• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:0 Wolverhampton Wanderers

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 29. desember, 2020 | 10 ummæli

Nokkrir óvæntir pukntar voru í liðsuppstillingu gestana. Wolves fór í sitt 3-4-3 kerfi með tvo unga leikmenn sem voru að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni, þá Ki-Jana Hoever (18) og Vitinha (20). Einnig byrjuðu þeir ekki með neinn eiginlegan framherja þar sem Fabio Silva byrjaði á bekknum og Jimenez frá vegna höfuðkúpubrots. Einnig kom á óvart þegar leikurinn hófst að Saiss spilaði í miðri vörn úlfana í stað Coady sem iðulega hefur leikið þar. Sennilega ræðst það af því að Nuno Santo vildi spila með vinstri fóta mann vinstra meginn og hægri fótarmann hægra meginn. Coady var eini tiltæki réttfætti miðvörður úlfana í kvöld. 

Hjá okkar mönnum kom kanski mest á óvart að Eric Bailly var að byrja sinn þriðja leik í röð og það á einungis sex dögum. Yfirleitt kemst Bailly ekki í gegnum svona mikið af leikjum án þess að meiðast. Cavani byrjaði eftir mjög góðar framviðstöður í síðustu tveim leikjum.

Byrjunarlið okkar manna:

1
De Gea
27
Telles
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
11
Greenwood
7
Cavani

Henderson, Shaw (46′), Tuanzebe, Fred, Mata, McTominay (95′), James, Van de Beek og Martial (64′)

 

Lið Wolves:

11
Patricio
27
Saiss
16
Coady
49
Kilman
3
Ait Nouri
8
Neves
28
Moutinho
2
Hoever
20
Vitinha
7
Neto
37
Traoré

 

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill. United hélt boltanum og reyndi að brjóta niður vörn úlfana með fyrirgjöfum og að þræða sig í gegnum vörn þeirra með stuttum og snörpum sendingum við vítateig þeirra. Wolves hins vegar sat aftarlega á vellinum og reyndi að beita skyndisóknum með áramóta raketturnar sínar Neto og Traoré í fremst víglínu. Einnig voru langskot og föst leikatriði nýtt til hins ýtrasta. Með þeim hætti voru akkúrat fyrstu þrjú markverðu tækifæri leiksins sköpuð. Vitinha og Neves áttu tvö langskot eftir rúmar tíu mínútur sem De Gea varði. Moutinho tók svo aukaspyrnu utan af velli sem Saiss skallaði að marki og endaði knötturinn ofan á markslánni. Það var svo ekki fyrr en eftir um 26 mínútur að United fékk ágætis færi. Þá kom fyrirgjöf sem Cavani reyndi að stýra á markið með höfðinu en boltinn fram hjá. Besta færi fyrri hálfleiks fékk svo Bruno stuttu síðar. Grernwood lék þá á hægri kantinum og kom sér á vinstri fótinn sinn og kom boltanum fyrir. Bruno kom sér fram fyrir bakvörð úlfana og potaði boltanum í átt að marki af stuttu færi en Rui Patricio vel staðsettur og varði. Cavani náði svo ekki að gera sér mat úr frákastinu. Síðasta færi fyrri hálfleiks var annar skalli eftir aukaspyrnu hjá Wolves sem De Gea varði.

Embed from Getty Images

 

Seinni hálfleikur

Ole tók Telles af velli í hálfleik og inn á kom Shaw. Ef fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þá veit ég ekki hvað skal segja um þann seinni. Fyrsta færið í þeim seinni kom á 64 mínútu þar sem Rashford skallaði fyrirgjöf yfir markið. Þegar 20 mínútur voru eftir skoraði Cavani en var réttilega dæmdur rangstæður. VAR skoðaði þó markið þar sem boltinn fór í hendi Coady í aðdraganda færisins en réttilega ekki dæmd vítaspyrna þar sem hendin var í eðlilegri stöðu þegar knötturinn skall í henni. Nokkrum mínútum seinna fékk Patricio gult spjald fyrir leiktöf og einkendi það leik Wolves sem eftir lifði leiks. United reyndi að herja á Wolves en uppskar einungis skotfæri af löngu færi sem annað hvort voru varin af merkverði og varnarmönnum Wolves eða hittu ekki markið. 

Embed from Getty Images

Það var svo á þriðju mínútu uppbótartíma þar sem Bruno sendi langa sendingu í átt að Rashford á hægri kantinum. Varnarmenn Wolves misreiknuðu svif boltans og Rashford náði boltanum við endalínuna. Hann sótti þá út í teiginn til að koma sér í skotfæri gegn þrem varnarmönnum. Hann lét svo skotið ríða af með vinstri og fór boltinn í Saiss og þaðan í markið. Stuttu seinna var leikurinn flautaður af.

Embed from Getty Images

Þetta gæti orðið ótrúlega mikilvægt mark upp á framhaldið. Þrjú stig og situr nú liðið í öðru sæti tveim stigum frá Liverpool. 

Næsti leikur er á nýársdag kl. 20:00 gegn Aston Villa sem hefur verið á ótrúlegu skriði á tímabilinu eftir að hafa verið í fallbaráttu á síðustu leiktíð.

Efnisorð: Marcus Rashford Wolves 10

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Golli Giss says

    29. desember, 2020 at 21:54

    Yibbýyyy yei….

    2
  2. 2

    Arnar says

    29. desember, 2020 at 22:01

    Fergie time – meistarabragur? Tvö stig í lúserpúl..

    3
  3. 3

    Karl Garðars says

    29. desember, 2020 at 22:15

    Ekki var það fallegt en við tökum þessu fagnandi.
    2. sæti og allt galopið. Ekki hefði maður trúað því eftir tottenham leikinn.
    Ég fyrirgef öll slæm úrslit síðustu mánaða (ára jafnvel) ef þeir taka púðlurnar á koppnum. En til þess þarf grimmari spilamennsku en í dag. Gott að sjá Martial koma öflugan inn.

    4
  4. 4

    Tómas says

    29. desember, 2020 at 22:34

    Frábært! Betra liðið vann þó að Wolves hafi varist mjög vel.

    Miðað við það sem ég hef séð af Telles þá myndi ég segja Shaw >Telles.

    Hef ekki trú á því ennþá að þetta sé lið sem getur unnið titilinn. En maður endurmetur það hvernig staðan er eftir Liverpool leikinn.

    2
  5. 5

    Turninn Pallister says

    29. desember, 2020 at 22:35

    Fínn sigur og frábært svona miðað við allt og allt að við verðum í öðru sæti deildarinnar það sem eftir lifir árs. Ætla samt að stilla mig í væntingum. Finnst við enn eiga pínu í land að vera í sama klassa og vélin hjá erkifjendunum í Liverpool. Er á meðan er samt og full ástæða til að gleðjast yfir því að deildin sé í það minnsta ekki búin fyrir áramót eins og í fyrra.
    Gleðilegt nýtt ár félagar!

    5
  6. 6

    TonyD says

    29. desember, 2020 at 23:28

    Ljótur sigur en flott að klára þetta í uppbótartíma. Loksins hreint lak og menn eru að sýna meiri karakter í að klára svona jafna leiki. Gaman að sjá leikinn klárast í restina en Úlfarnir hafa reynst okkur erfiðir undanfarin tímabil.
    Engin titilbaráttu von hér á bæ á næstunni, það þarf að bæta vörnina og okkar menn þurfa að halda dampi. En liðið er að sýna einhvern stöðugleika og er á flottu róli.

    5
  7. 7

    Cantona no 7 says

    30. desember, 2020 at 07:36

    Ole

    4
  8. 8

    Karl Garðars says

    30. desember, 2020 at 22:21

    Vænkast nú hagur strympu.
    Dolly ( eða Daisy) að gefa okkur síðbúið í skóinn. 👍

    1
  9. 9

    Stebbigeorgs says

    30. desember, 2020 at 22:28

    Vonandi náum við að halda dampi og vinna fyrsta leikinn 2021 og jafna Liverpool.

    0
  10. 10

    Halldór Marteins says

    30. desember, 2020 at 22:31

    Hef alltaf dýrkað Steve Bruce!

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress