhræddur við að gera það í öllum keppnum.

Þó kann að vera að leikmenn eins og Mason Greenwood og James Garner fái hugsanleg byrjunarliðssæti og þá verði lykilmenn eins og McTominay, Lindelöf, Rashford og de Gea fái kærkomna hvíld

Annars má gera ráð fyrir að liðið verði eitthvað á þá leið:

1
De Gea
53
Williams
5
Maguire
5
Rojo
18
Young
37
Garner
31
Matic
10
Rashford
8
Mata
14
Lingard
26
Greenwood

Stjórnarformaður Colchester var brattur á dögunum þegar verið var að ræða leikinn sem er framundan en hann sagði að „svo lengi sem staðan helst 0-0, vitandi það að við getum sigrað hvaða lið sem er í vítaspyrnukeppni, þá mun spennan vera óbærileg!“ En engu að síður verður viðureignin í það minnsta áhugaverð og upplögð tilbreyting frá þessum hefðbundnu viðureignum liðsins.

 

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress