• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:1 West Ham United

Björn Friðgeir skrifaði þann 22. september, 2021 | 8 ummæli

Liðið var eins og spáð hafði verið, albreytt frá síðasta leik

Henderson
Alex Telles
Bailly
Lindelöf
Dalot
Van de Beek
Matić
Lingard
Mata
Sancho
Martial

Varamenn: Heaton, Jones, Wan-Bissaka, Bruno (72′), McTominay, Elanga (72′), Greenwood (61′)

Lið West Ham var líka að mestu breytt

Areola
Johnson
Diop
Dawson
Fredericks
Noble
Král
Mazuako
Lanzini
Yarmolenko
Bowen

Leikurinn var tíðindalítill framan af, West Ham aðeins sókndjarfari, fengu næstum færi á 7. mínútu þegar Yarmolenko skaut í Bailly og tveimur mínútum síðar kom mark. West Ham fór upp hægra megin, Fredericks var kominn á öfugan kant og fór auðveldlega framhjá þremur varnarmönnum. Alex Telles var einna sekastur í að hleypa honum í gegn. Fredericks komst upp að endamörkum við markteigslínuna, gaf út í teiginn og þar var Lanzini algerlega óvaldaður og skoraði auðveldlega. Hrikalega slök varnarvinna þar og West Ham komið með forystuna.

Þá loksins vöknuðu United menn og skelltu í stöðuga sókn næstu mínútu. Lingard hefði líklega átt að fá víti fyrir peysu- og buxnatog frá Noble en annars voru varnarmenn með á nótunum. Mata og Martial voru næstum búnir að búa til færi en Martial ákvað að renna boltanum þvert. Það var hins vegar Diogo Dalot sem var næstur boltanum en ekki einhver sóknarmaður, sem skýrir hvers vegna hann var 3 metra frá en ekki að éta færið.

Þetta var alveg mynstrið fram yfir miðjan hálfleik, West Ham leyfði United að leika sér en sóknirnar voru bitlausar. Jesse Lingard leiddist þetta þóf og reyndi skot sem reyndist vera alveg prýðileg tilraun, en Areola varði i horn.

Bitleysið í sóknum United var hvort tveggja að þakka ágætri og stundum helst til of harkalegri vörn United og líka því að leikmenn United virtust í stökustu erfiðleikum með að finna glufur og hvern annan, og hraðinn á þeim var sjaldnast mikill.

Hvorugt lið gerði breytingu í hálfleik og leikurinn hélt áfram í sama gír og fyrir hlé. Oft var eins og United vantaði aðeins herslumuninn, síðustu sendinguna.

Juan Mata átti ekki góðan dag, enda kominn af léttasta skeiði, og hann var fyrstur útaf á 62. mínútu. Mason Greenwood kom inn á og fyrsta snerting hans var að taka á móti langri sendingu inn fyrir. Skotið var aðeins of ónákvæmt og Areola varði vel.

Embed from Getty Images

Næstu tíu mínútur gáfu hins vegar lítið meira af spennu og Anthony Elanga og Bruno Fernandes komu inná til að setja meiri kraft í þetta. Telles og Lingard fóru útaf. Þetta hafði nokkur áhrif og pressa United jókst og ákefðin sem hafði sárlega vantað var að koma. En marktilraunirnar voru aðallega langskot sem voru ekki alveg nógu góð.

Þess í stað átti Yarmolenko að klára þetta þegar West Ham komst í sjaldgæfa sókn, og Yarmolenko var allt í einu kominn innfyrir og framhjá Henderson en tókst einhvenr veginn að skjóta í stöng.

Það var allt opið í United vörninni þegar West Ham komst í gagnsóknir því strax í þeirri næstu fékk Mark Noble boltann einn á móti Henderson og í þetta skiptið varði Henderson. Illa nýtt þar hjá West Ham en það kom þeim ekki í koll. Þrátt fyrir að United reyndi alls konar undir lokin og Dean Henderson kæmi fram í horn varð í raun aldrei ógn af því og West Ham sigldi sigrinum heim.

Þetta var afskaplega slök frammistaða hjá United. West Ham gat haldið sig vel til baka og United fundu engar leiðir. Þetta var enn einn handboltaleikurinn, þar sem United voru að senda á milli sín út á velli og stungusendingarnar fundu aldrei leið og langskotin voru vonlaus.

Ekki fyrsti leikurinn sem við sjáum svona frá þessum leikmönnum, kannske sá síðasti í bili, varamennirnir byrja á laugardaginn og þá verður einn mesti leikbreytir boltans með.

Það er eitthvað.

8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Scaltastic says

    22. september, 2021 at 18:10

    Það yrði nú meiri gæsahúðar augnablikið ef „uncle“ Phil fær að trítla aftur út á völl í flóðljósunum í kvöld… kæmi ekki á óvart ef tár myndu falla.

    Öllu gamni slepptu þá er ég feginn að Ole féll ekki í þá gryfju að spila Bruno, Ronnie eða miðvaraparinu í kvöld. Hann fær plús í kladdann fyrir það.

    4
  2. 2

    Zorro says

    22. september, 2021 at 19:59

    Ùff hvað þetta er leiðinlegt):

    4
  3. 3

    Zorro says

    22. september, 2021 at 20:05

    Margir leikmenn bùnir að stimpla sig ùt……kröfurnar ekki mikklar….að menn skulu fá 20-40 mills á mánuði fyrir þetta er með òlìkindum

    3
  4. 4

    Dór says

    22. september, 2021 at 20:28

    Þetta srifast nú frekar á solskjær að ná ekki meira útur þessum hóp

    7
  5. 5

    Egill says

    22. september, 2021 at 20:41

    Enn einn bikarinn í safnið sem Ole nær ekki að vinna. Burt með þennan trúð á meðan það er hægt að bjarga þessu tímabili. Hann er svo langt frá því að ráða við þetta starf. Svo stóð hann hlæjandi undir lok leiksins og grínaðist með Moyes og fjórða dómaranum.
    Tap á heimavelli gegn fokking West Ham, nokkrum dögum eftir vandræðalega frammistöðu gegn sama liði sem við grísuðumst til þess að hirða 3 stig.

    8
  6. 6

    Scaltastic says

    22. september, 2021 at 20:56

    Það er fátt sem að deyfir miðtaugakerfið mitt jafn mikið og að sjá Martial á röltinu í 90 mín. Maður er vanur andleysinu og núna er hann líka í lélegu formi, hann er 100% game over hjá þessu félagi. Innkoman hjá Bruno var mikil vonbrigði, sem og frammistöður beggja bakvarðanna. Lindelöf fannst mér fínn, sérstaklega í ljósi þess að Telles og Bailly voru uppteknir við að gera… Telles og Bailly hluti.

    Góða fréttin er sú að þessi keppni skiptir ekki máli.

    5
  7. 7

    Gummi says

    22. september, 2021 at 21:45

    Við erum bara spila hundleiðinlegan bolta sem er mikið áhyggjuefni við erum með hópin en ekki stjóran eða þjálfarana sem eru með honum

    6
  8. 8

    Sveinbjörn says

    22. september, 2021 at 23:11

    Hef nú verið á Ole lestinni og verð eitthvað áfram, spilamennskan þó ekki nógu góð í byrjun tímabils miðað við mannskap þó við séum á góðum stað í deild.. hann hefði gert sjálfum sér greiða með því að reyna að vinna þennan bikar.
    Van de Beek sýndi þó hvers vegna Ole velur hann aldrei í liðið. Hann er ekki í heimsklassa né Premier league klassa miðað við frammistöðu hans í þessum leik.
    Það er nýr leikur á laugardaginn, sama dag og kosningavakan! Hlakka til að sjá Sjálfstæðisflokkinn, nei ég meina United vinna, nei ég segi svona :D

    Góðar stundir

    10

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress