• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska deildarbikarkeppnin

Undanúrslit deildarbikarsins

Björn Friðgeir skrifaði þann 5. janúar, 2021 | Engin ummæli

Eitt af því fáa sem gefið var eftir þegar þetta seinkaða tímabil var sett upp var tvöföld umferð í undanúrslitum deildarbikarins, eða Carabao bikarsins eins og hann heitir eftir orkudrykk sem fæst okkar þekkja.

Það verður því leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld kl 19:45 þegar Manchester City mætir, með framlengingu og vítakeppni eftir þörf. En af því að reglur eru gerðar til að breyta þeim þá var í vikunni ákveðið að leyfa fimm skiptingar í leiknum.

En að slíkum formsatriðum frátöldum, hvað gerist á morgun. Einhvern tímann hefði deildarbikarinn verið láta mæta algerum afgagni en því verður ekki að heilsa á morgun. Fyrir það fyrsta er Manchester City í heimsókn og það er ekki hægt að leyfa þeim að komast endalaust upp með allt. Að vinna City í deildarbikarnum er vissulega ekki stærsta skráveifa sem hægt er að gera þeim en City hefur eignað sér bikarinn svo síðustu ár með þremur sigrum í röð og fimm af síðustu sjö, að sigur á morgun gæti pirrað. En það sem skiptir meira máli og Ole Gunnar hefur talað um undanfarið er að það er kominn tími til að United liðið læri að vinna titla. Á síðasta tímabili heltist liðið úr bikurum þrívegis í undanúrslitum og það er lexía sem þarf að læra af.

Við megum því alveg búast við þokkalega sterku liði á morgun þó vissulega sé mikilvæg törn framundan í deild og bikar.

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
10
Rashford
18
Bruno
21
James
9
Martial

Dean Henderson hefur verið treyst í markinu og verður það áfram. Annars leyfi ég mér að giska á sterkt lið. Edinson Cavani er auðvitað í banni og einhverjar hrókeringar verða fleiri en ég býst frekar við því að það verði breytingar fyrir Watford leikinn í bikarnum á laugardaginn.

Manchester City

City hefur orðið fyrir COVID-19 hremmingum og Ederson, Gabriel Jesus, Kyle Walker, Ferran Torres, Eric Garcia og Tommy Doyle voru allir frá um helgina móti Chelsea vegna sýkingar eða einangrunar og verða líklega ekki með á morgun þó er möguleiki að Jesus og Walker verði með, þar sem þeir ljúka einangrun í dag. Einnig má búast við að Aymeric Laporte og Nathan Aké verði áfram frá vegna smávægilegra meiðsla. United hefur fengið tveimur dögum meiri hvíld en City og þetta gæti því reynst þeim smá erfitt þó þeir hafi unnið góðan sigur á Chelsea um síðustu helgi

Steffen
Mendy
Stones
Dias
Cancelo
Fernandinho
Gündogan
Mahrez
De Bruyne
Foden
Agüero

En þetta væri auðvitað firnasterkt lið hjá City þó allra þessara breytinga væri þörf og það er ljóst að City er á siglingu. Liðið er aðeins fjórum stigum á eftir United í deildinni og með leik til góða og verður því í toppbaráttunni áður en varir.

Það væri ágætisstimplun hjá okkar mönnum að vinna þennan leik á morgun. Jafnteflið ömurlega leiðinlega 12. desember síðast liðinn er flestum gleymt, en var ágætis veganesti í góðan desember. Nú þurfa leikmenn að sýna að það er hægt að gera betur en spila þétta vörn og taka jafnteflið.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress