• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:0 Colchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 18. desember, 2019 | 1 ummæli

Í kvöld mætti Manchester United d-deildarliðinu Colchester United í Carabao bikarnum (deildarbikarnum). Litla liðið úr austurhluta landsins var sýnd veiði en ekki gefin en þeim hafði hingað til tekist að leggja bæði Crystal Palace og Tottenham af velli í keppninni.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
38
Tuanzebe
18
Young
15
Pereira
31
Matic
10
Rashford
8
Mata
26
Greenwood
9
Martial

Á bekknum voru þeir Grant, Garner, Lingard, Jones, Chong, Williams og McTominay,

 

Lið gestanna var skipað þeim Gerken, Jackson, Tom Eastman, Prosser, Bramall, Lapslie, Pell, Comley, Harriot, Nouble og Norris.

Bekkurinn: Stevenson, Poku, Sowunmi, Gambin, Ross, Clampin og Brown.

 

Embed from Getty Images

Rashford var líflegur fyrstu mínúturnar, vildi fá víti strax á fyrstu mínútu og krækti svo í aukaspyrnu út við teighornið á þeirri þriðju. Þremur mínútum síðar fiskaði hann aukaspyrnu úr enn betri stöðu og tókst að koma föstu skoti á rammann en markvörður gestanna reyndi að grípa boltann en missti hann frá sér en náði þó að endurheimta boltann áður en Greenwood náði til hans.

Fyrsta korterið bar það með sér að leikurinn yrði ansi þungur fyrir gestina í Colchester en heimamenn þjörmuðu verulega að þeim og áttu þeir í stökustu vandræðum að tengja saman sendingar og flestar snertingar þeirra voru hreinsanir.

Sergio Romero virtist hálf einmana á sínum vallarhelming og hefði allt eins getað gert skattaskýrsluna sína á meðan United var 82% með boltann fyrsta korterið.

Embed from Getty Images

United átti frábæra sókn sem byrjaði á hægri vængnum en færðist yfir á þann vinstri til Luke Shaw sem fann Juan Mata út við teigshornið. Sá spænski renndi boltanum í hlaup fyrir Marcus Rashford sem bar boltann upp að endalínunni og setti boltann fyrir markið þar sem Dean Gerken kastaði sér fyrir boltann og bjargaði eflaust marki.

Rashford fór svo sjálfur illa með dauðafæri þegar Matic stakk boltanum inn fyrir vörnina og Rashford var réttstæður en fyrsta snerting sveik hann og Gerken snöggur út og náði til boltans. Það er kannski til marks um það hve aftarlega og djúpt Colchester lágu að Harry Maguire bar boltann alla leið upp völlinn að vítateignum og lét vaða.

Embed from Getty Images

Aftur skaut Rashford sér inn fyrir þegar Andreas Pereira vippaði tuðrunni yfir vörnina en aftur brást honum bogalistin. Þó verður líka að hrósa varnarlínu Colchester en þeir voru vel á verði og létu ekki undan auðveldlega.

Hálfleiknum lauk með ágætisskoti frá Anthony Martial sem sveif rétt yfir markvinkilinn. Colchester menn líklegast ánægðir með stöðuna enda hafði United ekki fengið mörg færi og þau færi sem liðið fékk runnu út í sandinn.

Embed from Getty Images

Síðari hálfleikur fór ágætlega af stað þar sem United reyndi að brjóta á bak aftur baráttuglaða Colchester menn en fyrsta hættulega færið féll gestunum í skaut þegar bakvörðurinn þeirra stakk Maguire af en skot hans var mjög slappt.

Romero handsamaði knöttinn, rúllaði honum út á Matic sem átti stórkostlega sendingu í autt svæðið á vinstri vængnum þar sem bakvörður gestanna var var enn frammi. Rashford var þar á auðum sjó, rakti boltann inn í teig þar sem hann fór þvert í gegnum teiginn og hamraði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Grenken.

Embed from Getty Images

Eftir að hafa lent undir neyddust gestirnir til að færa sig ofar á völlinn og reyna hvað þeir gátu að jafna leikana. En engu að síður reyndu þeir að vera þéttir aftur en gæði United voru fljót að sýna sig aftur.

Greenwood fékk frábæra sendingu út á hægri kantinn, leit upp og þrumaði boltanum fyrir markið þar sem Rashford þurfti varla annað en að horfa á boltann til að hann endaði í netinu. Reyndar þurftu hann ekkert að gera þar sem boltinn fór af varnarmanni og í netið. Virkilega vel gert og staðan orðin þægileg og í takti við gang leiksins.

Embed from Getty Images

United hélt áfram að bæta í ef eitthvað var og þegar klukkustund var liðin var liðið búið að þrýsta nær öllum varnarmönnum gestanna í boxið með laglegu stuttu spili þar sem nánast hver einasti leikmaður United kom við boltann.

Sókninni lauk með sendingu á Rashford inn fyrir nokkuð þéttan pakka í vítateignum en honum tókst að koma boltanum fyrir markið þar sem Martial skoraði líklegast auðveldasta markið sitt á tímabilinu. 3-0 og heimamenn litu mjög vel út í aðdragandanum að markinu.

Embed from Getty Images

Þetta var það síðasta sem Rashford gerði í leiknum en hann ásamt Luke Shaw fóru útaf á meðan Brandon Williams og Jesse Lingard komu inn á í þeirra stað.

Alex Tuanzebe fór fljótlega útaf eftir að hann stoppaði sókn Colchester manna og virtist hafa fengið högg en í hann stað kom James Garner inn á og Matic virtist færast niður í miðvörðinn samhliða skiptingunni.

Nokkur hálffæri litu dagsins ljós eftir skiptingarnar en Colchester menn héldu vörninni þéttri og stoppuðu skotin. Williams, Martial, Mata og Greenwood áttu allir nokkur skot en svo virtist sem staðan væri í rauninni ráðin. Leikurinn varð rólegri þar til á um 84. mínútu eftir lengstu sókn gestanna.

Þá var röðin komin að Maguire sem átti þrususkalla en Grenken blakaði honum yfir markið. United menn voru greinilega ekki saddir og sóttu það sem eftir lifði leiks. Hins vegar lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna, þægilegt og öruggt og í alla staði góður leikur þar sem ungir leikmenn fengu tækifæri, lykilleikmenn fengu að hvílast og undanúrslitin bíða okkar ásamt Aston Villa, Man City og Leicester City.

Embed from Getty Images

Nú rétt í þessu var dregið í bikarnum og komið á hreint að næsti mótherji United í keppninni er Manchester City. Fyrri viðureign liðanna fer fram á Old Trafford þann 6. janúar en sú síðari þann 27. janúar á Etihad vellinum.

Næsti leikur er gegn botnliði Watford í deildinni á sunnudaginn kl 14:00.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Jonas says

    19. desember, 2019 at 14:21

    Var reyndar búinn undir að Manc fengi þetta lið í Meistaradeildini, en þeir fá ekki allt sem þeir vilja.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress