• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Stjórinn

Nýr samningur fyrir Ole

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. mars, 2021 | 7 ummæli

Ef þú ert ekki búið að lesa upphitunina fyrir leikinn í kvöld þá er þetta prýðilegur tími.

En fréttir eru að berast að Ole og Eddi séu að fara að setjast niður og gera nýjan samning, enda síðasta ár núverandi samnings að fara að koma. Launahækkun og svona.

Flottar fréttir, Ole fær traustið til að halda áfram endurnýjun og uppbyggingu

 

7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    gummi says

    14. mars, 2021 at 11:17

    Þessi klúbbur er orðinn af miðlungsliði Solskjær er aldrei eftir að ná upp stöðuleika með þetta lið

    4
  2. 2

    Helgi P says

    14. mars, 2021 at 11:21

    Það verður galið að gefa honum nýjan samning strax bara bíða og sjá hvað gerist á næsta tímabili

    3
  3. 3

    Robbi Mich says

    14. mars, 2021 at 12:06

    Flott mál. Gefa honum traustið fyrr en síðar svo hann fái hvatninguna til áframhaldandi uppbyggingar og geti gert framtíðarplön. Þessi klúbbur á að horfa til framtíðar en ekki til skamms tíma. Ég hef trú á að Ole geti komið liðinu þar sem það á heima: Á TOPPINN. Þarf bara að sýna þolinmæði og vinna markvisst að því.

    4
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    14. mars, 2021 at 14:20

    Svo við tökum þetta saman

    • Erum í öðru sæti í deildinni
    • Með vonlausan mannskap sem þarf að losa næstum allan
    • En spilum samt oft skemmtilegasta bolta síðustu 8 ára
    • Með gjörsamlega vonlausan stjóra sem þarf að reka

    Nei, ég skil ekkert.

    7
  5. 5

    TonyD says

    14. mars, 2021 at 14:37

    Ég held að það sé í fínu lagi að allir setjast saman við borðið og ræði samning. Það er loksins kominn strúktúr á klúbbinn eftir mörg ár af vitleysu. Ef Ole færi frá borði í dag, myndi hann skila af sér mun betri hóp en hann fékk í hendurnar. Sjálfsagt að hann sé með samning en hann heldur ekki starfinu nema hann nái árangri sem stjóri, það mun ekkert breytast nema að kröfunnar munu bara aukast á hann.
    Sama þótt margir vilji annan stjóra, þá er ekki þar með sagt að árangurinn væri betri. Einnig, vill einhver taka fjórðu „uppbygginguna“ í röð? Nú er loksins komnir menn í DOF og TD með þeim Murtough og Fletcher. Þetta stefnir allt í rétta átt og Ole hefur alveg unnið fyrir því að fá tækifærið áfram.

    Mér finnst allavega gaman að halda með liðinu í fyrsta sinn síðan 2013 og þó ég sé ekki pottþéttur á því að hann Ole vinni deildina, þá sé ég bætingu á liðinu og á milli glataðra leikja inn á milli og lélegra úrslita þá eru einnig stór úrslit og skemmtilegur bolti. Ég vona svo sannarlega að ég og allir sem eru ekki vissir með hann smakki á sokkunum ef Ole fer að næla í titla.

    6
  6. 6

    Cantona no 7 says

    14. mars, 2021 at 14:45

    Ole

    1
  7. 7

    Karl Garðars says

    14. mars, 2021 at 18:39

    Það er voðalega lítið hægt að segja um þetta fyrr en einhverjar forsendur liggja fyrir.
    Ég er sammála því að þetta sé með því skárra sem við höfum séð lengi en það er ekki þar með sagt að staðan sé góð.
    Nýtt upphaf?
    Það er vissulega svo að maður er sáttari nú þegar búið er að setja andlit í stöður sem stuðningsfólk hefur kallað eftir lengi og það er algjört höfuðatriði í öllum vegferðum að hafa skýran kúrs, eitthvað langtímaplan sem unnið er eftir. Með þessum ráðningum og niðurneglingu á Ole er búið að taka stefnu. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt átt eða ekki. Alveg eins og með Moyes forðum daga þá ætla ég í.þ.m. að gefa þessu séns. Næsti gluggi verður krúsjal.

    Það sem er fyrst og fremst að hjá klúbbnum er að eigendurnir og Woodward hafa óbilandi trú á að þeir hafi gríðarlegt vit á fótbolta. Svo hafa þeir raðað í kringum sig svipuðum pótintátum og voila, keisarinn sprangar um kviknakinn og enginn dirfist að vaða fram á völlinn með eitthvað staðreyndabras. Auðvitað er maður hræddur um að Ole, Fletcher og Carrick séu ekki nógu sterkir karakterar til að standa í lappirnar en saman ættu þeir að geta það.
    Við sem stuðningsfólk eigum að geta fylgt okkur að baki þessum mönnum, þeir hafa gefið okkur ófáar geggjaðar minningar í gegnum tíðina og vonandi gera þeir það aftur.

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress