• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Fulham 1:2 Manchester United

Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann 20. janúar, 2021 | 11 ummæli

Eftir leiki gærkvöldsins og leikinn sem var ný lokið fyrir leikinn í kvöld var United komið niður í þriðja sæti. Leicester og Manchester City unnu sína leiki og sátu í efstu tveim sætunum fyrir leikinn. Ole gat komið liðinu aftur á toppinn með sigri í kvöld.

Þvert á það sem ég skrifaði í gær í upphitun fyrir leikinn þá byrjaði Ole með þríeykið inn á. Þegar ég tala um þríeykið þá er það Shaw, Bruno og Maguire sem allir áttu þá hættu á að fara í leikbann ef þeir myndu krækja sér í gult spjald, sem á endanum skipti engu máli. Ole setti Rashford á bekkinn, annars var þetta byrjunarlið sennilega það sterkasta sem völ var á. Með því að stilla upp nánast sterkasta liði sínu er Ole að gefa það skírt út að hann ætli í þessa titilbaráttu og vera í henni eins langt fram eftir vori og hægt er. Ekkert rými til að misstíga sig.

Þetta var liðið sem Ole Gunnar stillti upp í London:

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
3
Bailly
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
17
Fred
9
Martial
18
Bruno
11
Greenwood
7
Cavani

Henderson, Telles, Tuanzebe, Matic, McTominay, Van de Beek, James, Mata, Rashford

Scott Parker stillti svo gott sem nákvæmlega sama liði og spáð var fyrir leikinn. Eina breytingin var að Ruben Loftur-Cheek kom inn í liðið eftir að hafa fengið hvíld gegn Chelsea þar sem hann er á láni frá þeim og því ekki leyfilegur í þeim leik.

Byrjunarlið Fulham:

1
Areola
16
Adarabioyo
5
Andersen
34
Aina
23
Bryan
29
Anguissa
21
Reed
2
Tete
19
Lookman
15
Loftus-Cheek
17
Cavaleiro

 

Fyrri hálfleikur

Fulham hóf leikinn af miklum krafti í rokinu í London. Eftir aðeins fimm mínútur skoraði Lookman eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir frá Anguissa. Wan-Bissaka enn einu sinni ekki nægilega vakandi þegar boltinn er ekki nærri honum og gerði Lookman réttstæðann. Sterk byrjun hjá lærisveinum Scott Parker sem voru gríðarlega kraftmiklir.

Embed from Getty Images

Á 10 mínútu var Frad feldur í vítateig Fulham en ekkert dæmt. Í stað þess rauk Fulham í skyndisókn með Ola Aina á boltanum. Pogba bombaði hann niður út á kanti, aftan frá og hlaut gult spjald fyrir vikið. Margir dómarar hefðu farið í VAR-ið þarna og skoðað hvort um víti hefði verið að ræða. Martin Atkinson gerði það hinsvegar ekki.

Eftir rétt rúmar 20 mínútur fékk Bruno boltann rétt fyrir utan vítateig og lét vaða með vinstri fæti, boltinn small í stönginni. Aðeins nokkrum sekúndum seinna fékk hann svo boltann úti á vinstri kanti og kom honum í fyrstu snertingu fyrir. Areola slóg lága fyrirgjöf Bruno beint fyrir fætur Cavani fyrrum samherja síns í París og mátti þar með vita að hann nýtir svona færi í 99% tilvika, sem var rauninn. Allt orðið jafnt aftur.

Embed from Getty Images

Tveim mínútum eftir markið fékk Bruno knöttinn aftur á álíka stað fyrir framan teiginn og þegar hann skaut í stöngina. Hann lét vaða aftur en Areola varði það í horn. United þarna komið með nokkuð góð tök á leiknum og Fulham ekki eins kraftmiklir og í byrjun. Eftir hálftíma leik kom fín fyrirgjöf frá Wan-Bissaka frá hægri yfir á fjærstöngina þar sem Martial skallaði boltann í varnarmann og þaðann í horn. Upp úr hornspyrnuni fékk Harry Maguire frían skalla frá vítapunkti, en boltinn fram hjá. Agalegt að hitta ekki markið úr þessu færi hið minsta. Síðasta færi hálfleiksins var líka skallafæri. Martial fékk þá sendingu frá Shaw inn í miðjan teiginn, hann skallaði boltann yfir. Ágætur fyrri hálfleikur fyrir utan daprar fyrstu 10 mínútur sem kostaði það að við lentum undir, líkt og oft áður á tímabilinu.

 

Seinni hálfleikur

United hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og stýrði leiknum. Eftir fimm mínútna leik fengu okkar menn horn eftir flott samspil Bruno, Pogba og Martial. Úr horninu fékk Maguire aftur skalla færi sem var töluvert snúnara heldur en hann fékk fyrr í leiknum og skallinn yfir markið. Stuttu seinna komust Fulham menn upp hægri kantinn og fóru ansi illa með Shaw. Fyrirgjöfin upp úr þessu endaði hjá Lookman sem skaut beint á De Gea sem varði auðveldlega.

Það var svo á 65. Mínútu þar sem að mínu mati besti leikmaður vallarins skoraði. Pogba lék sér þá fram hjá tveim varnarmönnum Fulham við hægra vítateigs hornið og þrumaði knettinum með vinstri fæti í fjær hornið. Svokallað POGBOOM! Aðeins mínútu síðar hefði Cavani getað jarðað leikinn eftir enn eina fyrirgjöf Bruno í leiknum en góður skalli hans úr fínu færi frábærlega varinn.

Embed from Getty Images

Þegar korter var eftir fékk Loftur-Cheek mjög fínt færi en De Gea með eina af sínum klassísku fóta vörslum. Á 83. mínútu kom Fulham sér í flotta skyndisókn með Loftus-Cheek fremstan í flokki. Hún endaði með stórhættulegri fyrirgjöf sem Shaw kom frá snildarlega og boltinn endaði fyrir fætur Loftus-Cheek sem þrumaði honum langt yfir. Á  þriðju mínútu uppbótartíma mátti minnstu muna að Bailly hefði skorað sjálfsmark þegar boltinn hrökk af honum fram hjá eftir skalla Mitrovic sem var kominn inn á. Leiknum lauk með 17. leiknum á útivelli í röð sem lið Ole er ósigrað í deildinni.

Hrikalega mikilvæg þrjú stig og Pogba tryggði það með frábæru marki sínu að Manchester United situr á toppi deildarinnar á ný. Næsti leikur á sunnudaginn gegn Liverpool í FA bikarnum.

Ég minni á nýtt Djöflavarp sem mun koma út annað kvöld þar sem rætt verður meðal annars um þennann leik.

Efnisorð: Edison Cavani Fulham Paul Pogba 11

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Scaltastic says

    20. janúar, 2021 at 21:06

    Gallharður á Maguire vagninum, að því sögðu þá hlýtur að vera kominn tími á að fyrirliðinn fari í sjónmælingu.

    6
  2. 2

    Turninn Pallister says

    20. janúar, 2021 at 21:27

    Veit ekki hvor þeirra Greenwood eða Martial er að eiga verri leik. Annar alveg týndur á meðan nákvæmlega ekkert gengur upp hjá hinum.

    5
  3. 3

    Karl Garðars says

    20. janúar, 2021 at 21:41

    Mikið hrikalega þykir mér vænt um bæði þessi mörk.

    5
  4. 4

    Scaltastic says

    20. janúar, 2021 at 21:41

    Heilagur Mino! Þvílík fegurð

    2
  5. 5

    Karl Garðars says

    20. janúar, 2021 at 21:55

    Hvernig er það. Ætlar Ole ekki að fara að skipta. Martial á að vera þarna einhvers staðar inni á, það mætti t.d. byrja á honum

    1
  6. 6

    gummi says

    20. janúar, 2021 at 21:59

    Afhverju treystir Solkjær eķki bekknum

    3
  7. 7

    Helgi P says

    20. janúar, 2021 at 22:01

    Það er örugglega hundleiðinnlegt að vera varamaður hjá United þú færð ekki mikið að spila

    1
  8. 8

    Karl Garðars says

    20. janúar, 2021 at 22:12

    Úfff þetta var fjandi tæpt.
    En góð stig og frábær mörk. Poacher frá alvöru striker og boba fyrir utan teig.

    2
  9. 9

    Cantona no 7 says

    20. janúar, 2021 at 22:29

    Ole

    3
  10. 10

    Sveinbjörn says

    21. janúar, 2021 at 10:11

    Gríðarlega sterkur sigur. Þó Bjössi trúir ekki á titlbaráttu þá geri ég það. Erum að klára þessa leiki sem þarf til að ná 80+ stigum, sem eru þessir iðnaðarsigar gegn minni liðunum og helst að tapa ekki gegn þeim stóru. Tímabilið hálfnað og er ekki venjan að þeir sem eru á toppnum þá endi í fyrsta sæti? :D

    Smá pælingar:
    Er stundum hugsi yfir AWB í leikjum. Hann er ótrúlega góður varnarlega 1vs1, en hvað staðsetningar varðar er hann of oft úti á túni. Einnig er hann meðalsóknarbakvörður í besta falli. Held að það væri mjög gott að kaupa annan hægri bakvörð upp á samkeppni að gera. Ef Shaw heldur áfram að spila eins og hann gerir (og Telles til vara), Maguire og Bailly/Lindelof líka eins og þeir hafa gert í síðustu leikjum að þá myndi betri hægri bakvörður gera vörnina okkar algjörlega frábæra.
    Miðjan er gríðarlega flott eins og er. Þurfum þó að finna annan miðjumann í sumar þegar Pogba fer.
    Ég myndi ekki gráta ef Martial yrði seldur eða hugsaður sem squadplayer (eins og James er í dag) og fá sterkari mann inn þar. Jafnvel hafa framlínuna Rashford/Martial – Haaland/Cavani – Sancho/James.. það má láta sig dreyma

    2
  11. 11

    Karl Garðars says

    21. janúar, 2021 at 13:07

    Var að hugsa þetta sama með AWB í gær.
    Það vantar líka stöku mörk og stoðsendingar frá varnarmönnunum til að allt sé fullkomið.
    Svipað og var að skila sér frá bakvörðum og virgilnum hjá púðlunum. En megi sú þurrð samt halda áfram sem allra lengst á þeim bænum.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress