• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Man Utd kíkir á Lundúnavöll

Daníel Smári skrifaði þann 18. september, 2021 | 2 ummæli

Manchester United gefst kjörið tækifæri til þess að kvitta fyrir vonbrigðin í Sviss þegar að liðið mætir David Moyes og lærisveinum hans í West Ham. Leikurinn hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 19. september. Rétt eins og okkar menn eru Hamrarnir taplausir í deildinni, hafa unnið tvo og gert tvö jafntefli og sitja í 8. sæti deildarinnar með 8 stig.

Búast má við erfiðu verkefni þar sem að lið West Ham er líkamlega sterkt, hávaxið og kröftugt. Auk þess eru bara býsna góðir fótboltamenn í liðinu.

 

Liðsfréttir

Á meiðslalista okkar eru Marcus Rashford, Amad Diallo og Alex Telles. Auk þeirra er óvíst með þáttöku Edinson Cavani og Scott McTominay. Ole Gunnar Solskjær sagði það velta örlítið á því hversu klárir aðrir leikmenn væru í verkefnið hvort að McTominay yrðu mögulega þrýst inn í leikmannahópinn. Svo ætla ég að útiloka þáttöku Phil Jones hér og nú – því miður.

Eftir hrakfarirnar í miðri viku þá má búast við því að leikmenn mæti vel gíraðir í þetta verkefni. Jesse Lingard gerði sig sekan um hræðileg mistök í blálok leiks gegn Young Boys, en ef einhver þekkir kosti og galla West Ham þá er það hann. Hann átti frábæru gengi að fagna eftir áramót á síðasta tímabili með Hömrunum og væri óskandi að hann gæti laumað einhverjum leynilegum upplýsingum til þjálfarateymisins.

Ungstirnið Mason Greenwood hefur byrjað tímabilið í deildinni alveg glimrandi vel, en var hvíldur í Meistaradeildinni í vikunni. Hann virkar sterkari og ekki síður, þá virkar hann miklu snarpari og sneggri en í fyrra. Það er líklega ekki óraunhæf krafa að fara fram á 12-15 deildarmörk frá honum á þessu tímabili, en koma Cristiano Ronaldo gæti þó haft þau áhrif að hann bæti frekar við sig stoðsendingum en glás af mörkum. Bæði betra!

Þá verður fróðlegt að sjá hvernig Ole setur upp miðjuna. Stjórinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nota tvo djúpa miðjumenn og er hávær hópur aðdáenda sem vill sjá meiri ævintýragirni í uppstillingum okkar. Séra Fred leit ekki vel út í leiknum gegn Young Boys. Vissulega vorum við einum færri, en honum var trekk í trekk kastað til og frá af sterkari miðjumönum andstæðingsins og hélt afar illa í boltann. Því skýt ég að Ole bæti Nemanja Matic við og líklega fari Jadon Sancho á bekkinn. Þá myndi stoðsendingakóngurinn Paul Pogba færa sig út til vinstri.

Vörnin verður líklega sú sama og hóf leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka sýndi skelfilegt dómgreindarleysi gegn Young Boys, en mér finnst ólíklegt að hann glati sæti sínu. Raphaël Varane hefur byrjað ferilinn vel hjá United og hann mun 100% koma aftur inn í liðið.

Líklegt byrjunarlið Man Utd:

1
de Gea
23
Shaw
5
Maguire
19
Varane
29
Wan-Bissaka
17
Fred
31
Matić
6
Pogba
18
Bruno
11
Greenwood
7
Ronaldo

Mótherjinn

West Ham verða án framherjans Michail Antonio en hann hefur farið virkilega vel af stað í deildinni. Antonio fékk rautt í síðasta deildarleik og er því í banni. Said Benrahma er sömuleiðis tæpur, en ekki útilokað að hann spili. Þá er gamli jálkurinn Winston Reid frá.

Miðja West Ham er erfið viðureignar en þar ráða þeir Declan Rice og Tomas Soucek ríkjum. Báðir eru gífurlega hávaxnir og sterkir, öflugir í föstum leikatriðum og lesa leikinn vel. Liðið er sannarlega vel drillað undir stjórn Moyes og það verður að teljast gott dagsverk ef að okkar mönnum tekst að ná í þrjú stig á sterkum útivelli.

Líklegt byrjunarlið West Ham:

Fabianski
Cresswell
Dawson
Ogbonna
Coufal
Soucek
Rice
Benrahma
Fornals
Yarmolenko
Bowen

 

Áfram Manchester United!

2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    ghe says

    18. september, 2021 at 22:52

    Declan Rice er 185 cm það er ekki gifurleg hæð nu til dags.

    0
  2. 2

    Daníel Smári says

    19. september, 2021 at 00:49

    Á móti Rice er Tomas Soucek 192 cm, þetta er ágætis meðalhæð á miðjunni án þess að ætla í eitthvert orðaskak um hvað teljist hávaxið í dag :)

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress