• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Deildarbikar á Þorláksmessukvöldi

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 22. desember, 2020 | Engin ummæli

Annað kvöld kl. 20:00 mæta okkar menn Everton í annað sinn á tímabilinu og það aftur í Guttagarði og ofan á það í miðri skötuveislu. Þetta er síðasti leikurinn í átta liða úrslitum deildarbikarsins eða eins og keppnin heitir Carabao bikarkeppninn. Sigurvegarinn kemst í undanúrslit sem eru frábrugðin á Covid tímum heldur en áður var. Semsagt í stað þess að spila tvo leiki heima og að heimann verður einungis einn leikur þetta árið, breyting sem er vonandi komin til að vera.

Okkar menn koma inn í leikinn á góðu skriði eftir 6-2 upprúllun á Leeds og fínan sigur á Sheffield United. Eftir þá tvo leiki og léleg úrslit annara toppliða á sama tíma má segja að við séum komnir í baráttu um enska meistaratitilinn ef okkur menn halda uppteknum hætti. Miðað við þá stöðu sem komin er upp í deildinni er eiginlega bagalegt að ákveðið hafi verið að troða inn deildarbikarleikjum inn í upphaf jóla tarnarinnar. Þetta þýðir t.a.m. að okkar menn, Manchester City og Spurs halda áfram í stífu leikja prógrammi. Á meðan t.d. Liverpool og Chelsea sem dottin eru úr þessari keppni fá kærkomið viku frí rétt fyrir jól, sem alla jafnann er mesti álagstími ársins hjá leikmönnum sem spila á enskri grundu. Sama hvað mér finnst eða öðrum um þessa leikjauppröðun þá mun leikurinn fara fram á morgun. 

Embed from Getty Images

Þeir leikir sem fleytt hafa okkur áfram í keppninni hingað til voru tveir 0-3 útisigrar á Luton og því næst Brighton. Voru þeir leikir spilaðir með átta daga millibili í september og því lagnt síðan að okkar menn hafa lyktað af ilmi deildarbikarsins, sem annað kvöld verður skötufnykur af. Með tilliti til álagsins sem ég hef komið inn á og litlu vægi keppninnar þá vonast ég eftir að Ole stilli fram eins fáum lykil póstum úr sterkasta liði okkar, líkt og hann hefur gert í keppninni hingað til. Spila þá á mönnum sem hafa spilað lítið eða jafnvel mönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref hjá aðalliðinu. Menn eins og Jesse Lingard, Fosu-Mensah og jafnvel Odion Ighalo ættu að fá að láta ljós sitt skína gegn Gylfa og félögum.

Líklegt byrjunarlið:

26
Henderson
33
Williams
5
Maguire
38
Tuanzebe
24
Fosu-Mensah
6
Pogba
31
Matić
14
Lingard
34
van de Beek
8
Mata
7
Cavani

Talandi um Gylfa og félaga hans í Everton. Líkt og okkar menn hafa þeir einnig verið á góðu skriði. Síðan United vann þá í byrjun nóvember hafa þeir aðeins tapað einum leik af sex og unnið síðustu þrjá. Þeir þrír leikir voru gegn Chelsea, Leicester og lánlausum Arsenal mönnum. Það má segja að það sé tvennt sem einkennir þessa þrjá leiki hjá Everton. Það er að Ancelotti hefur stillt í fjögurra mann vörn einungis skipað miðvörðum og hefur liðið einungis fengið eitt mark á sig í þessum leikjum. Hitt er að Gylfi Þór er kominn inn í liðið og í sína bestu stöðu á vellinum, “tíuna” og í þokkabót ber hann fyrirliðabandið. Þrátt fyrir þetta tvennt þá má telja að Ancelotti geri einhverjar breytingar frá því byrjunarliði sem hefur verið að sigra fyrir hann. Það er þó ekki mikið svigrúm fyrir það þar sem meiðslalistinn er ágætlega þétt skipaður og breiddinn ekki sú sama og hjá allra stærstu liðunum. Þetta gæti þó verið eina leið bláliða að titli þetta tímabilið og gætu þeir þess vegna spilað á sínu sterkasta liði. Á hinn boginn gætu þeir reynt að tolla í Meistaradeildarsætis baráttu sem þeir hafa komið sér í eða að komast inn í Evrópudeildinna og þess vegna hvílt lykilmenn.

Líklegt byrjunarlið:

33
Olsen
22
Godfrey
5
Keane
4
Holgate
23
Coleman
26
Davies
16
Doucoure
20
Bernard
10
Gylfi
17
Iwobi
9
Calvert-Lewin

Andrew Madley blístrar leikinn á Þorláksmessu á slaginu 20:00

Efnisorð: Everton 0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress