• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Watford á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. febrúar, 2020 | Engin ummæli

Eitt skref fram á við, eitt skref aftur. Þetta er saga þessa tímabils og eftir frækinn sigur á Chelsea tók auðvitða við afspyrnuslakur leikur gegn Club Brugge. En jafnteflið hafðist og það er ágæt von fyrir leikinn í næstu viku.

En fyrst er það Watford sem kemur í heimsókn (já ég er búinn að tékka, engin mistök í þetta skiptið). Tveimur dögum fyrir jól fór United á Vicarage Road, þremur stigum á eftir Chelsea og tapaði auðvitað. Nú, níu leikjum síðar er United ennþá þremur stigum á eftir Chelsea og það sem meira er, í hádeginu á eftir tekur Chelsea á móti Spurs. Það má því aðeins vona, en það hefur verið frekar bitur reynsla af slíkum vonum í vetur.

Það sem jafnteflið í Belgíu færði hópnum var að sjálfsögðu smá hvíld lykilmanna og því má búast við eins sterku liði á morgun og völ er á

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
4
Bailly
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
21
James
18
Fernandes
26
Greenwood
9
Martial

Það verða einhverjir til að setja spurningamerki við James þarna og það kann að vera einhver önnur lausn á því, hugsanlega 3-5-2 leikaðferðin nú eða að setja Martial út vinstra megin og leyfa Odion Ighalo að spreyta sig gegn sínum gömlu félögum. Eitthvað er óvíst með Mason Greenwood vegna veikinda og ef hann verður ekki með þá fáum við örugglega að sjá Ighalo byrja

Watford fékk byr í seglin eftir sigurinn á United, vann þrjá leiki í viðbót og gerði tvö jafntefli en tapaði síðan þremur leikjum í röð, þar á meðal gegn Tranmere í bikarnum sem veitti Tranmere leikinn gegn United, og gerði jafntefli í síðasta leik gegn Brighton

Foster
Masina
Cathcart
Kabasele
Mariappa
Hughes
Capoue
Deulofeu
Doucouré
Pereyra
Deeney

Í hóp Watford er það bara Daryl Janmaat sem meiddur en Ismaïla Sarr er að koma úr meiðslum og ekki víst hann byrji.

Watford er sem stendur í næst neðsta sæti deildarinnar þó stutt sé í liðin fyrir ofan en næsti leikur þeirra er gegn Liverpool og þessir tveir leikir gætu farið langt með að gera fallbaráttuna óvinnandi fyrir þá. Sigur þeirra á United fyrir jólin verður örugglega ræddur í undirbúningi beggja liða og það er eins gott að United dragi einhvern lærdóm af þeim leik ef ekki á illa að fara.

Leikurinn á morgun, sunnudag, hefst klukkan 2.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress