• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

West Ham heimsækir United í bikarslag

Magnús Þór skrifaði þann 8. febrúar, 2021 | 1 ummæli

Annað kvöld heldur bikarævintýri United áfram. Mótherjinn í þessari umferð er lið West Ham undir stjórn David Moyes. Lundúnarliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og hefur verið verðskuldað í baráttunni um Evrópudeildarsæti og er eins og stendur í 6.sæti með jafnmörk stig og Chelsea sem er í 5.sætinu. Einn albesti leikmaður tímabilsins hefur verið tékneski varnartengiliðurinn Tomáš Souček en hann hefur ásamt sínu varnarsinnaða hlutverki verið að skora mikilvæg mörk fyrir liðið. Souček fékk mjög umdeilda brottvísun um helgina gegn Fulham og þykir nokkuð öruggt að leikbannið verði ógilt og því er viðbúið að hann mæti til leiks gegn United. Jesse Lingard gekk til liðs West Ham á dögunum og byrjaði mjög vel með því að skora 2 mörk í sínum fyrsta leik fyrir Moyes. Þar sem Lingard er á láni frá United þá getur hann ekki leikið gegn liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Embed from Getty Images

Manchester United hefur heilt yfir verið að eiga frekar gott tímabil. Fyrir utan seinni hluta riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sigraði Liverpool í síðustu umferð bikarkeppnarinnar. Síðasti leikur var svekkjandi jafntefli gegn Everton þar sem varnarmenn og David de Gea gerðu sig seka um ansi klaufaleg mistök og láku inn 3 mörkum í seinni hálfleiknum sem er engan veginn boðlegt. Það er því gott fyrir liðið að fá strax annan leik til að bæta fyrir frammistöðu helgarinnar. Eftir síðasta leik þá vil ég sjá Dean Henderson fá tækifærið annað kvöld og jafnvel hreinlega til frambúðar.

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Valdi says

    9. febrúar, 2021 at 12:08

    Já langar að sjá Dean henda í solid frammistöðu í kvöld og fá svo bara næsta deildarleik líka. Nenni ekki svona aumingjaskap lengur inn i teig. Orðið vandræðalegt hvað De Gea er hræddur við sóknarmenn.
    Van der Sar var aldrei kjötaður en djöfull var hann tilbúinn að leggja sig fram að stoppa mörk, nefbrotnaði ansi illa í einu úthlaupi t.d.. Öruggur markvörður gerir það að verkum að vörnin verður öruggari og vice versa.

    3

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress