• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Ekkert minna en stig dugar í Þýskalandi

Magnús Þór skrifaði þann 7. desember, 2020 | 5 ummæli

Eftir þrjá frábæra sigra og tvö svekkjandi töp er komið að lokaumferð H-riðils. Staðan er sú að Manchester United, PSG og RB Leipzig eru öll með 9 stig. Botnlið Baseksehir er með 3 stig og hefur að engu að tapa í París þegar það heimsækir PSG. Sömu söguna er ekki að segja um heimamenn í Leipzig og gestina frá Manchester. Liðið sem sigrar leikinn er öruggt í 16 liða úrslit en tapliðið fer beint í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar eru sú staða uppi að jafntefli dugi báðum liðum en til að það gangi upp þarf PSG að tapa sínum leik. Staðreyndin er sú að Manchester United er í þeirri hættulegu stöðu að þurfa bara jafntefli til að tryggja sig áfram í keppninni.

Embed from Getty Images

RB Leipzig er að glíma við smá meiðslakrísu þessa dagana en þeir Konrad Haimer, Lukas Klostermann og Benjamin Heinrichs eru meiddir og Hwang Hee-Chan er með Covid-19. Hinn eftirsótti miðvörður liðsins Dayot Upamacano er í leikbanni eftir að hafa hlotið 2 gul spjöld í keppninni.

Embed from Getty Images

Manchester United verður án þeirra Anthony Martial og Edinson Cavani en þeir eru að glíma við smávægileg meiðsli að sögn Ole Gunnar Solskjær. Luke Shaw og David de Gea eru spurningarmerki. Þessi leikur verður ákveðinn prófsteinn fyrir Dean Henderson sem markvörð Manchester United ef hann verður fyrir valinu.

Líklegt byrjunarlið:

26
Henderson
27
Telles
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
8
Mata
11
Greenwood

Efnisorð: RB Leipzig Upphitun 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Arnar says

    7. desember, 2020 at 23:49

    Ef PSG tapar erum við alltaf áfram, þannig að ekkert stig á morgun gæti dugað þó ólíklegt sé.

    1
  2. 2

    Valdi says

    8. desember, 2020 at 08:42

    Hvernig er það, er hægt að sekta leikmenn fyrir ummæli umboðsmanna þeirra?
    Kannski fullgróft en tímasetningin…

    9
  3. 3

    Bjarni Ellertsson says

    8. desember, 2020 at 09:02

    Það hefur oft verið talið betra að þurfa að sækja sigur en verja jafnan hlut. Gildir fyrir bæði lið, RBL þarf að sækja sigur til að komast áfram, gef mér að PSG vinni sinn leik. Trúi því ekki að við mætum til leiks með rútuplanið en verjumst auðvitað og sækjum hratt þegar við fáum boltann, eins og í síðustu leikjum. Sókn er besta vörnin. Verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu verði stillt upp til sigurs en eitt er víst, leikurinn fer ekki 0-0. Finnst líklegt að við verðum gíraðir frá fyrstu mínútu og ákveðnir í að komast áfram en til þess þarf sóknin að flæða og vera ógnandi.

    GGMU

    2
  4. 4

    Halldór Marteins says

    8. desember, 2020 at 09:26

    @Arnar
    Ef PSG og United tapa þá fer PSG upp fyrir United á innbyrðis markatölu og United situr eftir. Þetta þriðja mark á Old Trafford gæti því skipt máli í lokin. Þess vegna segir Maggi að liðið þurfi í það minnsta einn punkt gegn RB.

    Ekki það, PSG er ekki að fara að tapa fyrir Istanbul.

    4
  5. 5

    Hilmar V says

    8. desember, 2020 at 13:16

    Pogba á ekki skilið að æfa með þessu liði við spilum alltaf betur þegar pogba er ekki með

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress