• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

16 liða úrslit í Austurríki

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 11. mars, 2020 | 2 ummæli

Þá heldur United út til Austurríkis þar sem efsta lið deildarinnar LASK, eða Linzer Athletik-Sport-Klub, tekur á móti okkur. Leikurinn fer fram á Linzer Stadion, TGW Arena en vegna veirufaraldursins, sem eflaust hefur ekki farið framhjá neinum, verður leikið fyrir luktum dyrum í varúðarskyni.

Þessi leikur er fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að United lagði Club Brugge af velli 1-6 samanlagt á meðan heimamenn í LASK lögðu AZ Alkmaar frá Hollandi í sömu umferð. Þó margir vilji meina að United hafi verið heppið með drátt en þá skyldi ekki vanmeta. Í riðlinum sínum lögðu þeim Rosenborg, PSV og Sporting nokkuð örugglega og hafa í raun unnið alla heimaleiki sína en einungis tapað einum útileik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en það var gegn Sporting í Portúgal.

Embed from Getty Images

Hins vegar er fullt af jákvæðum staðreyndum sem ýta undir þá trú að United eigi að komast nokkuð þægilega í gegnum þessa viðureign. Fyrir það fyrsta er United ekki búið að tapa í 10 leikjum í röð og hefur unnið 7 af þessum 10 leikjum. Þá hefur vörnin verið gífurlega sterk, haldið ríkjandi deildarmeisturum City frá því að skora í tveimur leikjum, en einnig haldið liðum á borð við Chelsea og Wolves frá því að komast á blað.

Sjálfstraust liðsins ætti líka að vera í sögulegu hámarki hjá þessu United liðið eftir þetta gengi og sérstaklega eftir nágrannaslaginn um Manchesterborg um síðustu helgi sem endaði með stórkostlegu marki frá ungum, uppöldum leikmanni með risastórt United hjarta sem nýstíginn upp úr meiðslum.

Embed from Getty Images

Þá vantar einnig nokkra sterka leikmenn í lið LASK og verður þeirra eflaust sárt saknað. Þó að þetta kunni að vera ágætistækifæri fyrir Ole Gunnar Solskjær til að hvíla leikmenn fyrir Tottenham leikinn um helgina verður að teljast líklegt að sá norski taki viðureignina alvarlega og stilli upp þokkalega sterku liði. Heimavallarárangur LASK hefur verið með eindæmum þessa leiktíðina en lið United gæti verið á þessa leið:

22
Romero
53
Williams
3
Bailly
5
Maguire
38
Tuanzebe
17
Fred
39
McTominay
21
James
8
Mata
26
Greenwood
25
Ighalo

Þeir Aaron Wan-Bissaka, Diogo Dalot, Jesse Lingard, Anthony Martial, Timothy Fosu-Mensah og Phil Jones voru hvergi sjáanlegir með hópnum sem ferðaðist til Austurríkis og því mjög ólíklegt að við sjáum nokkurn þeirra í leiknum á morgun.

United hefur hingað til gengið vel gegn liðum frá Austurríki í Evrópukeppnum (unnið 7 og gert 1 jafntefli) og vonandi tekst okkur að halda því áfram. Leikurinn er kl 17:55 á fimmtudaginn 12. mars og dómari leiksins verður Portúgalinn Artur Dias.

Efnisorð: Evrópudeildin LASK Scott McTominay 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Tòmas says

    12. mars, 2020 at 10:49

    Takk fyrir þetta. Skyldusigur í kvöld og vonandi heldur gott run áfram. Spurning hvernig restin af þessu tímabili verður v. veirunar.

    Ég veit að ég er ekki einn um það hérna :) en ég er svoltið í því að fagna þessa stundina að Mesti glans er farinn af tímabili Liverpool, eftir leik gærkvöldsins. Einn titill verður það í vor, ekki lengur taplausir. Er komið í svoltið anti climax hjá þeim greyjunum.

    3
  2. 2

    Hjöri says

    12. mars, 2020 at 16:34

    Já enda held ég að klopparinn sé orðinn ansi pirraður

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress